Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 22
2 föstudagur 26. febrúar núna ✽ nýtt og spennandi þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Ritstjórn Anna M. Björnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st SALON REYKJAVÍK Vertu velkomin(n)! GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. REDKEN.IS REDKEN 50 ÁRA FASHION, SCIENCE, INSPIRATION Keyptu 2 + 1 frítt Redken ShampooRedken vörur Takmarkað tilboð - meðan birgðir endast. DÖMULEG Victoria Beckham var settleg í svörtum „fiftís“-legum kjól úr eigin hönnunarlínu á tískuvikunni í London. Leikkonur selja fötin sín Leikkonurnar Elma Lísa Gunnarsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir standa fyrir markaði í húsnæði Félags íslenskra leikara á Lindargötu 6 um helgina. Allar eru þær miklar smekkkonur og má því búast við að þar verði ýmis- legt góss að finna. Kjólar, pels- ar, kápur, buxur, bolir og gling- ur eru meðal þess sem leikkon- urnar ætla að losa sig við. Þær lofa huggulegri stemningu, heitt verði á könnunni og heimabakað bakkelsi í boði. Tekið skal fram að engir posar eru á staðnum og því upplagt að koma við í hraðbanka á leiðinni og ná sér í reiðufé. Opið verður á á laugardaginn milli 12 og 19 og sunnudag milli 13 og 16. B iblía kúlsins, hið hnausþykka tímarit Another Magazine, fjallar um íslenska fatahönnun í marshefti sínu. Blaðamaðurinn Emma Reeves segir að fatahönnun hafi tekist á flug á Íslandi með tilkomu fatahönnunardeild- ar í Listaháskóla Íslands og sé enn á uppleið þrátt fyrir kreppuna. Rætt er við Lindu Björgu Árnadóttur, hönnuð og fagstjóra hjá LHÍ, hönn- uðina Steinunni Sigurðar, Hugrúnu og Magna í KronKron, Andreu Maack og Munda, Önnu Clausen og Bjarna Einarsson í Belleville og einnig er fjallað um merkið Aftur og hönn- uðinn Hildu Gunnarsdóttur og merki hennar, Milla Snorrason. Myndir með greininni eru hinar glæsi- legustu en þær voru teknar af fyrir- sætunni og ljósmyndaranum Elísa- betu Davíðsdóttur. Í viðtali segir Linda Björg Árnadóttir að fólk á Íslandi sé loks að sjá tísku sem alvöru iðn- grein sem er þess virði að fjárfesta í. „Tíska á Íslandi er ekki alveg jafn þróuð og tónlistin okkar en von- andi fer hún að ná henni,“ bætir hún við. Mundi segir í viðtalinu að kreppan hafi gert honum auðveldara fyrir að opna sína eigin verslun þar sem verðið hafi lækkað. Sagt er frá hvernig Andrea Maack blandar saman skúlptúr og tísku og geri kjóla úr pappír. „Þetta er góður tími til að vera í sköpunargeir- anum,“ segir Andrea. „Fólk skilur núna að við erum að skapa verðmæta útflutnings- vöru.“ Blaðamaður bætir við í lokin að ef sé litið til þess mikla magns af hæfileikaríku ungu fólki sem er að útskrifast úr Listaháskóla Íslands sé augljóst að framtíðarmöguleikar íslenskr- ar fatahönnunar séu verulegir. Tímaritið má nálgast í Eymundsson. - amb Another Magazine fjallar um Ísland: Íslensk fatahönnun blómstrar í kreppunni Kreppan auðveldaði málin Mundi er einn af fjölmörgum hönnuðum sem tímaritið ræddi við í ítarlegri umfjöllun Another Magazine um íslenska tískuhönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýr staður opnaður í Tryggvagötu Ný hipstera-búlla opnar dyr sínar í Tryggvagötu á laugardagskvöld- ið í stað skemmtistaðarins Club 101 sem er beint fyrir aftan lista- spírubarinn Bakkus. Staðurinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum vikum og orðið á götunni er að þar komi til með að verða svipuð stemning og á Jacobsen síðastliðið vor. Nafna- keppni stóð yfir á Facebook um þennan nýja stað og nafnið verður tilkynnt á laugardagskvöldið þegar gestir fá að berja nýjar innréttingar augum. Undratæki sem Íslendingar eru byrjaðir að kalla „hrukku- straujárnið“ fer eins og eldur í sinu um Reykjavík. Tækið er framleitt af fyrirtækinu Nu-Skin en ekki er um raunverulegt „straujárn“ að ræða heldur sérstakt „Gal- vanic“-raftæki sem er jákvætt hlaðið en meðferð með slíkum tækjum hefur tíðkast á snyrtistofum um heim allan í mörg ár. Hin byltingarkennda tækni sem Nu- S k i n s e g i s t hafa fundið upp snýst um notkun sér- stakra yng- ingargela í andlit sem eru notuð ásamt tækinu og virðast bera undraverðan árang- ur á hrukkur sem sést eftir aðeins eina meðferð. „Gelin innihalda efni sem stuðla að virkni húð- frumna og flýta fyrir endurnýjun þeirra,“ útskýrir Íris Hall, söluaðili NuSkin. „Tækið er líka hægt að nota til meðferðar á appels- ínuhúð og til að örva hár- vöxt. Tækin eru seld ásamt gelunum til heimanotkunar og mælt er með að fólk noti það þrisvar í viku.“ Þess má geta að Hollywood-stjörn- ur eru víst óðar í tækið enda um náttúrulegri og heilsuvænni lausn að ræða en eitrið Botox. - amb Hrukkustraujárn slær í gegn Notað af Holly- wood-stjörnum Undraverður ár- angur á hrukkur Íris Hall með Gal- vanic-tækið. BJÖRG ALFREÐSDÓTTIR FÖRÐUNARFRÆÐINGUR Ég ætla að öllum líkindum að kíkja á systur mína og fjölskyldu í bústað á Þing- völlum um helgina og þar verður spilað partý og co, trivial og fleiri skemmti- leg spil. Svo hef ég í hyggju að dusta rykið af myndavélinni, fara í skemmti- legan göngutúr og ná fallegum vetrarmyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.