Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 40
 27. febrúar 2010 4 Grandinn hefur blómstrað und- anfarin ár og jafnfætis því hefur veitingaúrval á svæðinu stórauk- ist. Svo skemmtilega vill til að við einu og sömu götuna, Grandagarð, eru einir fjórir staðir, kaffihús og veitingastaðir sem bjóða upp á heitan mat, kökur og kaffi og opna sumir þeirra mjög snemma, klukkan sex. Þessir staðir eru hinn klassíski Kaffivagn, veitingastað- urinn Sjávarbarinn, Grandakaffi og kaffihúsið Te og kaffi í Hug- myndahúsi háskólanna. Þeim sem eru mjög árrisulir skal bent á að starfsfólk Granda- kaffis er fyrst á fætur. Staðurinn er opnaður klukkan sex að morgni og er opinn til klukkan sex í eftir- miðdag. Á laugardögum er opið til 13.00 en lokað á sunnudögum. Í hádeginu er boðið upp á heitan mat og þess á milli er hægt að kaupa smurt brauð og kökur. Nokkrum húsum nær miðbænum, hinum megin við götuna er svo Kaffi- vagninn sem unnið hefur hug og hjörtu marga um árin, sérstaklega þeirra sem er illa við breytingar og vilja geta gengið að gamla góða bakkelsinu og heitum heimilismat í hádeginu vísu. Staðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 1933 og er opinn frá átta á morgnana til sex á daginn, alla daga vikunnar. Te og kaffi hefur starfrækt kaffihús í Hugmynda- húsi háskólanna að Grandagarði 2 allt síðan húsgagnaverslunin Salt- félagið var starfrækt þar. Staður- inn opnar klukkan átta á morgnana og er opinn til sex. Á laugardögum er opið frá 10-16 en lokað á sunnu- dögum. Beint á móti Hugmyndahúsinu er svo hægt að gera vel við sig langi mann í dýrindis sjávarfang en Sjávarbarinn er í Grandagarði 9. Staðurinn er opinn frá klukkan níu á morgnana og heldur lengur en hinir staðirnir, til níu á kvöldin. Lokað er á sunnudögum. Á morgn- ana er hægt að fá kaffi og rún- stykki en í hádeginu er hlaðborð tileinkað sjávarfangi og rjóma- löguð fiskisúpa. Einnig er hægt að taka mat með sér heim. Svo skemmtilega vill til að hráefnið er mestallt af Grandanum sjálfum, frá fiskverkend- um þar. - jma Snæðingur við höfnina Við eina og sömu götuna í miðju hafnarhverfi Reykjavíkur, Grandagarð, eru einir fjórir staðir sem bjóða upp á veitingar, allt frá samlokum, pönnukökum og kleinum upp í dýrindis fiskfang og sjávarréttasúpur. Ekki er auðvelt að þefa uppi pönnukökur á boðstólum kaffihúsa hér í bæ en Kaffivagninn er einn þeirra staða. Sjávarbarinn er með girni- legt sjávarréttarhlaðborð í hádeginu en einnig er hægt að taka matinn með sér heim. Frá Kaffivagninum er stórkostlegt útsýni yfir höfnina. Staðurinn hefur verið starfræktur í 87 ár og býður upp á klassískar og heimil- islegar veitingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VINJETTUHÁTÍÐ verður haldin í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í dag klukkan 16. Ármann Reynisson sér um dagskrána en sögurnar verða lesnar af heimamönnum í bland við tónlistaratriði. Álftaneslaugin er eina öldulaug landsins þar sem einnig er að finna stærstu vatns- rennibrautina sem er tíu metra há og áttatíu metra löng. Opið er til 18 um helgar. www.alftanes- laug.is RÝMINGARSALA Skipholti 29b • S. 551 0770 Ertu á aldrinum 16 -24 ára? Plúsinn er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16 -24 ára til þess að taka þátt í sjálfboðnu starfi og hafa áhrif á samfélag sitt með markmið og hugsjón Rauða krossins að leiðarljósi. Dæmi um verkefni fyrir þig innan Plússins: Hópur af ungu fólki héðan og þaðan sem sem vinnur að viðburðum, fjáröflun og málefnum sem þörf er á hverju sinni. Stýrihópur Ungt og skapandi fólk sem hittist reglulega og hannar föt, vörur og fleira úr endurnýtanlegu efni. Afraksturinn er seldur í Rauða kross búðunum og á fjáröflunarmörkuðum. Hönnunarhópur Vertu með! Allar nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni www.redcross.is/plusinn, í síma 554 6626 eða með því að senda póst á kopavogur@redcross.is Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 www.redcross.is/kopavogur opið virka daga kl. 10-16 Hópur ungs fólks sem sinnir fræðslu og forvörnum, bæði fyrir jafningja og yngri hópa. Fræðsluhópur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.