Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 19 UMRÆÐAN Ágúst Þór Árnason skrifar um almanna- útvarp Í grein í Fréttablaðinu 24. febrúar fjallar Pétur Gunnarsson, rithöfund- ur, um hugmyndir sem ég hef sett fram um almanna- útvarp. Þótt mér finnist Pétur stríða við annað en skoðanir mínar kann ég honum þakkir fyrir að halda áfram vangaveltum um þessi mál. Í erindi sem ég hélt við Háskólann á Akureyri 17. febrúar komst ég að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri að aðskilja útvarp og sjónvarp í þeim tilgangi að jafna stöðu þeirra sjónvarpsstöðva sem hér eru reknar og tryggja rekstur útvarpsrásanna með viðunandi hætti. Færði ég rök fyrir því að Sjónvarpið hefði enga þá menningarlegu sérstöðu sem rétt- lætti ríkisrekstur, hvert sem formið væri en hins vegar hefði Rás 1 og reyndar Rás 2 tekist með ágætum, við erfiðar aðstæður, að sinna hinu þríþætta hlutverki sínu að mennta, skemmta og fræða. Þá ályktun dró ég af samanburði á útvarpsrásum RÚV við aðrar útvarpsrásir og - stöðvar á Íslandi, á Norðurlöndum og í Þýskalandi og samanburði á Sjón- varpinu við Stöð 2 og norrænar og þýskar sjónvarpsstöðvar. Niðurstaða mín var í stuttu máli sú að eðlilegt væri að hluti af þeim fjármunum sem nú fara til reksturs Sjónvarps- ins yrði settur í sjóð til að fjármagna einstaka framleiðsluþætti. Þær sjón- varpsstöðvar sem gætu sótt í þennan sjóð þyrftu að skuldbinda sig til að halda úti dagskrá sem stæðist ákveðnar gæða- kröfur. Það má sjá fyrir sér ýmsar útfærslur á þessu fyrirkomulagi og óþarfi að hrökkva í baklás þótt viðr- aðar séu hugmyndir sem gætu stuðlað að lausn þess vanda sem óneitanlega fylg- ir rekstri ríkisfjölmiðils í samkeppnisumhverfi. Ef Rás 1 og Rás 2 eru skoðaðar sést strax að þær eiga ekki við sambærilegan réttlætingar- vanda að stríða og Ríkissjónvarpið. Þrátt fyrir að nær aldarfjórðungur sé liðinn frá því að fyrsta einkarekna útvarpsstöðin hóf útsendingar hefur sérstaða Rásar 1 sem menningar- stofnunar haldist og Rás 2 fylgir fast á eftir á sínu sviði. Með því að aðskilja útvarps og sjónvarpshluta RÚV mætti tryggja viðgang rás- anna sem fyrir eru og bæta þeirri þriðju við sem löngu er orðið tíma- bært. Líklega er reksturinn á Rás 1 og Rás 2 einstakur í samanburði við sambærilegar stofnanir hvar sem er í heiminum og geta Íslendingar verið stoltir af. Þess ber að geta að aðskilnaður útvarps og sjónvarps myndi geta tryggt útvarp allra lands- manna, endurreisn landshlutastöðv- anna og fréttastofu Útvarpsins. Ég sé að Pétur er sammála mér um hættuna sem íslensku samfélagi stafar af veikburða fjölmiðlum. Ég hvet Pétur og alla þá sem láta sér annt um menningarlega velferð þjóðarinnar að takast efnislega á við hugmyndir um frjálsa fjölmiðl- un á Íslandi hvaðan sem þær eru sprottnar. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Heyrir almannaút- varp sögunni til? UMRÆÐANSigurður Magnússon skrifar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær er fjallað um að fjárhagsregl- ur sveitarfélaganna séu til endur- skoðunar hjá samgönguráðuneytinu, m.a. reglur um leyfilega skuld- setningu sveitarfélaga og færslu skuldbindinga. Eðlilegt er að gera umbætur á þessu sviði og ég hvet til aukinnar samvinnu ríkis og sveit- arfélaga varðandi hagstjórn. Í frétt- inni er talað við Halldór Halldórs- son, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem nefnir að í lögum og reglum beri sveitarfélögunum að kalla eftir sérfræðiáliti áður en það ræðst í stórframkvæmdir sem nema meira en fjórðungi tekna þess. Í fréttinni er sérstaklega talað um Álftanes, enda hefur því nýlega verið skipuð fjárhaldsstjórn vegna rekstrarerfiðleika. Fyrir þá sem ekki þekkja til gæti einhver lesið út úr fréttinni að við ákvarðanatöku á Álftanesi vegna stærri framkvæmda hafi ekki verið fylgt þeim reglum sem hér er getið um að framan. Af því tilefni vil ég