Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 20
20 27. febrúar 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Heiða Björg Pálma- dóttir skrifar um barna- verndarmál Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur hefur í tveimur greinum í Frétta- blaðinu, 18. og 23. febrúar sl., gagnrýnt Barnaverndar- stofu vegna máls sem varðar kyn- ferðislegt ofbeldi af hálfu starfs- manns meðferðarheimilisins að Árbót gegn stúlkum á heimilinu. Svar stofunnar vegna fyrri greinar- innar birtist hinn 20. febrúar. Í þess- ari grein verður gerð lokatilraun til að leiðrétta rangfærslur Vigdísar. Vegna trúnaðar við þau börn, sem hlut eiga að máli, getur Barnavernd- arstofa, eðli málsins samkvæmt, ekki rakið málið í smáatriðum. Vigdís hefur ekki komið að þeim málum sem hún fjallar um enda bera greinaskrifin með sér að höf- undur hefur takmarkaðar upplýs- ingar um málið og framvindu þess, bæði hjá barnaverndaryfirvöldum og réttarvörslukerfinu. Einnig bera greinarnar með sér takmarkaða þekkingu á þeim grundvallarregl- um, sem íslenskum stjórnvöldum ber að fara eftir í störfum sínum, og þeim greinarmun sem gera verð- ur á heimildum yfirvalda til þess að gera kröfur á samningsaðila, vegna þjónustusamninga sem í gildi eru, og þess að hafa húsbóndavald í vinnuréttarlegum skilningi. Í seinni grein Vigdísar er því ranglega haldið fram að lögreglu- rannsókn á árinu 2009 hafi verið tekin upp að frumkvæði barna- verndarstarfsmanns og að aðrir en Barnaverndarstofa hafi að lokum leitt málið til lykta. Hið rétta er að bæði málin, vorið 2008 og 2009, voru tekin upp fyrir tilverknað þeirra stúlkna sem í hlut áttu og sögðu frá ofbeldinu. Málin voru frá upphafi unnin í góðri samvinnu Barnaverndarstofu og þeirra barna- verndarnefnda sem málin vörðuðu. Þetta á við um framlagningu kæru, skýrslutökur af stúlkunum og ákvarðanir um framhald á vistun stúlknanna eða meðferðarrof eftir atvikum. Eðlilega er ákveðin verka- skipting viðhöfð í samvinnu þessara aðila í samræmi við lögbundin hlut- verk þeirra. Þannig kom það t.d. í hlut barnaverndarnefnda að leggja fram kæru til lögreglu og Barna- verndarstofu að gera ráðstafanir sem lutu að meðferðarheimilinu og sakborningi. Önnur atriði eru unnin sameiginlega, svo sem tilhögun og framkvæmd rannsóknarviðtala, stuðningur við börnin sem málið snerist um svo og ýmis samskipti við réttarvörslukerfið. Gagnstætt fullyrðingu Vigdís- ar skal áréttað að í málinu nutu börnin alls vafa. Birtist það í þeirri staðreynd að strax og ásakanir komu upp, bæði vorið 2008 og 2009, voru frásagnir stúlknanna teknar alvarlega, hlutast til um að lögregla rannsakaði málin og starfsmaðurinn látinn víkja á meðan. Sömu sjónar- mið búa að baki þeirri meg- inreglu að útgáfa ákæru réttlæti endanlega uppsögn starfsmanns þrátt fyrir að dómur hafi ekki fallið. Í þessu felst engin mótsögn. Eðlilegt er að sönnunar- kröfur í barnaverndarkerf- inu séu minni en við meðferð saka- mála þrátt fyrir að ávallt þurfi að gera töluverðar kröfur til sönnun- ar í slíkum efnum. Hefur það verið staðfest af dómstólum. Að sama skapi felst engin mót- sögn í því að þrátt fyrir umrædda meginreglu geti aðstæður í ein- staka málum leitt til þess að krefj- ast megi að starfsmanni verði sagt upp á fyrri stigum. Fer slíkt mat eftir gögnum í hverju og einu máli. Stjórnvöldum er skylt að meta hvert mál fyrir sig og gæta að þess að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er miðað við málavexti. Áköll um fortakslausar uppsagn- ir, komi upp grunur um að brot- ið hafi verið gegn barni, eru hins vegar tilfinningalegs eðlis. Eðli- legt er að slík mál veki upp sterk- ar