Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 2
2 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Ekki er útilok- að að einhverjir fundir í væntanlegum viðræðum um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu fari fram í Reykjavík. Venjan er að samningafundir um aðild ríkja fari fram í Brus- sel þar sem framkvæmdastjórn- in hefur greiðan aðgang að stoð- deildum sínum. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamninga- maður Íslands, segir ljóst að fundahöld muni að mestu fara fram ytra en Íslandsfundir séu ekki útilokaðir. Undirbúningur íslensku samninganefndarinnar fer fram á Íslandi. - bþs Væntanlegar ESB-viðræður: Hugsanlegt að einhverjir fundir verði í Reykjavík VINNUMARKAÐUR „Ég verð að velja á milli næstu mánaðamót hvort ég minnka mjög við mig námið og fæ atvinnuleysisbætur eða held áfram í námi tekjulaus,“ segir Geir Gígja en hann missti nýverið vinnuna og verður tekjulaus frá og með næstu mánaðamótum. Geir hefur verið í námi með vinnu í Háskólanum á Hólum og hélt því áfram er núverandi misseri hófs. Vegna reglna um atvinnuleysisbætur má hann ekki vera í nema 10 eininganámi, en er í 30 eininga. Nám hans það sem af er miss- eri ónýtist því fái hann atvinnuleysisbætur frá 1. mars. „Ég ætla mér ekki að stunda nám á atvinnuleysisbótum, en mér þætti eðlilegt að ef aðstæður eru þannig að maður missir vinnuna á miðju misseri að hægt sé að ljúka náminu á bótum,“ segir Geir og bætir við að sjálfsagt væri að setja kröfu um það að fólk í þessari stöðu sýndi fram á að þeir væru í virkri atvinnuleit. Spurður um hvað hann ætli að gera er mánaðamótin renna upp segist Geir reikna með því að hann haldi náminu áfram og verði því tekjulaus út apríl. „Ég tími ekki að gefa önnina upp á bátinn en það þýðir auðvitað að yfirdrátturinn safnast upp.“ - sbt Vandamál að missa vinnu á miðju misseri ef fólk er í námi líka: Þarf að velja á milli náms eða tekna TYRKLAND, AP Recep Tayyip Erdog- an, forsætisráðherra Tyrklands, hafnaði kröfum stjórnarandstöð- unnar um að efna til kosninga hið fyrsta. Hann átti í gær fund með Ilker Basbug herforingja, yfirmanni tyrkneska hersins. Abdullah Gül forseti sat einnig fundinn. Veruleg spenna hefur verið í vikunni milli tveggja helstu valda- afla landsins, hersins og stjórnar- innar, eftir að fimmtíu fyrrverandi og núverandi yfirmenn í hernum voru handteknir og yfirheyrðir vegna gruns um að hafa ætlað að steypa stjórninni af stóli. Tuttugu þeirra hafa verið ákærðir. Erdogan sagði fundinn, sem stóð í þrjár klukkustundir, hafa verið ánægjulegan. Engu síður mátti sjá á myndum að Basbug herforingja var órótt. Herinn hefur lagt áherslu á að halda í veraldlega skipan landsins, en stjórnin hefur opinskátt fylgt þeirri stefnu að vilja gera íslam hátt undir höfði. „Almenningur þarf að vera full- viss um að farið verði með þessi mál að lögum og allir þurfa að sýna ábyrgð til þess að valda ekki stofnunum samfélagsins skaða,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna þriggja. - gb Þriggja klukkustunda fundur stjórnar og hers á Tyrklandi: Erdogan hafnar kosningum FUNDUR TYRKNESKRA LEIÐTOGA Erdogan forsætisráðherra, Gül forseti og Basbug herforingi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SENDI RÁÐHERRUM BRÉF Geir sendi bæði félagsmálaráðherra og menntamálaráðherra bréf á dögunum og benti á vandann og mögulegar lausnir. Hann leggur til dæmis til að fólki í hans stöðu verði gert kleift að ljúka náminu á atvinnu- leysisbótum, eða taka að minnsta kosti 12 til 18 einingar. Önnur lausn væri að fólk í þess- ari stöðu gæti tekið námslán en reglur um tekjuhámark útiloka það nánast núna. Ekki er brugðist við tillögunum í svari sem hann hefur fengið frá menntamálaráðherra. GEIR GÍGJA ÖRYGGISMÁL „Ég veit ekki hvað ég hef fengið mörg vink og marga fingurkossa frá kvenfólkinu sem keyrir bílana eftir að ég setti ljós- in á göngugrindina,“ segir Helgi Pálmarsson, 76 ára göngugarpur í Reykjavík. Helgi segist hafa viljað auka öryggi sitt þegar hann fari út að ganga. Hann hafi keypt sér ljósa- búnað í Markinu og starfsmenn verslunarinnar fest búnaðinn á fyrir hann. Eitt ljós vísi aftur og annað fram. Ljósin gangi fyrir raf- hlöðum og eigi að endast í allt að eitt þúsund klukkustundir. „Ég læt ljósið alltaf vera hægra megin við mig og geng beint á móti umferðinni. Þetta sést langan veg,“ útskýrir Helgi sem kveður ljósin þegar hafa sannað notagildi sitt. „Þau eru búin að bjarga mér sex sinnum frá því að lenda fyrir bílum sem annaðhvort hafa sveigt framhjá mér eða stoppað þegar ég hef verið að ganga yfir götu.