Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 62
30 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. vera með, 6. í röð, 8. meðal, 9. bergmála, 11. tveir eins, 12. lyf, 14. vörubyrgðir, 16. belti, 17. örn, 18. kvabb, 20. klaki, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. málmur, 3. verkfæri, 4. sumbl, 5. þróttur, 7. hvellur, 10. skel, 13. temja, 15. krot, 16. rjúka, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. hafa, 6. rs, 8. lyf, 9. óma, 11. ll, 12. meðal, 14. lager, 16. ól, 17. ari, 18. suð, 20. ís, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. króm, 3. al, 4. fyllerí, 5. afl, 7. smellur, 10. aða, 13. aga, 15. riss, 16. ósa, 19. ðð. Háhyrningnum Tilikum var neitað um að koma til Íslands árið 1992 þegar erlendir dýravernd- unarsinnar óskuðu eftir því að fá að flytja hann hingað. Tilikum hefur verið til umfjöllun- ar í heimspressunni undanfarna daga eftir að hann drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í vikunni. Í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1992 er greint frá því að leitað hafi verið eftir leyfum hjá íslenskum yfirvöldum fyrir því að flytja Tilikum til landsins en því hafi verið hafnað sökum sjúkdómahættu og af dýraverndunar- sjónarmiðum. Sex árum síðar lenti hins vegar Hollywood-stjarnan Keiko á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Hallur Hallsson, sem vann að komu Keiko til Íslands, kannast ekki við umsókn Tilikum en hann segir að þeir sem stóðu að komu Keiko hafi sótt um sín leyfi til landbúnaðarráðuneyt- isins en ekki sjávarútvegsráðuneytisins eins og háttur hafði verið á, háhyrningar séu nefnilega spendýr en ekki fiskar. „Þetta var mikil vinna, að fá Keiko til Íslands, það kom fjöldi fólks að þessu verkefni og þetta var mjög kostnaðar- samt,“ segir Hallur. Tilikum var fangaður af skipsverjum Guð- rúnar HF í október 1983 ásamt tveimur öðrum háhyrningum í Berufirði og var um tíma til sýnis í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Hann var síðan seldur til Bandaríkjanna en íslensk- ir háhyrningar voru feikilega vinsælir á fyrri hluta áttunda áratugarins eftir að slíkar veiðar voru bannaðar í Kyrrahafinu 1972. Vitað er um sex íslenska háhyrninga sem hafa náð miklum vinsældum í sjávardýragörðum, fjórir þeirra eru enn á lífi. - fgg Tilikum fékk ekki að koma til Íslands VILDI KOMA TIL ÍSLANDS Háhyrningnum Tilikum, sem drap þjálfarann sinn, var meinað að koma til Íslands 1992. Hallur Hallsson, sem vann að komu Keiko, segir mikla vinnu hafa fylgt því að koma skepn- unni til landsins. „Það er Serrano. Quesadilla með kjúklingi, það klikkar aldrei.“ Brynjar Már Valdimarsson tónlistarmaður. Fatahönnuðurinn Guðbjörg Jakobsdóttir hefur dvalið á eyjunni Fogo við Nýfundna- land þar sem hún vinnur að því að skapa grunn að innbúi hótels sem rísa á á eyjunni. Aðstandendur verkefnisins fengu til sín sextán hönnuði, listamenn og handverks- fólk víða að úr heiminum til að taka þátt í verkefninu. Ástæðan að baki þess er meðal annars sú að halda á uppi atvinnu á eyjunni og því munu heimamenn taka fullan þátt í allri undirbúningsvinnunni. Eyjan Fogo er við strönd Nýfundnalands og voru íbúar eyjunnar um 2.700 manns árið 2006. „Þetta er tilraunaverkefni þar sem á að hanna nútímalegt hótel á þessari eyju sem úti á hjara veraldar. Samtökin sem standa að þessu verkefni eru góðgerðarsamtök sem eru að reyna að kveikja líf á eyjunni með því að búa til stað fyrir listafólk til að vinna á og kynna Fogo sem áhugaverðan áfangastað fyrir ferðamenn,“ segir Guðbjörg. „Þátttak- endur skipta á milli sín verkum eftir áhuga- sviði og menntun og stefnt er að því að hafa sem mesta samvinnu milli þátttakenda og heimamanna. Einnig er stefnt að því að allt hráefni komi sem mest frá eyjunni og að eyjarskeggjar geti framleitt innanstokks- munina að mestu sjálfir.“ Guðbjörg er ein fjögurra Íslendinga sem taka þátt í verkefninu, en með henni eru Dagur Óskarsson, Hafsteinn Júlíusson og Páll Einarsson. Verkefnavinnunni lýkur um mánaðamótin og er þá vonast til gunnhug- myndir að útliti hótelsins verði tilbúnar. - sm Hanna innbú hótels á eyjunni Fogo STÖDD Á FOGO Guðbjörg Jakobsdóttir fatahönnuður vinnur að hönnun innanstokksmuna í hótel sem mun rísa á eyjunni Fogo. