Fréttablaðið - 26.02.2010, Síða 54

Fréttablaðið - 26.02.2010, Síða 54
22 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Réttur dagsins: STAFASÚPA Bræður! Ný meðlimur hefur gengið til liðs við okkur! Leyfið mér að kynna: Günther Mann! Takið niður hetturnar bræður! Velkominn í O.Á.O. Günther! Þúsund þakkir! O.Á.O. Ofurhetjur án ofurkrafta Ætlar þú ekki líka að taka niður hettuna? Þetta er bún- ingurinn minn! Maðurinn með handþeytarann! Rólegur! Þetta virkar svo grimmt. Það meiðist enginn við íkornaveiðar, mamma. Maður bindur hnetu við band, íkorninn bítur á og svo bíður maður eftir því að hann gefist upp. En hvað með þá til- finningu að pirrast og verða svekktur? Er það ekki leiðinlegt? Stundum oftúlkarðu hlutina mamma. Láttu son minn vera og gefstu upp! Þjónn, það er F, L, U, G og A í súpunni minni! Það er svo mikið drasl í skúffunni minni að ég get ekki lokað henni! Ég get lagað það. Það eina sem þú þarft að gera er tæma skúff- una í þvottakörfuna. Svo þvær mamma fötin og brýtur þau saman og þá passar allt í skúffuna. Vá! Þetta er auðvelt! Það er nóg af auð- veldum lausnum í lífinu ef þú lætur ekki taka þig í landhelgi. BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ÉG á tvær fullkomnar dætur og ég held að ég sé bara þokkalegasta mamma. Ég syng fyrir þær og hlæ með þeim, les og teikna, púsla og perla, snýti, skeini og skipti á bleyjum, plástra og mæli, hugga og hæli. Ég vanda mig. Og hef alla tíð gert, frá upphafi meðgangna og til dagsins í dag. ÞESS vegna ætlaði ég mér að sjálfsögðu að hafa þær á brjósti. Allar konur geta haft börnin sín á brjósti og það er það langbesta sem hægt er að gera fyrir börn. Sögðu heilbrigðisstarfsmenn og bækur og Netið og allir. Og ég trúði því. ALLAR konur, það er að segja, nema ég. Alveg sama hvað ég reyndi (nudd, bakstra, hylki, te, pumpu, rafmagnspumpu, hjálpar- brjóst, nefndu það), ég bjó ekki til nóg af mjólk til að næra börnin mín sem sultu fyrstu vikurnar á meðan á þessum tilraunum stóð. Mér mistókst þetta aðal- hlutverk hverrar móður. Og var miður mín. ÉG fór til brjóstagjafa- ráðgjafa sem gaf í skyn að það væri leti og sér- hlífni sem kæmi í veg fyrir að börnin mín fengju það sama og önnur börn. Ekki varð það til að lappa upp á móðursjálfsmyndina. Og þó þurrmjólk sé sennilega fullkomnasti matur sem nokkru sinni hefur verið búinn til utan mannslíkama fannst mér samt að ég væri að gefa börnunum mínum eitur þegar ég loks gafst upp og stakk pelanum upp í þær. Ég var versta mamma í heimi. ÞANGAÐ til ég vogaði mér að tala um hvernig mér leið við ættingja og vinkon- ur. Þá kom í ljós fjöldinn allur af mömm- um sem höfðu heldur ekki getað brjóst- fætt börnin sín sem síðan uxu upp til að verða fyrirmyndarfólk. Eins og dætur mínar sýna alla burði til að verða. MÓÐURMJÓLK er auðvitað frábær en það geta ekki allar konur haft börnin sín eingöngu á brjósti. Þær vilja það hins vegar langflestar. Því er það rangt og ljótt af heilbrigðisstarfsfólki að predika brjóstagjöf eins og guðspjall og láta mæðrum líða eins og þær séu annars flokks ef téð brjóstagjöf gengur ekki sem skyldi. Það gerir mömmur óhamingju- samar og það er alls ekki gott fyrir börn. GÓÐAR mömmur annast börnin sín, knúsa og næra og gefa þeim góða mjólk að drekka. Þótt þær hafi ekki búið hana til sjálfar. Góða mamma – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 20% verðlækkun WELEDA Iris Moisture Cream er gott 24 stunda rakakrem fyrir venjulega húð. Íris-jurtin er mjög rakagefandi og hentar því vel á þurr svæði, rakinn hefur einnig hreinsandi áhrif á feit svæði. Unnið úr lífrænt ræktuðum jurtum og án allra aukaefna. 2.767 kr. 2.214 kr. 20% verðlækkun SÓLEY Eygló er hreinræktað andlitskrem með kvöldvorrósarolíu. Nærir og endurbyggir þurra, þreytta og líflausa húð. Dregur fram náttúrulegan ljóma húðarinnar. Virkar gegn rósroða. 4.744 kr. 3.795 kr. 20% verðlækkun PURITY HERBS Undur rósarinnar er hágæða andlitskrem sem hentar öllum húðtegundum. Kremið inniheldur einstakar jurtir og jurtaafurðir sem hægja á öldrunarferli húðarinnar, styrkja háræðar og jafna húðlit. 3.858 kr. 3.086 kr. Gildir út febrúar 2010

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.