Fréttablaðið - 26.02.2010, Page 59

Fréttablaðið - 26.02.2010, Page 59
FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 27 HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn og varnarjaxlinn Sverre Andreas Jakobsson hjá þýska liðinu Gross- wallstadt er búinn að jafna sig eftir að hafa meiðst illa á vinstra auga fyrir tveimur vikum síðan. Betur fór en á horfðist þegar Sverre fékk þrumuskot beint í augað frá liðs- félaga sínum á æfingu með þeim afleiðingum að linsa sem hann var með brotnaði þannig að blæddi mikið inn á augað. „Ég fékk grænt ljós á að byrja að æfa aftur á mánudaginn en átti reyndar bara að taka því rólega til að byrja með, en ég kann það ekkert. Ég átti bara að vera að keyra þetta á svona 60-70 pró- senta hraða en var hins vegar auð- vitað á hundrað prósent keyrslu og rúmlega það. Ég fór svo í morgun í skoðun á auganu og það var allt í fínu lagi þannig að ég má spila með í næsta leik. Ég verð samt áfram undir einhverju smá eftir- liti næstu þrjár eða fjórar vikurn- ar og það verður bara að hafa það. Það er annars bara fínt að komast aftur í gírinn og ég verð að teljast heppinn miðað við hvernig þetta hefði getað farið,“ sagði Sverre í viðtali við Fréttablaðið í gær. Sverre viðurkennir að hann eigi enn eftir að taka í hnakkadramb- ið á liðsfélaga sínum sem dúndraði boltanum í augað á honum með áðurgreindum afleiðingum. „Ég er búinn að segja þjálfaran- um að það komi að því að ég eigi eftir að keyra þennan liðsfélaga minn hressilega í gólfið, hvort sem það verður eftir tvo daga, tvær vikur eða tvo mánuði. Það mun pottþétt gerast og þá þýðir ekk- ert að vera neitt að benda á mig. Það þarf klárlega að vara hann eitthvað við því hann skaut líka hausinn af einhverri uppblásinni æfingardúkku sem við notuðum í varnarvegg á æfingu í fyrradag en ég held að þjálfarinn minn hafi nú reyndar ekki tekið mig alvarlega þegar ég sagðist ætla að taka hann í gegn,“ sagði Sverre hlæjandi en Grosswallstadt mætir Melsungen í þýska handboltanum á laugardag. - óþ Sverre Andreas Jakobsson er leikfær á ný eftir að hafa meiðst illa á vinstra auga: Verð að teljast heppinn miðað við hvernig hefði getað farið SVERRE Í kunnuglegum stellingum í vörninni en hann verður með Grosswallstadt á ný um helgina eftir tveggja vikna hvíld. NORDIC PHOTO/AFP Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is og af því tilefni minnum við íbúa höfuðborgarsvæðis og Akureyrar að moka gangveginn að húsum sínum til að tryggja aðgengi blaðbera Fréttablaðsins að lúgu. Með fyrirfram þökk, Úti er farið að snjóa ....... KORPUTORGI 50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM ÍÞRÓTTAFATNAÐI Opið: Mán.-lau. 11 til 18 Sun. 12 til 18 • Sími 578 9400 TILBOÐIN GILDA TIL SUNNUDAGSINS 28. FEBRÚAR KLINK DAGAR! YFIR 3000 VÖRUR Á 250, 500 EÐA 1.000 KRÓNUR FÓTBOLTI Vinstri bakvörðurinn Wayne Bridge hjá Manchester City hefur nú staðfest að hann gefi ekki lengur kost á sér í enska landsliðið. Bridge er búinn að vera áberandi í fjölmiðla- umfjöllun síðustu vikur eftir að upp komst um framhjáhald Johns Terry ,fyrrum liðsfélaga hans hjá Chelsea, með barnsmóður og fyrrum kær- ustu vinstri bakvarðarins. Bridge sendi frá sér yfirlýsingu vegna máls- ins og útskýrir þar ákvörðun sína. „Eftir vandlega íhugun hef ég ákveð- ið að gefa ekki lengur kost á mér í enska landsliðið. Ég hef alltaf verið mjög stolt- ur af því að spila fyrir Englands hönd en eftir atburði síðustu vikna og umfjöllun fjölmiðla hef ég ákveðið að það sé best fyrir mig og enska landsliðið að ég dragi mig til hliðar,“ segir í yfirlýsingu frá Bridge. Fyrir utan brotthvarf Bridge úr lands- liðshópi Englands er alls óvíst með þátt- töku Ashley Cole í lokakeppni HM vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir og því útlit fyrir að vinstri bakvarðastaðan ætli að verða vandræðaefni fyrir landsliðs- þjálfarann Fabio Capello. Eins og staðan er núna þykja Leighton Baines hjá Everton og Stephen Warnock hjá Aston Villa vera líklegustu kostirnir. - óþ John Terry búinn að hrekja Wayne Bridge frá enska landsliðinu: Best fyrir alla að ég dragi mig til hliðar FÓTBOLTI Staðfest hefur verið að meiðslin sem Anderson hjá Manchester United varð fyrir í 3-0 sigurleiknum gegn West Ham í vik- unni eru mun alvar- legri en fyrst var haldið. Ljóst er að Ander- son sleit krossband í hné og verður því ekkert meira með Unit- ed á keppnistímabilinu. Anderson hefur átt erf- itt uppdráttar hjá United á yfirstandandi keppnis- tímabili og lent upp á kant við knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson og því ekki fengið mörg tækifæri. Menn velta því fyrir sér hvort hinn 21 árs gamli Brasilíumaður sé búinn að leika sinn síðasta leik með United en hann kom til félags- ins frá Porto árið 2007 á 18 milljónir punda og hefur aðeins skorað eitt mark í 97 leikjum. - óþ Man. Utd missir mann á lokaspretti vetrarins: Anderson ekki meira með

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.