“ Margir hafa að sögn Helga veitt öryggisbúnaðinum eftir- tekt. „Það stoppaði strætisvagn hjá mér í morgun og bílstjórinn spurði hvort það væri eitthvað að hjá mér. Ég sagði honum þá að ég væri með þetta til að bílstjór- ar sæju að þarna væri maður með göngugrind. Hann var svo hrifinn að hann kom út úr vagninum og þakkaði mér fyrir að setja ljósin á göngugrindina af því að þau sjást langan veg,“ segir Helgi. Lögreglan hefur líka haft afskipti af Helga. „Það stoppaði mig lögregluþjónn á Kringlumýr- arbrautinni. Hann sagðist endilega þurfa að fá upplýsingar hjá mér og ég útskýrði ljósin. Hann var mjög ánægður, sagði að þetta þyrfti að koma á allar göngugrindur,“ segir hugvitsmaðurinn. Jafnframt kveðst Helgi hafa fengið hrós frá fjórum leigubíl- stjórum sem hafi komið út úr bílum sínum til að skoða göngu- grindina. „Þeir tóku í höndina á mér og þökkuðu mér fyrir því þarna væri komið eitt almesta við- vörunarkerfi í umferðinni,“ segir Helgi og undirstrikar að kerfið geti líka virkað á göngustöfum. „Það væri mikill plús fyrir þá sem sjá illa, til dæmis gamalt fólk, að sjást langt að og vara þannig aðra í umferðinni við.“ Reyndar er þetta ekki í fyrsta sinn sem sagt er frá Helga í fjöl- miðlum í sambandi við umferðar- öryggi. Fyrir nokkru fékk hann aðsvif undir stýri á bíl sínum og skilaði þá sjálfviljugur inn öku- skírteini sínu. „Ég sá að ég gæti kannski keyrt á unglinga sem væru að leika sér á götunni og þeir jafnvel lent örkumla ævilangt í hjólastól. Ég gæti ekki lifað við það.“ gar@frettabladid.is Fær fingurkossa fyrir ljós á göngugrindinni Helgi Pálmarsson slær alls staðar í gegn með ljósabúnaði á göngugrind sinni. Lögregluþjónar, strætisvagnabílstjórar og leigubílstjórar telja ljósin þarfaþing. Ekki er verra að konur virðast sogast eins og flugur að blikkljósinu hans Helga. HELGI PÁLMARSSON Sést um langan veg í umferðinni og er miklu öruggari eftir að hann lét festa rautt öryggisljós sem blikkar á göngugrindinni hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þau eru búin að bjarga mér sex sinnum frá því að lenda fyrir bílum sem annaðhvort hafa sveigt framhjá mér eða stoppað HELGI PÁLMARSSON GÖNGUGARPUR INDLAND, AP Utanríkisráðherrar Indlands og Pakistans voru sam- mála um að halda áfram að tala saman. Þetta var helsta niðurstaðan af fundi þeirra Nirupama Rao, utan- ríkisráðherra Indlands, og Salm- an Bashir, utanríkisráðherra Pakistans, sem hittust í Nýju-Delí á Indlandi í gær. Fundurinn sjálfur þykir þó mikilvægur liður í því að draga úr áratuga langri spennu og fjandskap milli ríkjanna. Utan- ríkisráðherrar ríkjanna hittust síðast fyrir fimmtán mánuðum. - gb Ráðherrafundur í Nýju-Delí: Reynt að draga úr spennunni TÓKUST Í HENDUR Nirupama Rao og Salman Bashir í Nýju-Delí. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KAUPMANNAHÖFN Lögreglan í Kaupmannahöfn og dönsk skatta- yfirvöld létu til skarar skríða í gærkvöld gegn glæpagengjum, sem barist hafa reglulega síðustu misseri á götum borgarinnar. Meðal annars var ráðist til atlögu gegn ólöglegum spilavít- um og knæpum á Norðurbrú og í norðvesturhluta borgarinnar. Danskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu á Netinu í gær, en óvíst var um útkomuna. Aðgerðirnar bein- ast gegn fjármálamisferli gengj- anna í þeirri von að þannig megi koma höggi á þau. - gb Gengjastríð í Kaupmannahöfn: Lögregla lætur til skarar skríða LEIKHÚS Níu þúsund miðar seld- ust á Gauragang, leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, á fyrsta degi forsölu í Borgarleikhús- inu í gær. Þetta er nálægt því að vera met, en salan er á svipuðu róli og þegar miðar á Söngvaseið seldust hraðar strax á fyrsta degi en áður hafði þekkst í íslensku leikhúsi. „Gauragangur vekur greini- lega áhuga fólks, og við erum þakklát fyrir það,“ segir Magnús Geir Þórðarson leikhús- stjóri þegar hann er spurður um ástæðu þessarar velgengni. Gauragangur verður frum- sýndur 19. mars. - gb Gauragangur fer vel af stað: Níu þúsund miðar seldust MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON SPURNING DAGSINS Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Hrefna, situr þú í súpunni? „Nei, enginn sem mætir á súpu- keppnina þarf að súpa seyðið af því.“ Hrefna Rósa Sætran landsliðskokkur hefur tekið að sér dómgæslu í fiskisúpu- keppni á Grundarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.