upplýsa að áður en bæjarstjórn Álftaness samþykkti samhljóða framkvæmdir við nýja íþrótta- og sundmiðstöð haustið 2006, var í samræmi við lög kallað eftir sér- fræðiáliti. Ráðið var virt ráðgjafa- fyrirtæki sem áður hafði unnið fyrir bæjaryfirvöld á Álftanesi og hafði reynslu af fjármálaráðgjöf fyrir sveitarfélögin. Fengið var sérfræði- álit um skuldþol sveitarfélagsins og hvort hagkvæmara væri að byggja fyrir eigin reikning eða leigja mann- virkin af EFF ehf. Bæjarstjórn fór í öllu eftir fyrrnefndum álitum. Ráð- gjafafyrirtækið studdist við tvenns konar upplýsingar frá bæjarstjórn; íbúaspá, samkvæmt fyrir- liggjandi langtímaáætlun sem var hliðstæð hjá báðum framboðsaðilum í bæjar- stjórn, og áætlanir bæjar- yfirvalda um sölu bygging- arréttar á nýju þjónustu- og miðbæjarsvæði. Þar lágu fyrir nýir samningar og viljayfirlýsingar við trausta fjárfesta og framkvæmda- aðila sem hægt var að styðj- ast við. Ákvarðanataka á Álftanesi var því eins vönduð og best gerist. Álftnesingar sáu hins vegar ekki, fremur en aðrir, fyrir þær efna- hagshamfarir sem þjóðarinnar biðu haustið 2008. Ég geri líka athugasemd við það sem fram kemur í fréttaskýringu, að uppbygging þjónustumannvirkja sveitarfélaganna eigi að hafa ein- hvern sérstakan forgang þar sem verið er að reisa álverksmiðjur. Á Álftanesi ætluðu bæjaryfirvöld af miklum metnaði að skapa grund- völl fyrir atvinnulífi sem byggðist á menningartengdri ferðaþjónustu og var ný sundlaug hluti af slíkri framtíðarsýn. Nú níu mánuðum eftir opnun sundlaugarinnar hafa 85 þúsund gestir heimsótt laugina og stefnir í að árlegur gestafjöldi sé um 100 þúsund manns, eða langt umfram það sem áætlað var. Sund- laugin gefur því kost á frekari þróun ferðatengdrar atvinnustarfsemi eins og gert er ráð fyrir í skipulagi hins nýja miðsvæðis, m.a. til að treysta tekjustofna sveitarfélagsins. En það er fleira en fjárhagsregl- ur sveitarfélaganna, vegna fjár- festinga, sem þarf að endurskoða. Endurskoða þarf úthlutunarregl- ur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna. Fyrir liggur að sjóðurinn nær ekki að jafna aðstöðumun sveitarfélag- anna, þannig hefur t.d. Álftanes búið við allt of litlar greiðslur um langt árabil. Til að hafa sömu fjárhagsstöðu og önnur sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu vantar 150-200 milljónir árlega í auknar jöfnunargreiðslur. Álftanes hefur sýnt fram á þetta í vandaðri skýrslu um málið og stjórn Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæð- inu hefur samþykkt áskor- un um að reglum svæðisins verði breytt og jafnað betur sérstak- lega vegna sveitarfélaga með hátt hlutfall barna og veika tekjustofna, eins og Álftanes. Það er hins vegar eftirtektarvert að Halldór Halldórsson, formaður SÍSF, hefur ekki lýst yfir stuðningi við þessa sjálfsögðu leiðréttingu til Álftaness, sem þó er forsenda þess að Álftnesingar geti endurskipulagt fjármál sín og rekið sjálfstætt sveit- arfélag. Einhverjir kunna að halda að þetta áhugaleysi formannsins skýrist af því að hann er líka bæjar- stjóri á Ísafirði. Fyrir liggur í opin- berum gögnum að Ísafjarðarbær fær helmingi hærri greiðslur frá Jöfnunarsjóðnum en Álftanes þótt rekstrarforsendur í sveitarfélögun- um, fyrir jöfnun, séu hliðstæðar. Ég bíð eftir að Halldór Halldórson tjái sig um það óréttlæti sem Álftnes- ingar hafa mátt þola árum saman og vonast enn eftir stuðningi hans við að leiðrétta jöfnunargreiðslur til Álftaness. Áhugasamir blaðamenn um fjármál sveitarfélaganna ættu líka að kynna sér þessi mál Jöfn- unarsjóðsins og þær upplýsingar sem Álftnesingar hafa tekið saman um þetta efni. Ýmsar upplýsingar um málefni Álftaness má nálgast á www.alftaneshreyfingin.blog.is Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi. Úthlutunarreglur endurskoðaðar SIGURÐUR MAGNÚSSON ÁGÚST ÞÓR ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.