Fréttablaðið - 26.02.2010, Side 19

Fréttablaðið - 26.02.2010, Side 19
Kjúklingabringur 2 stk. kjúklingabringur Grillolía Maldonsalt Svartur pipar úr kvörn Veltið bringunum upp úr olíunni og látið þær liggja í henni í minnst eina klukkustund. Grillið þær á báðum hlið- um þar til þær eru soðnar í gegn. Skerið í þunnar sneiðar, saltið og piprið vel og leggið ofan á salatið. Brauð 4 sneiðar súrdeigsbrauð eða gott baguette Ólívuolía Maldonsalt Svartur pipar úr kvörn Penslið brauðið með smá ólívuolíu, grillið á báðum hliðum og kryddið. Sætur rauðlaukur 1 stk. rauðlaukur 1 msk. flórsykur 1 tsk. sjerrí-edik Skerið laukinn í örþunnar sneiðar, blandið sykrinum og edikinu saman við og látið standa í 30 mínútur. Tómat- og chili-dressing 100 g tómatar úr dós ¼ hvítlauksgeiri 1 tsk. gróft skorinn rauður chilipipar 1 tsk. hlynsíróp (maple) 2 msk. ólívuolía Salt Allt sett saman í bland- ara og smakkað til með saltinu. Salat og mangó Eikarlauf Klettasalat Ólívuolía Svartur pipar úr kvörn Maldonsalt Sjerrí-edik 1 mangóávöxtur Ristaður maís en má nota ristaðar hnetur Setjið salat í skál, hellið olíu og ediki yfir og kryddið með salti og pipar. Flysjið mangóið, skerið í fal- legar sneiðar og leggið ofan á kjúklinginn. Setjið ristaðan maís eða hnetur eftir smekk með. Nauthóll var opnaður í byrjun þessa árs í nýju húsi við Nauthóls- víkina í Reykjavík og hefur feng- ið góðar viðtökur að sögn Eyþórs yfirmatreiðslumanns í eldhús- inu. Ekki er heldur að efa að með hækkandi sól og aukinni umferð muni enn fleiri líta þar inn. Staðurinn er bjartur yfir að líta og ekki spillir útsýnið út á Fossvoginn. Eyþór skilgreinir Nauthól sem bistro-stað enda eru veitingarn- ar í þeim anda, hollar, ferskar og einfaldar en alúð er lögð í alla með- höndlun og skreytingar. Hér kemur uppskrift Eyþórs að kjúklingabringunni sem hann ber fram með klettasalati og tómat- og chili-dressingu. Hún er ætluð fyrir fjóra. gun@frettabladid.is Hollt, ferskt og einfalt Meðal vinsælustu rétta á matseðli hins nýja Nauthóls er kjúklingabringa á grilluðu brauði, borin fram með sætum rauðlauk. Hann tilheyrir smáréttunum, að sögn Eyþórs Rúnarssonar matreiðslumeistara. Eyþór leggur áherslu á ljúffengt bragð og lystugt útlit matarins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÚKLINGABRINGUR NAUTHÓLS og brauð með dressingu FYRIR 4 Vanilla er fræbelgur af brönugrastegund. Vanilla frá Madagaskar er algengust og þykir einna best. Vanillu- stangir og baunir eru bragð- mestar og því fremur dýrar. www.maturinn.com Faxafen 9 Smáralind Sími 533-1033 Pantið borð hjá okkur í sima 511-5090 eða á einarben@einarben.is Verð: 6.900 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.