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég fékk stefnumót, en ekki hvað?“ segir Guðmundur Heim- ir Jónasson, 21 árs gamall versl- unarstjóri í Fötex, sem sló í gegn í danska stefnumótaþættinum Dagens Mand á TV 2. Heimir gerði sér lítið fyrir og heillaði dönsku stelpurnar upp úr skón- um með Skítamórals-slagar- anum Ertu þá farin? við góðar undirtektir bæði áhorfenda og stúlknanna. „Ég veit ekki af hverju ég valdi þetta lag, þetta var bara það fyrsta sem kom upp í hugann á mér,“ segir Heimir og viðurkennir að hann hafi stein- gleymt textanum, það hafi ekki komið að sök því hvorki áhorf- endur né stúlkurnar skildu hvað hann var að syngja. „Sumt af því sem ég söng meikaði engan sens, eða við skulum segja að þetta hafi bara verið önnur útgáfa af þessu lagi, mín útgáfa,“ útskýrir Heimir og hlær. Heimir hefur verið búsettur í Danmörku í tíu ár, flutti til Kaup- mannahafnar með móður sinni sem nú er flutt heim til Íslands aftur. Hann segir vinkonu sína á Jót- landi hafa skráð hann til leiks í þættinum. „Hún lýsti því yfir að hún ætlaði að koma mér í þátt- inn. Skömmu seinna var hringt frá TV 2 og ég spurður hvort ég vildi ekki koma í prufur. Þarna var heill hellingur af strákum og við fórum inn, fjórir saman. Hinir þrír sögðust allir spila fótbolta og eitthvað í þeim dúr þannig að ég varð að koma með eitthvað annað,“ útskýrir Heimir sem lýsti því yfir í prufunum að hann væri mikið fyrir að ríða út á íslenskum hestum og semdi bæði íslensk lög og texta. Herbragðið virkaði fullkomlega því skömmu seinna var Heimir kominn í útsendingu. „Þetta var svolítið fyndið því ég hef aldrei sungið fyrir framan neinn.“ Þátt- urinn gengur þannig fyrir sig að hópur stúlkna á lausu fær að kjósa hvort þær vilji fá stefnumót með álitlegum piparsveini og þurfa drengirnir að sanna sig fyrir þeim með hæfileikum sínum. Og Heimir vann sér inn stefnu- mót, fór með laglegri snót á veit- ingastaðinn Costume House í mið- borg Kaupmannahafnar og átti með henni notalega stund. Hann segir hins vegar ekkert framhald verða á því sambandi. „Nei, nei, þetta endaði bara þarna.“ Eftir situr hins vegar söngurinn og hinn sérstaka útgáfa af sveita- ballarómans Einars Bárðarsonar sem Danirnir aldrei skildu. freyrgigja@frettabladid.is. HEIMIR JÓNASSON: KOM FRAM Í DÖNSKUM STEFNUMÓTAÞÆTTI Heillaði danskar stelpur með Skítamórals-slagara VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir. 2 Þeir eru fjórir. 3 Stefan Füle. FÓR Á KOSTUM Heimir Jónasson fór á kostum í stefnumótaþætt- inum Dagens Mand sem sýndur er á TV 2. Hann söng sveitaballarómans Einars Bárðarsonar, Ertu þá farin?, sem Skítamórall gerði ódauðlegt. Hin árlega ræðukeppni framhaldsskólanema, Morfís, dregur yfirleitt dilk á eftir sér. Og það mátti víst litlu muna að upp úr syði þegar MH og FG öttu kappi á miðviku- dagskvöldið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru MH-ingar ákaflega ósáttir við niðurstöðu eins dómara sem dæmdi FG sigur á meðan tveir samdómendur hans voru ekki á sama máli og dæmdu MH sigur. Þjálfari MH-inga er rapparinn Dóri DNA en hann ku víst vera æfur yfir þessu. Og eins og alþjóð veit er aldrei gott þegar rapparar eru reiðir. Það var mikill fögnuður í Borgarleikhúsinu í gær því leikkonurnar Nína Dögg Filippus- dóttir og Kristín Þóra Haraldsdóttir áttu þá báðar afmæli. Hvorug þeirra vildi þó gefa nákvæm- lega upp árafjöld- ann en þær voru engu síður hæstánægðar með daginn. Nína Dögg er þessa dagana að æfa fyrir nýtt þýskt verk sem heitir Dúf- urnar og Kristín Þóra er að koma til baka eftir barneignarfrí og leikur systur Orms í Gauragangi. Fjölmargir hafa beðið spenntir eftir Djúpu lauginni á Skjá einum en tveir þættir hafa nú verið sýndir. Áhorf á þættina hefur verið bærilegt, í síðustu viku horfðu 5,4 prósent landsmanna á aldrinum 12-49 ára á þáttinn. Athyglisvert er að eldri áhorfendur virðast áhuga- samir fyrir þætti þeirra Röggu og Tobbu. Alla vega er Djúpa laugin fimmti vinsælasti þáttur Skjásins í aldursflokknum 12-80 ára en í sjöunda sæti yfir þá vinsæl- ustu í flokki 12-49 ára. - fgg, fb FRÉTTIR AF FÓLKI Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.