Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 52
20 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Sverrir Hermannson, fyrrverandi bankastjóri og ráðherra, stendur á átt- ræðu í dag. Sverrir verður að heiman á afmælisdaginn og þegar blaðamað- ur náði af honum tali var hann rétt að koma inn frá því að skafa bílinn. „Ég ætla bara að stinga af bæjarleið,“ segir hann en gefur ekkert frekar upp hvar afmælisdeginum verður eytt. Sverrir ólst upp í Ögurvík við Ísa- fjarðardjúp hjá foreldrum sínum, Her- manni Hermannssyni og Salóme Rann- veigu Gunnarsdóttur. Fjölskyldan flutti til Ísafjarðar þegar Sverrir var fimmt- án ára, þar sem hann tók landspróf. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann á Akur- eyri og svo í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. „Við höfðum allt til alls í Ögurvík. Faðir minn átti nokkrar kindur og kýr og saltaði fisk á haustin. Það var salt- fiskur á borðum fimm daga vikunnar á æskuheimili mínu og ég hlakkaði allt- af jafnmikið til að borða. Svo fengum við hafragraut og súrt slátur á kvöld- in, þetta var kjarngott fæði. Ég hef átt skemmtilega ævi og er óskaplega heppinn með mína fjölskyldu.“ Fjölskylda Sverris er stór. Þau hjónin, Greta Lind Kristjánsdóttir giftu sig árið 1953 en hún kvaddi síðastliðið haust. Saman eignuðust þau hjónin fimm börn og eru barnabörnin nú orðin 13 og barnabarnabörnin 5. Sverrir og Greta bjuggu sér heimili í vesturbæ Reykja- víkur þar sem Sverrir býr enn. „Ég hef aldrei sofið nótt fyrir aust- an læk. Ég á mér sumarbústað innst í Skutulsfirði þar sem er mikil fuglapara- dís en mín áhugamál eru fuglar him- insins og fiskar lagarins. Þegar ég dvel þar er ég kominn af stað klukkan sjö á morgnana að skoða fuglalífið. Ég reyni að ganga á hverjum degi og Seltjarnar- nes er mitt útivistarsvæði hér syðra.“ Stjórnmálin eru stór kafli í starfs- ferli Sverris en hann sat árum saman á þingi áður en hann settist í ráðherrastól og svo bankastjórastól. Hann segist þó ekki sakna stjórnmálanna að ráði. „Nei það get ég ekki sagt eins og nú er komið sögu. Mér finnst margt vera öðruvísi en maður hefði vænst, en hægara er um að tala en í að komast.“ heida@frettabladid.is SVERRIR HERMANNSSON: VERÐUR ÁTTRÆÐUR Í DAG Höfðum allt til alls í Ögurvík HLAKKAÐI ALLTAF TIL AÐ BORÐA Sverrir Hermannson var alinn upp á saltfiski og hafragraut með slátri í foreldrahúsum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Valgerður Guðlaug Jónsdóttir Suðurgötu 12, Keflavík, áður Geitagili í Örlygshöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 12. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild D á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Jón Ingi Gunnsteinsson Kjartan Gunnsteinsson Unnur Berglind Svavarsdóttir Keran Stueland Ólason Birna Mjöll Atladóttir Þórey Óladóttir Ómar Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir og frænka, Oddný Friðrikka Sigmundsdóttir Austurbrún 4, Reykjavík, andaðist á Landakoti hinn 18. febrúar sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. mars kl. 15.00. Hrefna Sigmundsdóttir og aðstandendur. Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, uppeldisfaðir, afi og langafi, Jóhannes G. Hermundarson (Gósi) húsasmíðameistari, Gránufélagsgötu 23, Akureyri, lést aðfaranótt miðvikudagsins 24. febrúar. Jarðarförin fer fram í Akureyrarkirkju föstudaginn 5. mars kl. 13.30. Anna Hermannsdóttir Hermundur Jóhannesson Þórunn Gunnarsdóttir Friðný Jóhannesdóttir Helgi Jóhannesson Stefanía G. Sigmundsdóttir Guðrún Jóhannesdóttir Hjalti Jóhannesson Fjóla Kristín Helgadóttir Lilja Sigurlína Jóhannesdóttir Unnar Jónsson Ólafur Gunnarsson Svanlaug Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn.