Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2010, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 26.02.2010, Qupperneq 8
8 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR Í Ellingsen er mikið úrval eftirárs vélsleða frá Lynx, árgerðir 2007 og 2008 á frábæru verði. Komdu og skoðaðu leiktækin í verslun okkar að Fiskislóð 1 í Reykjavík eða hjá K2M, Gleráreyrum á Akureyri. Tækniupplýsingar um sleðana eru á www.ellingsen.is. www.ellingsen.is Lynx RE 600 HO 1.600.000 kr. Tilboð: 1.290.000 árgerð 2007 Lynx Rave RC 800 PT 1.700.000 kr. Tilboð: 1.390.000 árgerð 2007 Lynx Xtrim 550 1.440.000 kr. Tilboð: 995.000 árgerð 2008 Lynx RC 800 PT 1.930.000 kr. Tilboð: 1.590.000 árgerð 2008 Lynx SM Rave 550 1.340.000 kr. Tilboð: 915.000 árgerð 2008 Lynx Ra Xtrim 600 Sdi 1.740.000 kr. Tilboð: 1.490.000 árgerð 2008 REYKJAVÍK Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 AKUREYRI K2M, Gleráreyrum • Sími 464 7960 1. Hvaða leikkonur standa að baki Skoppu og Skrítlu? 2. Hvað leika margir Íslending- ar með enska 1. deildarliðinu Reading? 3. Hvað heitir nýr stækkunar- stjóri Evrópusambandsins? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 DÓMSMÁL Skiptastjóri þrotabús Fons ehf. krefur Jón Ásgeir Jóhann- esson um endurgreiðslu á einum milljarði króna sem færður var úr sjóðum Fons á bankareikning Jóns í júlí 2008. Í stefnu skiptastjórans segir að milljarðurinn sem Jón fékk hafi í raun verið hluti af 2,5 milljarða króna láni til Fons vegna félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Fons. Engin gögn finnist í bókum Fons um umrædda greiðslu til Jóns. Pálmi Haraldsson, framkvæmda- stjóri Fons, hafi sagt að fjárhæðin hafi í raun verið lánuð til félagsins Þú Blásól ehf. sem ætlað hafi að kaupa lið Willi- ams í Formúlu 1-kappakstrin- um. Skiptastjóri Fons segir að þótt samkomu- lag um þessa lánveitingu til Þú Blásólar sé að finna í bókum Fons hafi það félag aldrei fengið umrædda upp- hæð. Skjölin um samkomulagið hafi verið til málamynda. Stefna skiptastjórans var þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í henni eru taldar upp marg- ar ástæður fyrir því að rifta beri greiðslunni til Jóns. Um sé að ræða gríðarlega fjárhæð sem hafi verið gjöf til Jóns frá félagi sem í raun hafi verið ógjaldfært. Kröfuhöfum Fons sé þannig mismunað. Einn- ig hafi Jón Ásgeir haft hag af ráð- stöfuninni og vitað „allt um þær aðstæður sem gerðu hana svo ótil- hlýðilega sem raun ber vitni“. Sigurður G. Guðjónsson, lög- maður Jóns Ásgeirs, segir hann hafna kröfu skiptastjóra Fons. Þeir hafi nú fjórar vikur til að skila greinargerð til héraðsdóms. - gar Skiptastjóri Fons telur að miklum fjármunum hafi verið komið undan fyrir hrun: Krefur Jón Ásgeir um milljarð JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON VIÐSKIPTI Færeyjabanki hagnaðist um 111 milljónir danskra króna, jafnvirði 2,6 milljarða króna, í fyrra. Þetta er um 23 milljónum betri afkoma en árið á undan. Fjórði ársfjórðungur nýliðins árs kom illa við bankann, en þá tap- aði hann tæpum 7,7 milljónum danskra króna. Þetta var eini mínusinn í bókum Færeyjabanka á árinu. Tekjur námu 455 milljónum danskra króna, sem jafngildir 24 prósenta aukningu á milli ára. Haft er eftir Janusi Pedersen bankastjóra að hin varfærna stefna bankans hafi lagt grunn- inn að vexti og hagnaði hjá bankanum. - jab Gott ár hjá Færeyingunum: Gengu varlega á erfiðu ári JANUS PEDERSEN Bankastjóri Færeyja- banka, hér fremstur á myndinni, segir stjórnendur hafa gengið varfærnislega