Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 32
32 27. febrúar 2010 LAUGARDAGUR Ö lkelduvatn úr nátt- úrulegum upp- sprettum hafði verið vinsælt langt aftur í aldir þegar Englendingurinn Joseph Priestley fann árið 1767 upp aðferð til að búa það til með því að metta vatn með koltvísýr- ingi. Þessi aðferð var þróuð áfram af ýmsum og byrjað var að blanda bragðefnum við sódavatnið. Gosið varð snemma vinsælt í Bandaríkj- unum þar sem svokallaðir gos- drykkjabrunnar (Soda fountain) spruttu upp og voru starfræktir í ísbúðum eða í apótekum því í byrj- un var gosþambið talið heilsusam- legt. Það voru ekki síst apótekarar sem þróuðu bragðtegundir goss- ins með því að prófa sig áfram og blanda ýmiss konar bragðefnum í vellandi vatnið. Gosdrykkir til forna Neysla goss á 19. öldinni var að mestu bundið við þessa gos- drykkjabrunna því erfiðlega gekk að halda gosinu í glerflösk- um. Sala goss í flöskum komst ekki almennilega á skrið fyrr en eftir 1892 þegar William Painter í Baltimore fann upp gosflösku- tappann sem enn er notaður. Þá fór líka allt í gang og gosdrykkja- þamb dreifðist um heiminn. Íslendingar voru fljótir að taka við sér og gátu keypt gosdrykki í Reykjavík strax árið 1893. Í blað- inu Austra, sem gefið var út á Seyðisfirði, mátti til dæmis lesa þessa auglýsingu frá St. Stefáns- syni árið 1896: „Þegar þið drekk- ið bjór og brennivín á kvöldin, vaknið þið með timburmenn og vonda samvisku á morgnana; en mínir ilmandi gosdrykkir svala ykkur í sakleysi og ein- lægni. Margar nýjar tegundir komu nú með „Egil“.“ Þess var ekki langt að bíða þar til hafin var framleiðsla gosdrykkja á Íslandi. Árið 1898 setti ungur Norðmað- ur, Casper Hartvig, upp gos- drykkjaverksmiðjuna Geysi og undirbauð innfluttu drykkina. Hann gekk lengra og opnaði billi- ardstofu og café í Aðalstræti og bauð þar upp á gosdrykki á ís. Í kringum aldamótin 1900 mátti einnig kaupa gosdrykki frá Kaldá í Hafnarfirði (m.a. óáfengt kampavín – „bezti bind- indismannadrykkur“) og verslun Leonh. Tangs á Ísafirði bjó til og seldi gos, meðal annars Búalímon- aði. „Hvers vegna reyndust Búar hugrakkir og þrautseigir í stríð- inu? Af því þeir drukku aldrei annað en Búalímonaði,“ segir í auglýsingu frá 1906. Á Akureyri stofnaði Eggert Ein- arsson gosdrykkjaverksmiðju árið 1902 og bjó til ýmsar tegundir, meðal annars „Bringeberja-lim- onade handa dömunum“ og San- itas var stofnað á Seltjarnarnesi árið 1905 og starfaði megnið af öldinni. Skítamix varð Mix Gosdrykkjaverksmiðjur komu og fóru í áranna rás. Gosdrykkja- verksmiðja Seyðisfjarðar var ein, á Akureyri var Efnagerð Akureyr- ar og síðar Sana og Flóra. Davíð Scheving Thorsteinsson byrjaði með Sól hf. á 9. áratugnum, fram- leiddi ýmsar tegundir af sólgosi, og síðar Seltzer með ýmsum bragðtegundum af enskri fyrir- mynd. Seltzer var auglýstur sem „heilsudrykkur“ og var fluttur út og mátti á tímabili kaupa í heims- borgum. Í dag kemur allt innlent gos frá tveimur verksmiðjum, verksmiðj- um Ölgerðarinnar og Vífilfells, sem eru nágrannar í Árbænum. Ölgerð- in Egill Skallagrímsson byrjaði að framleiða Malt árið 1913. Fram- leiðsla gosdrykkja hófst árið 1930 er Ölgerðin keypti gosdrykkja- verksmiðjurnar Síríus og Kaldá. Ölgerðin hóf að framleiða App- elsín árið 1955 og því er Appelsín elsti alíslenski gosdrykkurinn sem enn er framleiddur. Verkstjórinn Sigurður Sveinsson þróaði og full- komnaði drykkinn. Innlendar gosdrykkjategundir eru fáar í dag, miðað við það sem oft hefur verið. Auk Appelsínsins er Mix eini alíslenski gosdrykkur- inn sem er enn framleiddur. Mix var fyrst blandað og framleitt hjá Efnagerðinni Flóru á Akureyri sem var í eigu Kaupfélags Eyfirð- inga. Það ku hafa verið bakarinn Björgvin Júníusson sem bjó þenn- an drykk til fyrstur manna með aðstoð vinnufélaga sinna. Fyrir ein jólin átti að vanda að leggja í Gosdrykkir á Íslandi Íslendingar eru gossvelgir og hafa löngum verið. Alls konar tegundir sykraðra gosdrykkja hafa runnið í gegnum búðirnar hér í áratuganna rás, bæði innlendar gostegundir og erlendar, fram- leiddar hér úr innfluttu þykkni. Dr. Gunni sökkti sér í gosið. GOS Í HILLUM Í REYKJAVÍK 2010 Nú kemur allt íslenskt gos frá tveimur verksmiðjum. Úrvalið er mun minna en það var áður fyrr, þegar allt upp í fimm gosdrykkja- verksmiðjur voru starfandi á landinu á sama tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PEPSI Á LÍNUNA Krakkar kneyfa kóla á árum áður. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.