tilfinningar en stjórnvöld mega hins vegar ekki falla í þá gryfju að láta tilfinningaleg viðbrögð stjórna vinnslu mála. Þeim ber skylda til að meta málin af yfirvegun með hlið- sjón af staðreyndum hvers máls. Ekki verður séð í hvaða tilgangi Vigdís tengir saman umrætt kyn- ferðisbrotamál og fyrirkomulag eftirlits með starfsemi meðferðar- heimila. Slíkt væri að sjálfsögðu skiljanlegt ef unnt væri að sýna fram á tengsl málsins við ein- hverja hnökra í framkvæmd eftir- lits af hálfu Barnaverndarstofu og þeirra kynferðisbrotamála sem Vig- dís gerir að umtalsefni. Í þessum efnum er rétt að vekja athygli á því að síðastliðið sumar fól félags- og tryggingamálaráðuneytið sjálfstætt starfandi sérfræðingi að fara yfir málið. Fólst sú úttekt meðal annars í því að meta hvort eftirlit Barna- verndarstofu með meðferðarheim- ilum á vegum stofunnar væri full- nægjandi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaða ráðuneytisins eftir þá úttekt var afar jákvæð og að ekki væri ástæða til að gera efnis- legar athugasemdir við eftirlitið. Hugmyndir, sem birtast í grein- um Vigdísar, eru ekki nýjar af nál- inni og hefur Barnaverndarstofa til að mynda við ýmis tækifæri lagt til að fela sjálfstæðum aðila að hafa eftirlit með meðferðarheimil- um samkvæmt barnaverndarlög- um. Stofunni er ekkert kappsmál að hafa slíkt eftirlit alfarið í sínum vegum. Nú síðast lagði Barnavernd- arstofa fram slíkar tillögur í tengsl- um við fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarlögum. Höfundur er lögfræðingur Barnaverndarstofu. Sannast sagna HEIÐA BJÖRG PÁLMADÓTTIR UMRÆÐAN Sigurbjörg Sigurgeirs- dóttir skrifar um pólit- íska umræðu Yfirlýsing formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, um að vísa beri prófessor Anne Sibert úr peningastefnunefnd Seðlabank- ans vegna greinar sem hún birti sem fræðimaður á veftímarit- inu Voxeu.org bendir óneitanlega til þess að lítið hafi breyst í heimi stjórnmálanna við hrunið. Íslensk- ir fræðimenn hafa búið við hótan- ir af þessu tagi í áraraðir. Nú má helst enginn hafa sjálfstæða þekk- ingu og tjá sig um IceSave vegna þess að samningar standa yfir um IceSave. Fyrir hrun bankanna mátti enginn hafa sjálfstæða þekk- ingu og fjalla um málefni bankanna á opinberum vettvangi. Það var of viðkvæmt fyrir markaðinn og gat valdið áhlaupi á bankana. Í grein í Fréttablaðinu 19. febrú- ar sl. gengur formaðurinn svo langt að ætla þessum fræðimanni að vera þátttakandi í pólitík og pólitísku útspili. Það er þröngsýni stjórnmála- manns að halda að allir vilji stunda pólitík. Anne Sibert veitir Seðla- banka Íslands sérfræðilega þjónustu með setu sinni í peningastefnunefnd. Að öðru leyti er Anne Sibert þekktur fræðimaður sem hefur ekki áhuga á pólitík í sjálfri sér, en hefur eins og flestir fræðimenn meiri áhuga á fræðilegri þróun þekkingar í opnum umræðum við aðra fræðimenn. Fræðimönnum er almennt meira umhugað um faglegan heiður sinn en athygli stjórnmálamanna, enda liggur að baki þrotlaus vinna í harðri samkeppni innan fræðaheimsins. Þar er mikið í húfi fyrir fræðimann sem vill vera tekinn alvar- lega sem slíkur, en það er nokkuð sem íslenskum stjórnmálamönnum hefur reynst erfitt að skilja. Heimur stjórnmálanna og fræðaheimurinn eru nokkuð aðskildir heimar. Það sem tikkar í pólitík tikkar ekki í fræðaheimin- um. En það er eðli nútíma- ríkis og lýðræðisþróunar í frjálsum samfélögum að þar eru margir gerendur, þ.e. gerendur á sviði stjórnmála, þekkingar, upp- lýsinga, hagsmuna og almenningur. Þessir heimar skarast og í siðuðum samfélögum þar sem margir taka þátt í umræðunni fer betur á rök- ræðu en hótunum.