Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 26.02.2010, Qupperneq 6
6 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 3 dagar eftir af Potta og pönnudögum 20-50% afsláttur af öllum pottum og pönnum, yfi r 100 tegundir. Mjög auðveld kaup fyrir traustann aðila með reynslu af veitingarekstri. Um er að ræða veitingastað með góða veltu og mikla mögu- leika. Staðurinn er vel tækjum búinn, í góðu húsnæði og vel markaðssettur. Útborgun ekki nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar í síma 841-8208 STJÓRNSÝSLA „Með því að brjóta lög um opinber innkaup kunna stofnanir ríkisins að skapa rík- inu skaðabótaskyldu,“ segir Lárus Ögmundsson, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð- unar er sagður misbrestur á því að ríkisstofnanir fylgi ákvæð- um laga um útboðsskyldu, verð- samanburð, gagnsæi og jafnræði í opinberum innkaupum. Lárus segir að virði stofnanir ekki, þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli, ákvæði laga um innkaup þá hljóti að vakna spurningin um hvort ekki verði að beita úrræðum starfs- mannalaga á þá sem ekki sinni störfum sínum, lögum og reglum eða fyrirmælum. Allmörg dæmi eru sögð um að stofnanir fylgi ekki ákvæðum laga um að bjóða út innkaup þegar fjárhæðir fara yfir tiltekin mörk og um að bera saman verð þegar fjárhæðir eru undir þeim. „Að þessu leyti hafa stofnanir ekki gætt þess að leyfa öllum sem hafa til þess hæfni og getu að keppa um viðskiptin, líkt og lög kveða á um,“ segir í kynningu Ríkis- endurskoðunar á niðurstöðum skýrslunnar. Könnuð voru viðskipti yfir hálfri milljón króna að verðmæti á tímabilinu janúar til október 2009. Gerðar voru athugasemdir við viðskipti 45 stofnana og fjár- lagaliða við 104 birgja, eða 13 prósenta úrtaksins. Einungis voru undir stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins og náði könnunin því ekki til stofn- ana á borð við Skógrækt ríkisins, Vegagerðarinnar, Þjóðkirkjunn- ar, eða Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. „En það er alls ekki ólíklegt að við gerum sambæri- lega könnun í öðrum kerfum, það kæmi vel til greina,“ segir Lárus og kveður niðurstöðurnar nú sýna að bæta megi vinnulag hjá opin- berum stofnunum. „Þetta ber vott um dálítið agaleysi. Fram hjá því verður ekki horft.“ Meðal ráðlegginga Ríkisend- urskoðunar til úrbóta er að fjár- málaráðuneytið komi á fót mið- lægum auglýsingavef „til að auka jafnræði og gagnsæi“. Þá mælist stofnunin til þess að mótaður verði gátlisti um verðkannan- ir innkaupa þegar þau eru undir viðmiðunarfjárhæðum. „Ef menn eru með gátlista þá er auðveldara að halda utan um hlutina,“ segir Lárus. olikr@frettabladid.is SVÍNAHRAUN Vegagerðin, Skógrækt ríkisins, Landspítalinn og Þjóðkirkjan eru meðal stofnana sem ný könnun Ríkisendurskoðunar um vinnulag við opinber innkaup náði ekki til þar sem þær nota önnur bókhaldskerfi en Orra, kerfi ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stofnanir brjóta lög um opinber innkaup Ekki er að finna agaviðurlög í lögum um opinber innkaup. Ríkisendurskoðun leggur til leiðir til úrbóta eftir könnun sem leitt hefur í ljós misbrest í vinnulagi. Könnunin nær til hluta stofnana ríkisins. Til greina kemur að kanna hinar síðar. STJÓRNSÝSLA Brugghúsið Ölvisholt lagði á mánudaginn fram stjórn- sýslukæru til fjármálaráðherra vegna þeirrar ákvörðunar Áfengis- og tóbaksverslunar rík- isins að hafna því að taka bjórinn Heilagan papa í sölu. Synjun ÁTVR byggðist á því að nafn og flöskumiði bjórsins, sem sýnir papa halda á krossi í greipum sér, væru til þess fallin að brjóta í bága við almennt velsæmi með skírskotun til trúarbragða. Í kærunni eru færð rök fyrir því að enginn lagagrundvöllur sé fyrir ákvörðuninni, hún fari gegn jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar og brjóti gegn ákvæðum EES- samningsins, auk þess sem það sé ekki hlutverk ÁTVR að leggja mat á hvað telst ósæmileg skír- skotun til trúarbragða og því sé farið gegn aðgreiningarreglu stjórnsýsluréttarins. - sh Ósáttir vegna Heilags papa: Ölvisholt kærir synjun ÁTVR Háskóli Íslands gaf Ríkisendurskoðun engar skýr- ingar á því hvað réði því að keyptur var fiskur til rannsókna fyrir 14,3 milljónir króna af útgerðar- félaginu Glófaxa frá því í nóvember í fyrra til janúar á þessu ári. Ríkisendurskoðun segir alveg ljóst að í þessu tilviki hafi skólanum borið að bjóða viðskiptin út. Ríkisendurskoðun taldi vegna könnunar á