Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 14
14 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ótti Höskuldar Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, var augljóslega mikið niðri fyrir í umræðum um svæð- isbundnar útvarpssendingar á Alþingi í gær. Jafnvel of mikið. „Ég óttast mjög þau áform,“ sagði Höskuldur, „að í stað svæðisbundinna sendinga í útvarpi verði sendur út landsbyggð- arfréttatími virka daga í landsútvarpi og svo með haustinu verði sendur út vikulegur sjónvarpsþáttur með dægur- efni af landsbyggðinni.“ Kynþáttahyggja Höskuldur skýrði þennan ótta sinn betur: „Ég get ekki betur séð en að þarna eigi að búa til vett- vang til að fjalla sérstaklega um fólkið sem býr ekki í Reykjavík, en það fólk á ekkert annað sameiginlegt en að búa ekki á því svæði og mínum huga er fráleitt að búa til þennan þjóðfé- lagshóp og gera hann að útvarps- og sjónvarpsefni. Ég leyfi mér að kalla þetta kynþáttahyggju eða einhvers konar aðskilnaðarstefnu. Við erum öll Íslendingar og í landsútvarpi á efni af öllu landinu að eiga jafnan aðgang og keppa um útsendingar- tíma jafnt.“ Apartheid Ómars og Gísla? Nú gengur Höskuldi eflaust gott eitt til með því að benda á að niðurfelling svæðisstöðva er skerðing á þjónustu við þá sem hennar nutu. En þetta var klámhögg. Viðleitni til koma til móts við landsbyggðina með aukafrétta- tímum og dægurþáttum er hvorki kyn- þáttahyggja né aðskilnaðarstefna. Ef svo væri, væru þættir á borð við Stiklur og Út og suður gróft mannréttindabrot. Þingmenn verða að gæta sín þegar þeir sökkva tönnunum í dýr orð, að sjúga ekki úr þeim alla merkingu. bergsteinn@frettabladid.is Í vikunni mátti lesa fréttir þess efnis að hverfisskólarnir væru að koma aftur samkvæmt nýjum innritunarreglum fyrir fram- haldsskólana, en samkvæmt þeim þurfa skólarnir að taka in 45% af nemendum úr skólum sem liggja í grenndinni. Hér er um að ræða óþarfa skerðingu á valfrelsi nemenda auk þess sem verið er að skekkja samkeppni bæði á milli nemendanna og framhaldsskólanna sjálfra. Það má síðan spyrja sig hvort verið sé að gera nokkrum greiða með því að taka hann inn í skóla sem hann kæmist ekki inn ella. Undirritaður upplifði það sjálfur að fara á sínum tíma í mennta- skóla þar sem hluti nemenda kom inn á hverfisskólakvótanum. Margir þeirra stoppuðu stutt. Endurkoma hverfisskólafyrir- komulagsins er því miður annað skref á jafnmörgum árum í átt til ósanngjarnara inntökukerfis inn í framhaldsskóla, allt gert, að maður gæti ímyndað sér, til þess að hindra heilbrigða sam- keppni milli grunnskólanna og forða því að þeir þurfi að horfast í augu við gæði eigin menntun- ar. Fyrsta skrefið var aflagning samræmdra prófa. Tvenn rök voru helst notuð gegn samræmdu prófunum. Í fyrsta lagi áttu þau að stýra kennslunni um of og í öðru lagi að valda nemendum streitu. Um námsefni í grunnskóla gilda ákveðin viðmið sem koma fram í aðalnámskrá. Þetta bindur nú þegar hendur kennara varð- andi það hvað þeir eigi að kenna. Fyrst að viðmiðin eru samræmd þá má alveg eins hafa samræmd próf úr þeim viðmiðum. Sam- ræmingin hefur þegar átt sér stað. Það var síðan ekki endilega upplifun mín sem nemanda í grunnskóla, þó ég geti ekki talað fyrir aðra, að grunnskólarnir væru fullir af kennurum sem vildu fara ótroðnar slóðir í kennslu, en þurftu að halda að sér höndum vegna hinna stalin- ísku samræmdu prófa. Enda var kennslan í 10. bekk afar svipuð og í 9. bekk, bara markvissari. Samræmdu prófin höfðu ákveðinn óumflýjanleikabrag yfir sér, sem var að mörgu leyti gott. Menn vissu að þau kæmu alltaf að lokum, hvort sem mönn- um líkaði betur eða verr, og það sem í