Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 29
 • 5 Útvarpsmaðurinn Howard Stern ætlar að halda Tiger Woods-fegurðar- samkeppni 10. mars næstkomandi. Fjórar af þeim þrettán konum sem taldar eru hafa átt í ástarsambandi með hinum kvænta Tiger hafa samþykkt að taka þátt. Grallarinn Stern hafði áður lýst því yfir að keppnin yrði haldin ef þrjár hjákonur myndu bjóða sig fram. Fyrstu verðlaun fyrir titilinn Ungfrú Tiger Woods verða ekki af lakara taginu, eða þrettán milljónir króna. Til þess að eiga möguleika á summunni þurfa stelpurnar að sanna sig fyrir dómurum á sundfötum, í hæfileikakeppni og persónu- leikakeppni. Það er heimasíðan AshleyMadison.com sem borgar sigurlaunin en hún sérhæfir sig í stefnumótaþjónustu fyrir fólk í samböndum sem langar að halda framhjá. Stutt er síðan Tiger Woods kom í fyrsta sinn fram opin- berlega eftir að fregnirnar af framhjáhaldi hans tröllriðu fjölmiðlum um allan heim. Á blaðamannafundi, sem valdir fjölmiðlamenn fengu að sitja, viðurkenndi hann margfalt framhjáhald sitt og bað um fyrirgefningu. Hann sagðist hafa brugðist fjölskyldu sinni og aðdáendum og bætti við að hann væri á leið í frekari meðferð vegna vandamála sinna. Óvíst er hvenær hann snýr aftur á gólfvöllinn en ljóst er að fjölmiðlasirkusinn í kringum þann viðburð verður gríðarlegur. HJÁKONUR TIGERS Í FEGURÐARSAMKEPPNI Írar slá í gegn Las Olas nefnist fyrsti hljóm- diskur írska tvíeykisins Low Sea og hefur hann vakið mikla athygli meðal tónlistaráhuga- manna. Lagið Never Yours þykir myrkt og tilraunakennt en á sama tíma nokkuð gríp- andi og hefur heillað gagnrýn- endur tónlistarvefsíða á borð við Pitchfork.com. Angurvær söngkona Lag hinnar sænsku Söruh Assbring, Change Of Heart, var kosið lag vikunnar af Starbucks iTunes í byrjun árs og varð nokkuð vinsælt í kjölfarið. Assbring notar lista- mannsnafnið El Perro Del Mar og hefur starfað undir því nafni frá árinu 2003. Hún leikur ang- urværa popptónlist og er út- færsla hennar á laginu Shelter, sem hljómsveitin The XX gerði vinsælt, einstaklega flott. Vinsælir indie-piltar Hljómsveitin The Morning Benders spilar tónlist í anda sjötta áratug- arins og var kosin besta indie-hljóm- sveitin árið 2008. Hljómsveitin hefur getið sér gott orð fyrir ljúfa og líflega tónlist og hefur meðal annars hitað upp fyrir bönd á borð við Grizzly Bear, Yo La Tengo, MGMT og Ra Ra Riot. Nýtt frá Hot Chip Hljóm- sveitina Hot Chip þarf vart að kynna fyrir lesendum blaðsins, en fjórða hljómplata sveitarinnar kom út í byrjun febrúar og ber heitið One Life Stand. Samkvæmt Alexis Taylor, söngvara Hot Chip, er One Life Stand rólegri en Made In The Dark, sem kom út sumarið 2007. Sum laganna á plötunni bera keim af diskó- tónlist sem og house-tónlist. Platan hefur fengið mjög góða dóma víðast hvar og þykir vera ein af betri plötum sveitarinnar. Howard Stern er einn ríkasti útvarps- maður Bandaríkjanna. Hann er metinn á tugi milljónir dollara. Hann er einnig sá útvarpsmaður sem hefur verið oftast sektaður fyrir efni þátt- anna sinna. HOWARD STERN Stelpurnar munu keppa í vinsælum útvarpsþætti Sterns. TEKUR ÞESSI ÞÁTT? Ein af hinum þrettán meintu hjá- konum Tigers Woods. TIGER WOODS Kylfingurinn snjalli hefur beðist af- sökunar á að hafa haldið ítrekað fram hjá eiginkonu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.