gegnum síðasta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKIPULAGSMÁL Samningar Flóa- hrepps um að fá vatn frá Árborg eru á lokastigi. Samið hefur verið við Landsvirkjun um að fyrirtæk- ið greiði kostnað við aðveituna, en samkvæmt samningnum fæst ekk- ert greitt fyrr en virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru komnar á staðfest aðalskipulag. Aðalskipulagi hreppsins hafði verið breytt til samræmis við óskir Landsvirkjunar, en umhverfis- ráðherra ákvað að staðfesta ekki breytinguna. Ástæðan var sú að Landsvirkjun greiddi útlagðan kostnað Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps við breytingar á aðalskipulaginu. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, segir mikilvægt fyrir hreppinn að ný vatnsveita komist sem fyrst í notkun. Vatnsskorts hafi gætt undanfarin tvö sumur vegna þurrka. Hann óttast að vegna úrskurðar umhverfisráðherra muni gerð vatnsveitunnar tefjast. Áformað er að hefja framkvæmd- ir, sem áætlað er að taki fimm til sex mánuði, í vor. Aðalsteinn segir allt benda til þess að tafir verði á vinnunni vegna niðurstöðu ráðherra. Viðbúið er að vatnsból hreppsins raskist þegar Landsvirkjun reis- ir Urriðafossvirkjun. Þess vegna ákvað Landsvirkjun að semja um að greiða fyrir kostnað við aðveitu, segir Helgi Bjarnason, verkefnis- stjóri virkjana í neðri hluta Þjórsár hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun áætlar að kostnað- ur við aðveituna verði á bilinu 120 til 140 milljónir króna, fyrir utan virðisaukaskatt, segir Helgi. Samn- ingurinn taki þó ekki gildi fyrr en breytt aðalskipulag, þar sem gert sé ráð fyrir Urriðafossvirkjun, taki gildi. Flóahreppur undirbýr nú gerð nýs aðalskipulags eftir að ráðherra neitaði að staðfesta fyrra skipulag. Til stendur að auglýsa nýtt skipu- lag í næsta mánuði. Aðalsteinn segir að sótt verði um styrk vegna kostnaðar við skipulagið úr skipu- lagssjóði. Koma verði í ljós hversu hár styrkur fáist úr sjóðnum. Í svari Stefáns Thors, skipu- lagsstjóra ríkisins, við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að sveitarfélag geti fengið greiddan allt að helmingi kostnaðar við gerð eða endurskoðun aðalskipulags úr skipulagssjóði. Flóahreppur fékk framlag úr skipulagssjóði vegna vinnu við aðalskipulag, segir í svari Stefáns. Nú þurfi hreppurinn að kosta meiru ti vegna úrskurðar ráðherra. For- dæmi séu fyrir því að veitt séu framlög úr sjóðnum vegna breyttra forsenda. brjann@ Borga ekki vatnsveitu nema fá virkjun á aðalskipulagið Landsvirkjun ætlar ekki að borga kostnað við vatnsveitu Flóahrepps fyrr en virkjun í Þjórsá er komin á aðal- skipulag. Sveitarfélagið vill hefja framkvæmdir í vor. Áætlaður kostnaður er á bilinu 120 til 140 milljónir. URRIÐAFOSS Hætta er á að vatnsból Flóahrepps raskist þegar Urriðafossvirkjun verður reist. Vatnsskorts hefur gætt í hreppnum síðustu tvö sumur vegna þurrka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UTANRÍKISMÁL Andorra hefur skrifað undir samninga um skipti á skattaupplýsingum við Norður- löndin, Danmörku, Færeyjar, Finnland, Grænland, Ísland, Noreg og Svíþjóð. Í tilkynningu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar, OECD, kemur fram að fyrir hafi Andorra skrifað undir tíu sambærilega samninga. „Síðustu undirskrift- ir gera alls sautján samninga og uppfyllir landið þar með alþjóð- lega staðla í skattamálum,“ segir í tilkynningu OECD. - óká Andorra semur við Ísland: Skiptast á upplýsingum VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.