Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 30
6 • Vignir Snær Vigfússon var gítarleikari og aðallagahöf- undur Írafárs. Það bar mikið á honum á meðan Birgitta Haukdal söng sig inn í hjörtu landsmanna með ægigrípandi popplögum Vignis, en síðan Írafár og Birgitta hurfu úr sviðsljósinu hefur ekki borið mikið á honum. Vignir starfar sem upptökumaður og kenn- ari í Tónlistarskóla Þorvaldar Bjarna, er mikill græjunörd og á þrjátíu gítara. Benda ekki þrjátíu gítarar til einhvers konar geðsýki? „Jú, ætli það ekki. Þú getur spurt konuna að því!“ segir Vignir. Er hún ekki hrifin? „Jú jú, hún lætur þetta eftir mér. Við reynum að taka eina og eina utanlandsferð inn á milli og þá gefur hún mér einn dag til að fara í hljóð- færabúðirnar. Þetta er náttúrlega rosalegt áhugamál hjá mér. Ef maður finnur gamla og verðmæta gítara þá verður maður helst að grípa þá. Það er oft sem einhverjir eru að leggja gítarinn á hilluna og þá bjóðast mér þeir til kaups. Þetta er allt meira og minna keypt á Íslandi. Ég held ég sé að fá gítarana á sæmilegum prís, en ef þú ert að borga fyrir 63-módelið af Gibson þarftu náttúrlega að borga slatta.“ Lærði af Einari Melax Vignir ólst upp á Kirkjubæjar- klaustri. „Ég byrjaði 9-10 ára að læra á klassískan gítar, aðallega vegna þess að ég var að elta elsta bróður minn sem spilaði á gítar. Mér fannst það voðalega flott. Það var tónlist- arkennsla en eins og oft vill verða á litlum stöðum var bara einn kennari sem kenndi á öll hljóðfærin. Minn fyrsti gítarkennari var Einar Melax sem var í Kukli og Sykurmolunum. Hann er svo músíkalskur karlinn að hann bara lærði með nemendunum og gat alltaf miðlað einhverju.“ Snemma fór að bera á rokk- áhuga. „Ég fór í skólaband og fyrsti rafmagnsgítarinn var af tegund- inni Phantom, bara svona ódýr gítar. Þetta er eini gítarinn sem ég hef selt og ég hef alltaf séð eftir honum. Langar dálítið til að kaupa hann aftur. Mig grunar hvar hann er niðurkominn. Ég keypti svo fyrsta alvöru gítarinn minn í Hljóðfæraverslun Pauls Bernburg, rétt áður en sú verslun hætti. Það var fyrsti gítarinn sem kostaði ein- hvern pening, sjö strengja Ibanez með djúpum B sem sjöunda streng. Ég keypti hann þegar svona gítarar voru alveg dottnir úr tísku – maður var úr sveitinni og svona“ Vantar fullt enn þá Vignir var að böðlast í grugginu í Músíktilraunum 1997 (árið sem Soðin fiðla sigraði), en stofnaði svo Írafár árið eftir. Eftir að Birgitta Haukdal gekk í bandið fóru hjólin að snúast og fyrsta lagið, Hvar er ég?, sem kom út árið 2000 varð smellur. Síðan tók við gífurlegur uppgangur og þrjár plötur, sú síðasta kom út 2005 og þá virtist sem þreyta væri komin í mannskapinn. „Á Írafár-árunum notaði ég mest Les Paul custom-gítar frá Gibson. Ég keypti hann af Hössa sem var í hljómsveitinni Spoon.“ Hvaða gítarar eru mestu gersem- arnar? „Tja. Ég á tvo gamla „hollowbody“- Gibsona og einn Fender-gítar/bassa, sem heitir Fender 6. Bítlarnir notuðu svona sem bassa, en það er hægt að nota hann sem mjög djúpan gítar líka með því að smella einum takka. Jóhann G. Jóhannsson átti þessa græju.“ Eru einhver markmið eftir í gítaráráttunni? „Já, ég ætla að halda ótrauður áfram að safna og mig vantar fullt. Til dæmis góðan Rickenbacker-gítar og PRS (Paul Reed Smith) gítar líka. Ætli það sé ekki það næsta sem maður fer í.“ drgunni@frettabladid.is Á ÞRJÁTÍU GÍTARA OG ÞARF FLEIRI VIGNIR SNÆR MEÐ FORLÁTA GRETSCH-GÍTAR „Ég hef brennandi áhuga á gíturum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA POPPGÚRÚ: VIGNIR SNÆR UM ROSALEGA ÁHUGAMÁLIÐ VERKEFNIÐ „Næsta verkefni er trúba- doraplata sem ég er að vinna með Hreimi, Jógvani, Sjonna Brink og Gunna Óla, en við stefnum á að koma henni út fyrir sumarið. Svo er þetta reglubundna sem er alltaf í gangi hjá mér, rekstur Tónvinnsluskólans og ýmis smærri verkefni, svo sem upptökur á lögum og að spila inn á plötur. Í sumar ætla ég svo að reyna að vera í fæðingarorlofi þar sem þriðji strákurinn bætt- ist í hópinn í nóvember. Mögulega nýti ég tímann og prjóna peysur á alla fjölskylduna úr krullunum á kollinum á mér.“ DÓTAKASSINN: „Ég á um þrjátíu gítara: Gretsch, Fender, Gibson, Taylor, Martin, Yamaha og ýmsa fleiri. Ég á þrjár bassalufsur: Fender, Warwick og Ibanes. Einnig mandólín, lapsteel, dobro, rhodes, píano og trommusett. Helstu magnarar eru Mesa boogie, Marshall, Fend- er, Vox, Orange og Egnater. Ég á allt of mikið af effektum sem ég nota ekki. Svo á ég náttúrulega Pro tools HD-upptökukerfi, nokkra pre-ampa, míkrafóna og allt sem því fylgir að reka stúd- íó og upptökuskóla.“ FERILL „Lagahöfundur og gítarleik- ari Írafárs, tónlistarstjórn í Idol, X-factor & Bandinu hans Bubba, spilaði í söng- leikjum svo sem Grease, Hárinu & Footloose. Hefur tekið þátt í Eurovision nokkrum sinnum í ýmsum hlutverkum, samið fyrir, tekið upp, útsett fyrir ýmsa, til dæmis Jógvan, Skíta- móral, Birgittu og fleiri.“ Tónastöðin er með meiriháttar úrval magnara í öllum stærðum og gerðum frá heimsþekktum framleiðendum! Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. gerðu tónlist á makkann þinn Í fremstu röð í framleiðslu á hljóðversbúnaði. nýtt í Tónastö ðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.