Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 58
26 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is IE-deild karla: Stjarnan-Grindavík 76-81 Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 22, Justin Shouse 21, Djorde Pantelic 15, Fannar Helgason 12, Kjartan Kjartansson 6. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 24, Darrell Flake 18, Þorleifur Ólafsson 13, Ólafur Ólafsson 11, Ómar Sævarsson 10, Brenton Birmingham 5. Fjölnir-FSu 92-69 Stig Fjölnis: Christopher Smith 27, Magni Hafsteinsson 20, Arnþór Freyr Guðmundsson 13, Ægir Þór Steinarsson 10, Jón Sverrisson 8, Tómas Heiðar Tómasson 8, Sindri Kárason 4. Stig FSu: Christopher Caird 19, Richard Williams 17, Aleksas Zimnickas 15, Jake Wyatt 8, Kjartan Kárason 7, Orri Jónsson 2. STAÐA EFSTU LIÐA: KR 17 14 3 1575-1370 28 Keflavík 17 13 4 1602-1364 26 Grindavík 18 13 5 1694-1452 26 Stjarnan 18 13 5 1542-1454 26 Snæfell 17 12 5 1613-1399 24 Evrópudeildin: Unirea-Liverpool 1-3 Fernandes - Mascherano, Babel, Gerrard. 1-4 fyrir Liverpool samanlagt. Anderlecht-Athletic Bilbao 4-0 5-1 fyrir Anderlecht samanlagt. AS Roma-Panathinaikos 2-3 Riise, Rossi - Cisse 2, Katsouranis 4-6 fyrir Panathinaikos samanlagt. Galatasaray-Atletico Madrid 1-2 Keita - Simao, Forlan. 2-3 fyrir Atletico samanlagt. Marseille-FC Copenhagen 3-1 6-1 fyrir Marseille samanlagt. PSV Eindhoven-HSV 3-2 Tolvonen, Dzsudzsak, Koevermans - Petric, Trochowski (víti) 3-3, HSV áfram á mörkum á útivelli. Shaktar Donetsk-Fulham 1-1 Jadson - Hangeland 2-3 fyrir Fulham samanlagt. Fenerbahce-Lille 1-1 2-3 fyrir Lille samanlagt. Hapoel Tel Aviv-Rubin Kazan 0-0 0-3 fyrir Rubin Kazan samanlagt. Juventus-Ajax 0-0 2-1 fyrir Juventus samanlagt. Salzburg-Standard Liege 0-0 2-3 fyrir Standard samanlagt. Sporting Lisbon-Everton 3-0 Veloso, Mendes, Fernandez. 4-2 fyrir Sporting samanlagt. Valencia-Club Brugge Leik ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Werder Bremen-Twente 4-1 4-2 fyrir Werder Bremen samanlagt. Wolfsburg-Villarreal 4-1 6-3 fyrir Wolfsburg samanlagt. ÚRSLIT > Ólafur ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis Fylkismenn hafa tilkynnt um ráðningu á Ólafi Stígssyni sem aðstoðarþjálfara liðsins. Ólafur tekur við hlutverki Páls Einarssonar sem tók við sem aðalþjálfari Þróttar eftir síðasta tímabil. Ólafur lagði skóna á hill- una eftir síðasta tímabil en hann er leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi. Hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu síðasta sumar. Ólafur Þórðarson er þjálfari Fylkis eins og flestir vita. „Ég sá að varnarmaðurinn var fimm metrum frá mér svo það kom ekkert annað til greina en að láta vaða,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson sem skaut Reading áfram í bikarnum á miðvikudag- inn. Hann skoraði glæsilegt sigurmark í framlengingu gegn West Bromwich Albion. „Það var ansi ljúf tilfinning að ná að skora þetta mark. Það kom samt snemma í framlengingunni svo við urðum að halda einbeitingu allt til enda. Það hefur gengið vel í bikarkeppninni og við náð að leggja stórlið. Næst er bara komið að Aston Villa,“ segir Gylfi sem hefur heldur betur leikið vel með Reading í vetur. Þá er liðið að rétta úr kútnum í ensku B-deildinni og er komið úr fallsæti eftir gott gengi í síðustu leikjum. „Við höfum verið að ná betri úrslitum en það er of snemmt að byrja að fagna. Það er mjög stutt niður aftur,“ segir Gylfi. Reading er sem stendur í 20. sæti af 24 liðum, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Margir bjuggust við því að sjá Gylfa í landsliðshópi Íslands sem mætir Kýpur í vináttulandsleik ytra hinn 3. mars. Annað kom á daginn. Bjóst Gylfi sjálfur við því að vera valinn? „Bæði og. Ég er ekkert mjög svekktur yfir því að vera ekki valinn því það er líka mjög mikilvægur leikur hjá U21-landsliðinu. Það er líka skemmtilegt verkefni,“ segir Gylfi en U21-liðið mætir Þýskalandi næsta þriðjudag. Íslensku strákarnir eru í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni EM. Þegar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var spurð- ur að því í viðtali við Stöð 2 í vikunni af hverju Gylfi væri ekki í hópnum var svar Ólafs það að hann hefði einfaldlega valið þá tuttugu bestu. Spurður út í þau ummæli svaraði Gylfi: „Ef hann heldur það þá held ég bara annað.“ GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON: EKKI EINN AF 20 BESTU FÓTBOLTAMÖNNUM LANDSINS AÐ MATI LANDSLIÐSÞJÁLFARANS Ef hann heldur það þá held ég bara annað Helgarblað „Það er töff að vera á móti Eurovision“ Hera Björk og Sindri í Seabear setjast á Rökstóla Ferðalög Sirkus slær í gegn hjá Færeyingum – Íslenskur bar og íslensk hönnun í Þórshöfn – Ferðalög fylgja Fréttablaðinu um helgina Nýtt og gamalt Unglingar og eldri borgarar ráða í slangur fyrr og nú FÓTBOLTI Þrátt fyrir áfall í fyrri hálfleik gegn Unirea frá Rúm- eníu reif Liverpool sig upp, skor- aði þrjú mörk og komst áfram í Evrópudeildinni. Fyrri leik liðanna lyktaði með sigri Liverpool, 1-0, og rimma lið- anna opnaðist upp á gátt þegar Bruno Fernandes kom Unirea yfir í fyrri hálfleik. Hans fyrsta mark síðan leiktíðina 2004-2005. Leikmenn Unirea voru líklegri til að skora þegar Javier Mas- cherano átti þrumuskot utan teigs sem söng í netinu. Gríðarlega mikilvægt mark því nú þurfti Uni- rea að skora tvö til viðbótar ætlaði liðið sér að komast áfram. Liðið seldi sig dýrt og þjarmaði nokkuð hraustlega að marki Liver- pool. Liðið gætti þó ekki að sér í vörninni og það nýtti Ryan Babel sér er hann kom Liverpool yfir í leiknum og í raun skaut liðinu áfram í keppninni. Steven Gerrard afgreiddi svo Rúmenana endanlega með marki í síðari hálfleik. Þungu fargi létt af Liverpool sem mátti hafa fyrir sigrinum. „Þetta var alls ekki auðveldur leikur. Völlurinn var ónýtur og aðstæður gerðu okkur erfitt fyrir. Við vissum að við þyrftum að eiga toppleik hér í dag,“ sagði Rafa- el Benitez, stjóri Liverpool, eftir leikinn. Hann viðurkenndi að hafa verið örlítið stressaður er Unirea komst yfir í leiknum. „Við vissum að þetta gæti gerst og að þeir myndu magnast við að skora. Aðstæður spiluðu þá einn- ig með þeim. Það fór aðeins um mig er þeir pressuðu á okkur en markið frá Mascherano kom okkur aftur í gang,“ sagði Benitez en það er nú ekki á hverjum degi sem Argentínumaðurinn skorar fyrir Liverpool. „Hann er að reyna að skora meira og þetta var góð byrjun. Ég var einnig ánægður með Babel og markið hans. Hann hefur lagt hart að sér á æfingum og menn þurfa að leggja hart að sér til þess að fá tækifæri. Haldi hann áfram á sömu braut mun hann fá fleiri tækifæri.“ Liverpool missti Martin Skrtel af velli vegna meiðsla í leiknum. Óvíst er um alvarleika meiðslanna. henry@frettabladid.is Rauði herinn marserar áfram í Evrópudeildinni Liverpool komst yfir fyrstu hindrunina í Evrópudeildinni er liðið vann góðan útisigur, 1-3, á Unirea frá Rúmeníu. Eftir basl í upphafi var leiðin hjá Rauða hernum greið að lokum. Liverpool mætir Lille í sextán liða úrslitum. AFAR SÁTTUR Argentínumaðurinn Javier Mascherano fagnaði marki sínu ógurlega enda kom það á besta tíma fyrir liðið. NORDIC PHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Eftir vonbrigðin í bik- arúrslitaleiknum náðu Grindvík- ingar að rífa sig upp og taka tvö stig í Garðabænum í gær. Þeir lögðu Stjörnuna 76-81 í hörku- spennandi leik. „Við vorum að leika gegn þrusu- fínu liði sem er komið með nýjan mann sem styrkir þá gríðarlega undir körfunni. Þeir sköpuðu okkur töluverð vandræði og við erum mjög ánægðir með stigin tvö,“ sagði Friðrik Ragnarsson og var að tala um serbneska mið- herjann Djorde Pantelic sem kominn er í raðir Stjörnunnar. „Við töluðum um það fyrir leik- inn að það er alltaf erfitt að koma í svona leik eftir bikarúrslitaleik. Það skiptir þá ekki máli hvort maður hefur tapað eða unnið, annaðhvort ertu langt niðri eða hátt uppi. Hugarfarið var fínt og við börðumst,“ sagði Friðrik. Stjarnan var með fjögurra stiga forystu í hálfleik en spenn- an undir lokin var mikil. Grinda- vík var með þriggja stiga for- skot þegar skammt var eftir en Stjarnan með boltann. Jovan Zdravevski gerði slæm mistök, tók þriggja stiga skot í engu jafn- vægi þegar nægur tími var til stefnu. - egm Iceland Express-deild karla: Hausinn í lagi hjá Grindavík HEITUR Páll Axel var sterkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.