þeim stæði væri í höndum annarra en þeirra eigin kennara. Samræmda prófinu var alveg sama þó svo að kennarinn hafi verið lasinn í tvær vikur eða að auðvelt hafi verið að fá hann til að tala um kvikmyndir eða tísku þegar hann átti að vera að kenna. Samræmda prófið spilaði eftir sínum eigin reglum. Hvað varðar það mikla álag sem lagt var á unga fólkið og streitunni sem því fylgdi þá er torséð að það hverfi nú. Í stað samræmdra prófa sem öllu máli skiptu, koma nú ósamræmd loka- próf sem öllu máli skipta líka. Það er nefnilega svo að mikil- vægir áfangar á lífsleiðinni valda flestum okkar einhvers konar streitu. Það er spurning hvort það sé rétta viðhorfið að vilja útrýma þessum mikilvægu áföngum með öllu, eða fresta þeim í lengstu lög. Það dregur ekki úr streitu til lengdar að þurfa aldrei að takast á við neitt sem stressar. Það gerir hlutina bara verri. Undirritaður er raunar enginn sérstakur aðdáandi þess að vinna heils vetrar sé metin í þriggja tíma skriflegu prófi. Það má líka vel taka undir að það vægi sem samræmdu prófin fengu við innritun í framhaldsskóla hafi ef til vill verið fullmikið. En brotthvarf þessarar mælistiku hefur ekki orðið nemendum og framhaldsskólum til góða. Það er til dæmis mjög erfitt að ætlast til þess af kennurum að þeir gæti hófs í einkunnagjöf þegar þeir hafa enga tryggingu fyrir því að aðrir kennarar í öðrum skólum freistist ekki til að blása hressi- lega í einkunna blöðrurnar. Hver verður niðurstaðan? Einkunna- verðbólga lík þeirri sem sást á seinasta ári. Líklegast væri best að gefa samræmdu könnunarprófunum sem þreytt eru á haustin örlít- ið meira vægi þannig að þau giltu þriðjung eða fjórðung á móti skólaeinkunn. Með því móti myndu skólarnir fá aðgang að einkunnum úr prófunum og gætu reynt að tryggja að ekki hall- aði á umsækjendur úr einstaka skólum. En ef marka má fréttir undanfarinna missera þá skort- ir verulega á að núverandi inn- ritunarkerfi uppfylli væntingar ungs fólks um sanngirni og jafnræði. Ósamræmd próf PAWEL BARTOSZEK Í DAG | Menntamál Öryggi fólks í Reykjavík UMRÆÐAN Einar Skúlason skrifar um borgarmál Á dögunum undirrituðu borgarstjóri og lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu samning til tveggja ára um samstarf lög- reglunnar og Reykjavíkurborgar á sviði öryggis- og forvarnarmála. Markmið eru sett í samstarfssamningnum um að fækka innbrotum, eignaspjöllum og umferðar- slysum í borginni um 5-10% með ýmsum aðgerðum. Það er ánægjulegt að borgaryfirvöld taki afgerandi skref til samstarfs með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að tryggja meiri þjón- ustu í hverfum borgarinnar. Á liðnum árum hefur lögreglan ýmist slegið í eða úr með hverfaþjónustu. Þá er kveðið á um það í samningnum að lögreglan eigi mikið sam- starf með þjónustumiðstöðvum borgarinnar og fái þar aðstöðu . Það er dýrmætt að þessir aðilar deili reynslu sinni og þekkingu á hverfunum með forvarnir í huga. Sérstaklega verður beint sjónum að því að auka umferðaröryggi við skóla borgar- innar og fækka þannig umferðarslysum. Þá er rætt um samstarf í því skyni að setja upp nágrannavörslu íbúa, í skipu- lagningu á forvarnarfundum og á foreldrarölti. Í flestum hverfanna er mikil og góð reynsla af samstarfi þessara aðila, en mikilvægt er að festa samstarfið og verkefnin betur í sessi og horfa til lengri tíma í senn. Fyrir þjónustumiðstöðv- arnar er þetta hvatning um áframhald- andi lykilhlutverk þeirra í hverfum borgarinnar og jákvæð skilaboð til starfseminnar sem hefur verið að þróast á þeirra vegum. Það er mikilvægt að færa daglega þjónustu lög- reglunnar nær íbúum borgarinnar, rétt eins og