Fréttablaðið - 26.02.2010, Page 33

Fréttablaðið - 26.02.2010, Page 33
 • 9 GÓÐU VÖN Lilja lifði lúxuslífi í New York og Los Angeles. LILJA OG PARIS HILTON „Ég kynntist henni á klúbbi í LA veturinn 2008,“ segir Lilja um kynni sín og hótel- erfingjans Parisar Hilton. Paris fær greitt fyrir að láta sjá sig á skemmtistöðum, en hún og Lilja eiga sam- eiginlegan vin. „Hún er bara fín. Samt mjög hlédræg. Það er ekki auðvelt að tala við hana, það eru örugglega allir að reyna það. Svo hitti ég hana oft í kjölfarið. Hún var alltaf full. Ein- hvern tíma var mér svo boðið í partí heim til hennar og hún vildi bara fá stelp- ur. Mér fannst það mjög skrít- ið. Ég og vin- kona mín vorum með strákum en þeir máttu ekki koma með. Það voru samt strákar í partíinu, en hún vildi örugglega ekki fá fleiri.“ Þú þráir sem sagt frægðina ekki það mikið að þú fleygir siðferðis- kenndinni fyrir hana? „Nei (hlær). Ég hef það ágætt.“ Ætlaði að verða læknir Lilja stundar nám í Menntaskólanum við Sund og stefnir á að klára næsta haust. Hún hefur komið víða við á námsferli sínum, lærði ensku og var í fornámi fyrir læknisfræðina þegar hún bjó erlendis og er með fram- haldsskólapróf í Bandaríkjunum. „Ég stefndi á að verða læknir frá því ég var sex ára, en stærðfræðin var ekki nógu góður vinur minn. Núna langar mig að læra lífeðl- islega sálfræði. Læra um heilann og hvernig líffærin tengjast sál- fræðilega.“ En hvað tekur við þegar þú klárar stúdentinn? „Ég ætla út í skóla. Ég er ekki búin að ákveða nákvæmlega hvar.“ Lilju dreymir um að vinna í sjón- varpi, en er einnig byrjuð að spjalla við módelskrifstofur í Los Angeles, en hún stefnir á að dvelja þar í allt sumar. Hún hræðist ekki bransann, þrátt fyrir að hafa kynnst skugga- hliðum hans af eigin raun og vonast til að starfa sem fyrirsæta í náinni framtíð: „Ég er ekki að þessu vegna þess að ég vil vera fræg,“ segir hún. „Ég er að þessu vegna þess að mér finnst þetta gaman.“ r á að læra lífeðlislega sálfræði. Þorbjörg Ágústsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari og fimmfaldur Norðurlandameistari í skylmingum. Hún stefnir á að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í London 2012.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.