Ástkæri eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Kristján Örn Kristjánsson Hólagötu 37, Njarðvík, lést á Landspítalanum í Reykjavík þriðjudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 2. mars klukkan 13.00. Ólöf Ásta Þorsteinsdóttir Kristján Örn Kristjánsson Ellert Stefán Birgisson Á. Lísa Guðmundsdóttir Eydís Stefanía Kristjánsdóttir Pétur Ingi Kolbeins Þorsteinn Hermann Kristjánsson og barnabörn. Útför okkar elskulegu móður, tengda- móður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, Sveinbjargar Heiðrúnar Arnmundsdóttur sem lést að morgni 16. febrúar sl., verður gerð frá Hallgrímskirkju mánudaginn 1. mars kl. 13.00. Þeir sem vildu minnast hennar er bent á Sveinusjóð – sem stofnaður var til uppbyggingar sumarbúðastarfi KFUM og KFUK í Ölveri. Kennitala 420369-6119. Reikningsnúmer 0701-05-302000. Einnig er tekið við minningargjöfum í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtaveg eða í síma 588 8899. Fyrir hönd aðstandenda, Inga Þóra Geirlaugsdóttir Jón Dalbú Hróbjartsson Kári Geirlaugsson Anna J. Guðmundsdóttir Hörður Geirlaugsson Sigrún Gísladóttir Þuríður Erna Geirlaugsdóttir Laufey G. Geirlaugsdóttir Sigurbjörn Þorkelsson Geirlaug B. Geirlaugsdóttir Kristján Þ. Harðarson Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, Stefán Veigar Steinsson Arnarhvoli, Dalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 16. febrúar sl. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 27. febrúar nk. kl. 13.30. Símon Páll Steinsson Sigurlaug Stefánsdóttir Sigurlína Steinsdóttir Samúel M. Karlsson og systkinabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og barnabarn, Hörður Heimir Sigurðsson Birkibergi 32, Hafnarfirði, sem lést á endurhæfingardeild Landspítala á Grensási, 21. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, mánudaginn 1. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta „Á rás fyrir Grensás“ njóta þess. Margrét Elísabet Harðardóttir Andrés Þórarinsson Sigurður Kristinn Einarsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Einar Örn Sigurðsson Elín Björk Ragnarsdóttir Daníel Freyr Andrésson Kolbrún Edda Haraldsdóttir Þórarinn G. Andrésson Emil Þór Sigurðsson Óðinn Sigurðsson Hörður Rögnvaldsson Elínbjörg Guttormsdóttir Hulda Hjálmarsdóttir GÍSLI MARTEINN BALDURSSON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1972. „Þegar ég reyni að hvetja fólk í kringum mig til að hjóla, fæ ég iðulega í haus- inn einhver komment um að veðrið hér sé svo slæmt að ógerningur sé að hjóla.“ Gísli Marteinn borgarfulltrúi í Reykjavík vill gera Reykja- vík að hjólaborg líkt og Kaup- mannahöfn og Amsterdam. Magnús Scheving er fæddur í Reykjavík árið 1964 og vann Evrópumeistaratitilinn í þolfimi árið 1994. Hann var valinn íþróttamaður ársins síðar sama ár. Magnús vann aftur Evrópumeistaratitilinn í þolfimi árið 1995. Magnús er höfundur að barnasjónvarpsþáttunum um Latabæ og fer með hlutverk ofurhetjunnar og íþróttaálfsins í þáttunum. Boðskapur þáttanna er að hvetja krakka til að hreyfa sig og borða grænmeti, sem er kallað „íþróttanammi“ í þáttunum. Þar grípur Magnús til þolfimiæfinga. ÞETTA GERÐIST: 26. FEBRÚAR 1994 Evrópumeistari í þolfimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.