þjónustumiðstöðvarnar eru að gera og tryggja sýnileika lögreglunnar út í hverfunum. Þannig er verið að bæta þjónustu til íbúa, fækka slysum og afbrotum og stuðla að auknu öryggi íbúa. Meira af slíku! Höfundur er oddviti framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor. EINAR SKÚLASON Undirritaður upplifði það sjálfur að fara á sínum tíma í menntaskóla þar sem hluti nemenda kom inn á hverfis- skólakvótanum. Margir þeirra stoppuðu stutt. V iðbrögð tveggja talsmanna ríkisstjórnarinnar í heil- brigðismálum við áformum um að reka einkasjúkra- hús í gamla herspítalanum á Keflavíkurflugvelli hljóta að vekja spurningar um hvort ríkisstjórninni sé alvara þegar hún segist vilja skapa atvinnu í landinu. Iceland Healthcare, félag undir forystu Róberts Wessman sem fjármagnar verkefnið ásamt erlendum fjárfestum, hyggst reka skurðstofur í gamla herspítalanum og þjónusta erlenda sjúklinga, sem eiga rétt á að leita út fyrir heimalandið eftir liðskipta- og offituaðgerðum ef bið eftir þjónustunni dregst umfram ákveðin mörk. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að verkefnið muni skapa um 300 störf í Reykjanesbæ; við sjálfa heilbrigðisþjónustuna, auk ferðaþjónustu og annarrar þjónustu við sjúklingana og fjölskyldur þeirra. Þá hefur verið áætlað að skatttekjur ríkisins af verkefninu nemi um 300 milljónum króna á ári. Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, hyggst setja 100 milljónir króna í verkefnið. Það er í samræmi við markmið og tilgang félagsins, sem er í eigu ríkisins. Af þessu hefur Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra, miklar áhyggjur. Hann segir peninga skattborgara notaða til að fjármagna einkasjúkrahús og þá vakni sú spurning hvort fólk vilji tvöfalt heilbrigðiskerfi. Þá sé ekki eðlilegt að láta fé skattgreiðenda renna til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og skorið sé niður í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra bætti um betur í umræðum á Alþingi í gær og sagðist vera alveg á móti einkavæð- ingu heilbrigðisþjónustu. Varla væri forsvaranlegt að „setja einn milljarð króna [svo] í að gera upp gamlan herspítala“. Þetta „dekur við einkageirann“ myndi ekki leysa þann vanda, sem steðjaði að íslenzku heilbrigðiskerfi. Ráðherrann og forveri hennar virðast misskilja með öllu hvað er á ferðinni á Miðnesheiði. Þar er ekki verið að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi fyrir Íslendinga, heldur nýta þekkingu og færni íslenzks heilbrigðisstarfsfólks til að búa til góð störf (mörg þeirra kvennastörf) og skapa útflutningstekjur. Framlag Þróunarfélagsins er hagnaður af öðrum þróunarverk- efnum á svæðinu, eins og Kjartan Þór Eiríksson framkvæmda- stjóri benti á í Fréttablaðinu í gær. Ef þessir peningar væru ekki notaðir í þetta atvinnuskapandi verkefni færu þeir í önnur verkefni Þróunarfélagsins, en ekki í heilbrigðiskerfið. Svo virðist sem kreddur Vinstri grænna villi þeim sýn í þessu máli. Hvernig á að vera hægt að trúa flokki, sem hefur aðra eins andúð á einkageiranum, þegar hann segist vilja búa til ný störf fyrir þúsundir atvinnulausra? Kannski hjálpaði það heldur ekki til að um gamlan herspítala er að ræða, miðað við fyrirlitninguna í rödd heilbrigðisráðherrans þegar hún tók sér orðið í munn. Það verða störf í einkageiranum, sem munu koma Íslandi út úr kreppunni – hvort sem VG líkar betur eða verr. Það er engin þörf á að dekra við einkaframtakið, en ef stjórnmálamenn standa í vegi fyrir arðbærum verkefnum, munu fá störf skapast á Íslandi. Er ríkisstjórninni alvara með atvinnusköpun? Kreddur gegn atvinnu ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.