Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 34
MENNING 2 menning kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Anna Margrét Björnsson Hönnun: Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Í Listasafninu er stór svartur flygill. Mér gefst ekki oft tækifæri til að spila á svona gott hljóðfæri og þess vegna mun ég mest spila píanólög á tónleik-unum,“ segir Kristín Anna Valtýsdótt- ir, sem einnig gengur undir nafninu Kría Brekkan. Kristín heldur tónleika í Lista- safni Íslands annað kvöld, sunnudaginn 28. febrúar. Kristín var meðlimur hljómsveitarinnar múm og hefur einnig meðal annars leikið með Stórsveit Nix Noltes og Slowblow. Hún sagði skilið við múm árið 2006 og sama ár fluttist hún til New York, þegar hún gift- ist tónlistarmanninum David Portner úr hljómsveitinni Animal Collective. Krist- ín og Dave gáfu saman út plötuna Pullhair Rubeye árið 2007 og Kristín lék einnig inn á plötuna Feels með Animal Collective sem kom út árið 2005. Undir nafninu Kría Brekkan hefur Kristín sent frá sér nokkr- ar smáskífur og einnig EP-plötuna Apo- tropaíosong Armor frá 2008. Þá plötu vann Kristín upp á eigin spýtur, bjó til umslagið og dreifði á eigin vegum.Hún sneri aftur til Íslands síðastliðið haust og hefur að eigin sögn verið að vinna í ýmsum málum síðan. Þegar ég bjó í New York fékk ég mörg til- boð um að spila og hafði í nógu að snúast, spilaði kannski einu sinni í mánuði og und- irbjó hverja uppákomu vel,“ segir Kristín. „Nálgunin er öðruvísi hér á Íslandi, lík- lega vegna þess að hrærigrauturinn er ekki nægilega mikill til að vinna á þennan hátt. Hérna gengur þetta meira út á ákveðna rút- ínu, að taka upp plötu, kynna hana innan- lands og utan og þar fram eftir götunum. Undanfarin ár hef ég ekki verið að ganga á eftir þessum strúktúr. Ég hef ekki sinnt upptökuhliðinni að ráði vegna þess að ég hef mestan áhuga á að koma fram og þá ekki endilega á sérhönnuðu tónleikasviði. Sérstakar uppákomur heilla mig, eins og til dæmis að koma fram í Listasafni Íslands. Ég er mikið að velta fyrir mér öðruvísi nálgunum að tónlistarflutningi en ég hef hingað til verið vön.“ Kristín segir uppistöðu tónleikadag- skrárinnar í Listasafninu vera lög frá síð- ustu fjórum árum. Þegar hún er beðin um að lýsa tónlist sinni segir hún slíkt ávallt erfitt. „Þetta eru persónuleg og dálítið til- finningarík lög sem flæða úr einu í annað. Sum lögin eru poppuð og þriggja mínútna löng, önnur líklega skrýtnari og meira út í klassík, eiginlega bara út um allt. Ég syng öðruvísi en áður og syng til að mynda mun meira en ég gerði með múm,“ segir Kristín. Tónlistarkonan heldur utan í næstu viku og kemur fram á tónleikum í Englandi, Hol- landi og Þýskalandi. Aðspurð segist hún ekki vita hvort hún sé alkomin til Íslands aftur. „Ég hef ekki gert nein plön langt fram í tímann. Ég er að tengjast rótunum hér á Íslandi en hef þó á tilfinningunni að ég komi til með að flytja aftur til útlanda. Svo á ég alltaf eftir að fara í nám, eitthvert annað nám en það sem skóli lífsins býður upp á,“ segir Kristín Anna Valtýsdóttir. Tónleikar Kristínar hefjast í Listasafni Íslands klukkan 21 og aðgangseyrir er 1.000 krónur. NÁLGAST FLUTNINGINN Á ANNAN HÁTT Þetta eru persónuleg og dálítið tilfinningarík lög sem flæða úr einu í annað. Sum lögin eru poppuð og þriggja mínútna löng, önnur líklega skrýtnari og meira út í klassík, eiginlega bara út um allt. Ég syng öðruvísi en áður og syng til að mynda mun meira en ég gerði með múm Kristín Anna Val- týsdóttir, sem einnig gengur undir nafn- inu Kría Brekkan, fl utti til Íslands í haust eftir nokkur ár í New York. Hún segir lögin sem hún fl ytur í Listasafni Íslands annað kvöld vera persónuleg, tilfi nn- ingarík og fl æða úr einu í annað. TÓNLIST KJARTAN GUÐ- MUNDSSON Í vikunni var tilkynnt um tilnefningar til viðurkenningar Hagþenk- is – félags höfunda fræðirita og kennslugagna – fyrir fræðirit útgefin í fyrra. Verðlaunaupphæðin er kr. 750.000 sem er sama upphæð og Félag íslenskra bókaútgefenda veitir til íslensku bókmenntaverð- launanna í hvorum flokki fyrir sig. Eftirfarandi höfundar og rit eru tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis 2009: Aðalsteinn Ingólfsson - Ásgerður Búadóttir: Veftir Árni Heimir Ingólfsson - Jón Leifs – Líf í tónum Guðrún Ása Grímsdóttir - Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónsson- ar í Hítardal. I-II Guðjón Ármann Eyjólfsson - Vestmannaeyjar – Ferðafélag Íslands árbók 2009 Gunnar Harðarson - Blindramminn á bak við söguna Helgi Björnsson - Jöklar á Íslandi Hugrún Ösp Reynisdóttir - Saga viðskiptaráðuneytisins 1939- 1994. Frá höftum til viðskiptafrelsis Pétur Gunnarsson - ÞÞ – Í forheimskunnar landi og ÞÞ í fátækt- arlandi Sigrún Sigurðardóttir - Afturgöngur og afskipti af sannleikanum Sæunn Kjartansdóttir - Árin sem enginn man Um miðjan mars verður svo tilkynnt hvaða höfundur hlýtur við- urkenningu við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni. HAGÞENKIR TILNEFNIR TÍU BÆKUR Mikið úrval af píanóum. Píanóstillingar, viðgerðir og þjónusta. Rangárseli 6 | 109 Reykjavík | Við Seljakirkju | Símar 553 2845 - 663 2845 hl.palmars@simnet.is | www.palmar.is Kristín eða Kría hefur verið í hljómsveitunum múm og Slowblow. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.