vinnu- lagi ríkisstofnana við innkaup tilefni til að kanna sérstaklega viðskipti við 21 af þeim 83 birgjum sem skólinn keypti af vörur eða þjónustu á tíma- bilinu. Í fimm tilvikum af þeim sem skoðuð voru sérstaklega gaf skólinn engar skýringar á vali birgis. Af þeim opinberu stofnunum sem könnun Ríkis- endurskoðunar náði til var Háskólinn með flest til- vik sem ástæða þótti til að kanna nánar. Þá gerði Ríkisendurskoðun athugasemd við að enginn formlegur verðsamanburður hafi verið gerður við þau kaup skólans sem skoðuð voru sér- staklega utan ein, en í þeim segir stofnunin að útboðsskylda hafi klárlega verið brotin. Háskólinn óskaði tilboða vegna hreingerningar- þjónustu. Í kjölfarið var samið við Hreingerninga- þjónustu Axels sem fékk greiddar 54,4 milljónir króna fyrir þjónustuna á tímabilinu. Fram kemur að skólinn hafi ákveðið að bjóða þjónustuna út í samstarfi við Ríkiskaup þegar gildandi samningar renna út. - óká HÁSKÓLINN Af 45 opinberum stofnunum sem nefndar eru í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar eru flestar athugasemdir gerðar við viðskipti Háskólans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ríkisendurskoðun þótti ástæða til að kanna fjórðung viðskipta Háskólans nánar: Skýra ekki 14,3 milljóna viðskipti Fé veitt til dagskrárgerðar Eftirstöðvum Menningarsjóðs útvarps- stöðva, alls 88,5 milljónum króna, verður úthlutað til dagskrárgerðar fyrir hljóðvarp og sjónvarp á þessu ári og því næsta. Hefðbundinni starfsemi sjóðsins lauk um aldamótin. MENNING ORKUMÁL Orkugeirinn er mikilvæg- ari en svo að hann megi vera átaka- vettvangur áfram næstu árin, nóg er samt komið, sagði Katrín Júlí- usdóttir iðnaðarráðherra á opnum fundi um orkustefnu fyrir Ísland sem haldinn var í náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands í gær. Tilgangur fundarins var að gefa áhugasömum kost á að fylgjast með framgangi starfs stýrihóps sem á að móta heildstæða orkustefnu fyrir Ísland. Spyrja verður hvort jarðvarma- virkjanir henti til að knýja stór verkefni eins og álver, enda það alls ekki augljóst í ljósi óvissu um endingartíma jarðhitasvæða, sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra, sem talaði fyrir hönd Vinstri grænna á fundinum. Hún sagði margfalt hagkvæmara að nýta háhitasvæði, ekki bara til að framleiða raforku heldur einnig til dæmis til húshitunar. Undir það tók Þór Saari, þing- maður Hreyfingarinnar. Hann benti á að aðeins fjórtán prósent þeirrar orku sem komi úr iðrum jarðar séu nýtt í þeim virkjunum sem eingöngu framleiði raforku. Engin þjóð hefur efni á því að nýta ekki auðlindir sínar, sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. - bj Orkugeirinn má ekki vera átakavettvangur næstu árin segir iðnaðarráðherra: Vill frið um orkugeirann ORKUFUNDUR Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi ræddu áherslur í orkumálum á fundi í Háskóla Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Með því að brjóta lög um opinber innkaup kunna stofnanir ríkisins að skapa ríkinu skaðabótaskyldu.“ LÁRUS ÖGMUNDSSON SVIÐSSTJÓRI HJÁ RÍKISENDURSKOÐUN Mikið um dekkjaþjófnað Dekkjaþjófar hafa látið greipar sópa í höfuðborginni að undanförnu. Að sögn lögreglu eru þjófnaðir algengir í hverfum þar sem umferð er lítil að kvöldlagi. LÖGREGLUFRÉTTIR Hætta framleiðslu Hummer Fátt þykir geta komið í veg fyrir að framleiðslu Hummer-jeppa verði hætt. Salan hefur farið dvínandi og hafa General Motors reynt að selja merkið til annars framleiðanda við engar undirtektir enn sem komið er. BANDARÍKIN DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt Áburðarverksmiðjuna til þess að greiða konu rúmlega fjórar millj- ónir í skaðabætur vegna loftmeng- unar sem hún varð fyrir 30. sept- ember 1998. Sýruverksmiðja Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi var ræst nálægt heimili konunnar. Við ræs- inguna var hleypt út um 510 kíló- um af ammoníaki í formi heitrar gufu. Konan var ekki vöruð við. Loftmengunin olli konunni lík- amstjóni og var varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. - jss Dómur Hæstaréttar: Skaðabætur eftir mengun Ætti að styrkja sjálfstæði íslenskra dómstóla? Já 89,6% Nei 10,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefði íslenska samninga- nefndin átt að fallast á síðustu skilyrði Breta og Hollendinga í Icesave-málinu? Segðu þína skoðun á Vísi.is aðila KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.