Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 4
4 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Íslenska fjármálakerf- ið hrundi vegna þess að hér var að verki hug- myndakerfi sem leysti úr læðingi athafnir og öfl sem voru ofvax- in íslensku sam- félagi og koll- keyrðu það á endanum. Þetta segir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, fyrrverandi for- maður Samfylkingarinnar, í grein í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Segir hún meðal annars að framámenn í Sjálfstæðisflokknum hafi trúað í einlægni að þeir hefðu skapað efnahagslegt undraverk sem stæði styrkum fótum eftir sautján ára valdatíð þeirra. „Og við hin höfðum ekki sjálfstraust til að draga það í efa,“ segir hún. - bþs Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Trú á efnahags- legt undraverk INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR EFNAHAGSMÁL „Fyrir heimilin þýðir þetta því miður meira atvinnuleysi en ella og meiri samdrátt í kaup- mætti sem auðvitað þýðir versn- andi lífskjör,“ sagði Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur hjá ASÍ, þegar hann kynnti í gær hagspá sambandsins fyrir næstu þrjú ár. Samkvæmt nýju hagspánni stefn- ir allt á verri veg en ASÍ reiknaði með þegar síðast var gefin út slík spá í október í fyrra. Ólafur sagði ástæðu þessarar neikvæðu þróunar vera seingang í frágangi Icesave- deilunnar og tafir í uppbyggingu atvinnulífsins og endurreisn efna- hagslífsins. Miðstjórn ASÍ undir- strikar það sama í harðorðri álykt- un þar sem lýst er áhyggjum af óvissu um framvindu mála. Drátt- ur á lausn Icesave-málsins hafi sett efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lán frá vinaþjóðum í uppnám. Ólafur sagði afleiðingarnar meðal annars þær að nú sé gert ráð fyrir að fjárfestingar dragist saman um 17 prósent á þessu ári í stað þess að aukast um 4 prósent eins og áætlað hafi verið í fyrra- haust. Atvinnuleysi nái hámarki í byrjun næsta árs og mælast nálægt 11 prósentum en síga niður í 8,5 prósent fyrir árslok 2011. Krónan verði veikari en áætlað var vegna mikillar óvissu í efnahagslífinu. Engu síður muni verða 2 prósenta hagvöxtur á næsta ári og 5,6 pró- senta á árinu 2012 eftir 5 prósenta samdrátt á þessu ári og 7 prósenta samdrátt í fyrra. Miðstjórn ASÍ segir afleiðingarn- ar af seinagangi stjórnvalda vera þær að erfitt ef ekki ómögulegt sé að fjármagna stórframkvæmd- ir sem áttu að hefjast á þessu ári. „Miðstjórn ASÍ átelur einnig stjórn- völd fyrir að leggja stein í götu ein- stakra verkefna,“ segir í ályktun- inni. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði þarna meðal annars vísað til nýlegrar ákvörðunar varð- andi svokallaða suðvesturlínu og virkjanamál í Þjórsá. Landsvirkj- un sem ríkisfyrirtæki hafi óskað eftir því við sveitarfélögin að fá að skoða tiltekna virkjanakosti. „Síðan úrskurðar einn ráð- herrann [Svandís Svavarsdótt- ir umhverfisráðherra] um það að sveitarfélögin megi ekki fá fram- lög frá þeim sem biður um verk- efnið til að kosta deiliskipulag. Manni finnst þetta svo galin nið- urstaða. Þetta heitir bara að leggja stein í götu eftir þráfaldlegar yfir- lýsingar um að ríkisvaldið ætli að styðja við og hjálpa. Þetta er seina- gangur og úrræðaleysi og það veld- ur því að það eru að hrannast upp óveðursský,“ segir forseti ASÍ. gar@frettabladid.is Óveðursský hrannast upp segir forseti ASÍ Miðstjórn ASÍ átelur stjórnvöld fyrir seinagang í endurreisnarstarfinu og fyrir tafir á lausn Icesave-deilunnar. Búast megi við samdrætti í fjárfestingum og auknu atvinnuleysi. Umhverfisráðherra sagður hafa tekið „galna ákvörðun“. ÓLAFUR DARRI ANDRASON Hagfræðingur ASÍ lýsti því í gær hvernig seinagangur og ákvarðanafælni stjórnvalda væru að mati sambandsins að lengja kreppuna á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 12° 8° 2° 9° 8° 6° 2° 2° 23° 10° 17° 3° 17° -2° 8° 15° 1° Á MORGUN Strekkingur NV- og SA-til, annars hægari. SUNNUDAGUR Sums staðar strekkingur. 2 -1 2 0 0-2 -1-2 -3 -3 -3 -1 -3 -7 -6 -7 -6 -5 -4 -12 -3 9 13 15 9 5 4 9 9 6 4 9 20 HÆGT HLÝNANDI Veður fer hægt hlýnandi á landinu næstu daga og má búast við slyddu og jafnvel rigningu sunnanlands eftir helgina. Um helg- ina verður víða snjókoma eða él fram til sunnudags en þá má gera ráð fyrir slyddu sunnan til en úrkomulitlu veðri á Norðaust- urlandi. Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu rannsakar nú mál fimmtu stúlkunnar sem karlmaður er grunaður um að hafa tælt í gegn- um Facebook. Hún var þrettán ára þegar meint kynferðisbrot manns- ins gegn henni átti sér stað. Mál þriggja stúlkna, sem maður- inn er grunaður um að hafa nauðgað eftir að hafa komist í kynni við þær á Facebook, eru komin til ákæru- valdsins. Mikið magn af barnaklámi hefur fundist í tölvubúnaði sem lög- regla tók hjá manninum á sínum tíma, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Barnaklámsmálið hefur einnig verið sent til ákæru- valdsins. Maðurinn, sem situr í gæsluvarð- haldi til 3. mars, var í fyrstu talinn hafa tælt þrjár stúlkur á aldrinum þrettán til fjórtán ára til að hitta sig eftir að hafa komist í kynni við þær á Facebook, með ofangreindum afleiðingum. Kæra vegna fjórðu stúlkunnar sem maðurinn er grunaður um að hafa tælt barst nokkru seinna og nú hefur fimmta kæran borist eins og áður sagði. Lögregla rannsakar meðal annars hvort maðurinn hafi beitt tvær síðastnefndu stúlkurnar kynferðislegu ofbeldi, en vitað er að hann náði að hitta þær báðar. - jss FACEBOOK-MAÐURINN Situr í gæslu- varðhald til 3. mars. Mikið magn af barnaklámi í tölvu Facebook-mannsins: Fimm stúlkur tældar á Netinu AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 25.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,4607 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,80 129,42 197,04 198,00 173,80 174,78 23,349 23,485 21,621 21,749 17,839 17,943 1,4414 1,4498 196,90 198,08 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VM krefst ... Nánari upplýsingar á www.asi.is E N N E M M / SÍ A / N M 40 92 4 ... þess að rekstur fyrirtækja sé reistur á ábyrgð og siðferði. KÖNNUN Töluverð andstaða er við það að rekstur spilavíta verði leyfður á Íslandi, ef marka má nýja könnun Markaðs- og miðla- rannsókna. Tæplega 64 prósent þátttakenda í könnuninni sögðust því andvíg, þar af tæp 40 prósent mjög andvíg. Athygli vekur að 71 prósent karla undir þrítugu er frekar eða mjög hlynnt lögleiðingu spilavít- is. Það er eini hópurinn þar sem meirihluti er fyrir hugmyndinni. Mest mælist andstaðan hjá eldri konum, eða 83 prósent. Könnunin var gerð 12. til 17. febrúar og þátttakendur voru 902. - sh Andstaða við spilavíti: Bara ungir karl- ar vilja spilavíti ÚKRAÍNA, AP Viktor Janúkovitsj sór embættiseið sinn í gær sem forseti Úkraínu, þrátt fyrir að mótframbjóðandi hans, Júlía Tímosjenko forsætisráðherra, hafi ekki enn viðurkennt úrslit forsetakosninganna. Þingsalurinn var hálftómur þar sem flokksfélagar forsætis- ráðherrans létu ekki sjá sig. Fátt bendir því til þess að lát verði á hinum þrálátu deilum sem lamað hafa stjórnmál landsins árum saman. Janúkovitsj hét því að gera Úkraínu að Evrópuríki utan allra ríkjabandalaga. - gb Janúkovitsj tekinn við: Lofar að standa utan bandalaga ALÞINGI Álfheiður Ingadóttir heil- brigðisráðherra efast um ágæti hugmynda um uppbyggingu einkarekins sjúkrahúss á flugvallarsvæð- inu í Keflavík. Þetta kom fram í máli ráðherr- ans á þingi í gær. „Ég tel að þessi viðskipta- hugmynd sé engu betri nú heldur en hún var árið 2007 þegar hún gekk ekki upp,“ sagði Álfheiður á þingi í gær. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurn til ráð- herra um málið og vildi fá skýr svör um afstöðu Álfheiðar. „Ef þetta er svona hagkvæmt, af hverju gerir einkaframtakið þetta ekki bara sjálft?“ spurði Álfheiður. - gb Einkasjúkrahús á vallarsvæði: Ráðherra efast um hagkvæmni DÓMSTÓLAR Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið óboð- inn inn í svefnherbergi konu, þar sem hún lá sofandi, afklætt sig úr öllu nema nærbuxum, lagst upp í rúm hjá henni, kysst hana á háls- inn og káfað á henni utanklæða. Hann var dæmdur til að greiða henni 250 þúsund krónur í bætur. Héraðsdómur hafði dæmt mann- inn í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá á skilorði, og til að greiða kon- unni 500 þúsund í skaðabætur. - jss Hæstiréttur mildar refsingu: Þrír mánuðir og skaðabætur ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.