Þá á enginn einn að hafa það hlutverk að „stjórna“ umræðunni. Það er einræði. Þögg- un og skortur á gagnrýnni umræðu áttu sinn þátt í hruninu. Þá var það fyrst og fremst heimur við- skiptalífsins sem hafði með aðstoð íslenskra stjórnmálamanna yfirtek- ið upplýsingastreymi til almennings í landinu og skrúfað þannig fyrir súrefnið í stjórnkerfi lýðræðisins. Íslensk stjórnmál sem ætla að lifa af áskoranir 21. aldarinnar verða að laga sig að þeirri staðreynd að stjórnmálamenn þjóðríkja eru stjórnmálamenn í alþjóðlegu sam- hengi, en ekki bara stjórnmálamenn í sínu kjördæmi. Með aukinni þekk- ingu, betra aðgengi að upplýsing- um og alþjóðlegri skírskotun fjölg- ar gerendum sem geta haft bein eða óbein áhrif í heimi íslenskra stjórnmála, gerendum sem stjórn- málamenn nútímans hafa ekkert vald yfir, gerendum sem eiga ekk- ert undir íslenskum stjórnmála- mönnum. Þessi þróun kann að vera ógn fyrir stjórnmálamenn sem vilja halda í þrönga flokkspólitíska hags- muni, en hún kann þó að eigi eftir að koma lýðræðinu til bjargar. Það er barnaskapur formannsins að halda að í skrifum prófessors- ins sé eitthvað nýtt að finna fyrir viðsemjendur Íslendinga í IceSave- deilunni. Allar upplýsingar sem prófessorinn notar í greiningu sinni eru opinberar upplýsingar. Þá get ég fullvissað formanninn um það að í ráðuneytum Bretlands og Hollands er e.t.v. að finna ítarlegri greining- ar á stöðu Íslands en finna má hér á landi. Það sem meira er, þar gæti einnig verið að finna betri forsend- ur að greiningu á möguleikum og tækifærum Íslands en fram hafa komið hér á landi. Þetta kemur til af því að í fyrsta lagi hafa stærri samfélög aðgang að stærra úrtaki fólks til að byggja upp hóp góðra sérfræðinga. Það gefur meira svigrúm til að skipu- legga stjórnkerfið með þeim hætti að kostir sérhæfingarinnar nýtast sem best. Í öðru lagi þá eru í Hol- landi og Bretlandi sérfræðingar innan stjórnsýslunnar sem hafa fengið starf sitt með því að þreyja samkeppnispróf og fara í gegnum þröngt nálarauga ráðningarnefnda og eru því að störfum eingöngu vegna verðleika sinna og hæfni. Í þriðja lagi, þarna er sérfræðingum upp á lagt að horfa til lengri tíma og fást við vandasamar hagfræði- legar, pólitískar og stjórnsýsluleg- ar greiningar með alþjóðlegri skír- skotun dag út og dag inn. Þarna eru sérfræðingar sem líta á Ísland sem sjálfstætt, fullvalda, norrænt ríki og skoða hagsmuni þess út frá þjóð- arhagsmunum landsins í heild, en eru ekki bundnir af nýlenduótta eða staðbundinni pólitík og hagsmunum einstakra kjördæma. Sýn sem hafin er yfir ótta og þrönga hagsmuni gæti breytt mörgu um framtíð Íslands. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Þekking í ríki óttans NJÓTIÐ ÞESS AÐ FLJÚGA NÁMSKEIÐ GEGN FLUGFÆLNI – 9. MARS 2010 Icelandair efnir til námskeiðs fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni. Kenndar verða aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni og farið verður yfir þætti sem tengjast flugvélinni og fluginu sjálfu. Námskeiðinu lýkur með flugferð til eins af áfangastöðum Icelandair í Evrópu. Leiðbeinendur: Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur og Páll Stefánsson flugstjóri. Námskeiðið hefst 9. mars 2010. + UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING eline@icelandair.is I SÍMI: 50 50 300 Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 5. mars 2010. Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.org Ný og persónuleg jógastöð hefst 1. mars. Skráning hafi n í síma 695 8464 / 772 1025 eða á jogastudio.org • Hot jóga • Hatha jóga • Byrjendanámskeið • Krakkajóganámskeið SIGURBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.