Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 70
38 27. febrúar 2010 LAUGARDAGUR Er pönkið dautt? Nánast. Við erum að reyna að murka úr því síðustu líftóruna. Það er reyndar mikill misskilningur að við séum ein- hverjir pönkarar. Við erum bara eins og Mannakorn með aðeins meira óverdræv á gítarnum.“ Hvernig myndirðu útskýra tón- list Morðingjanna fyrir hóp af bláhærðum frúm á Grund? Eins og Alfreð Clausen og Konni eftir þrjár könnur af Bragakaffi. Hver er hápunktur tónlistarfer- ils þíns til þessa? Koma út þess- ari blessuðu þriðju plötu Morð- ingjanna. Við erum allir rosalega ánægðir með hana og vonum að hlustendur séu það líka. Það var líka gaman þegar bassaleikarinn í Buzzcocks og Frank Stallone (bróðir Sylvester) ödduðu okkur á Mæspeis (af fyrra bragði!). Ef þú værir að taka þátt í Wipeout, hvað myndirðu þá öskra áður en þú legðir af stað? Wipeout er alltof flippað fyrir mig. Ef ég þyrfti að öskra eitthvað yrði það eitthvað mjög handahófskennt. Eða flippað. „Dúfnahólar 10!“ Væri það ekki tilvalið? Hvað þyrfti að gerast til að þú tækir þátt í Söngvakeppni sjón- varpsins? Ekkert stórbrotið, held ég. En ef Hrafn Gunnlaugsson bankaði upp á í fötunum sem hann klæddist í undankeppninni 1986 og bæði mig að taka þátt gæti ég alls ekki sagt nei. Hvað þá ef Helgi P. væri með honum og bæði mig um það á norsku. Hvar er fallegast á Íslandi? Mývatnssveitin heillar, sem og Þingvellir. Suðurnesin heilla ekki neitt. Sorrí. Þú færð tímavél upp í hend- urnar. Hvert stillir þú hana? Ég myndi stilla á árið 874, ráða mig í vinnu hjá Ingólfi Arnarsyni, og hvetja hann til að fara eitthvert sunnar. Hjálpa honum að finna Grænhöfðaeyjar til dæmis. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn er í raun náskyldur þeim mat sem ég hef hvað mesta andstyggð á. Hangikjöt og bjúgu hafa áþekkt bragð og lyktin er sú sama, nema hvað að hangikjöt er frábært en bjúgu eru viðbjóður. Má blóta í Fréttablaðinu? Helvítis fokking bjúgu! Uppáhaldsskemmtistaðurinn þinn? Leiðinlegt fólk skemmtir sér yfirleitt ekki. Ég fór í bæinn um daginn. Mér leið eins og afdönkuðum kotbónda í 10. bekkj- arpartíi. Langaði bara heim að horfa á Taggart eða eitthvað. Hefurðu lent í lífsháska? Nei, til allrar hamingju. Ég er líka svo klaufskur að ég myndi aldrei lifa lífsháska af. Hver er síðasta uppáhaldsplatan þín? The Crane Wife, þarsíðasta plata indífolkpoppsveitarinnar The Decemberists var fullkomin. Kom út fyrir fjórum árum síðan og ég hef ekki heyrt neitt jafn gott síðan. Eða er kannski verið að spyrja um eldgamlar plötur líka? Entertainment með hljóm- sveitinni Gang of Four. Ekki mörg ár síðan ég uppgötvaði hana og við það opnuðust nýjar víddir í pönksmekk mínum. Hvað myndi fullkomna líf þitt? Góð kona. Er það alveg glatað svar kannski? Besta bíómyndin? Eyes Wide Shut, hin alræmda seinasta mynd Stanley Kubrick, hefur mjakast ofar á listann með árunum og trónir held ég bara á toppnum núna. Ef eintak mitt væri ekki stafrænt væri það orðið gatslitið fyrir löngu. Ef gerð yrði bíómynd um líf þitt, hvað héti hún, hver leikstýrði og hver léki aðalhlutverkin? Leik- skólablús, í leikstjórn Ara Krist- inssonar. Hann er sjóaður í barna- myndum og myndi gera lífi mínu góð skil. Ætli ég yrði ekki leikinn af Ólafi Darra? Hvort er skemmtilegra, kreppa eða góðæri? Það var kreppa hjá mér í góðærinu þannig að ég hef ekki tekið eftir neinum breyting- um. Jú, vínarbrauðið er aðeins dýrara og svona, en hver étur það svosem? Hvað er næst á dagskrá? Við Morðingjarnir ætlum loksins að halda útgáfutónleika í tilefni af plötunni okkar, Flóttanum mikla. Tónleikarnir eru á skemmtistaðn- um Batterí, föstudaginn 5. mars, og þar verðum við í góðu sprelli ásamt vinum okkar í hljómsveit- unum Reykjavík! og Jan Mayen. Eftir það er það svo Aldrei fór ég suður, og síðan stúdíó þar sem við munum hljóðrita nýja smelli fyrir sumarið. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN OG HVAÐ ERTU KALLAÐUR: Haukur Viðar Alfreðs- son og aldrei kallaður neitt annað en Haukur. Kannski Hauk- ur feiti, Feitilíus eða Feiti Feit-Feit þegar ég er ekki á staðnum. Vona ekki samt. FÆÐINGARÁR: Ég fæddist árið 1980. Það sama ár dóu Alfred Hitchcock, John Lennon og KFC- maðurinn. Annars var þetta ekki það merkilegt ár. Bara einhver kaldastríðs-leiðindi, einhverjar náttúruhamfarir og hlutir að gerast í geimnum. Voða eitís eitthvað. Á HUNDAVAÐI: Ástin, lífið og baráttan við Bakkus? Nei, það er ekkert það spennandi. Ég var ágætlega vel upp alinn í Garða- bænum, fór í Verzló, nennti aldrei að læra og fór að glamra á hljóðfæri. Síðan þá hef ég unnið í majonesverksmiðjum, á ham- borgarastöðum og í bókabúðum. Síðustu tvö ár hef ég unnið á leikskóla og líkar það ágætlega. Þó hef ég mest gaman af því að búa til músík. Ég held ég sé ágætur í því. Hef verið í fullt af hljómsveitum en engri jafn lang- lífri og Morðingjunum. Hver étur svo sem vínarbrauð? Hann er kallaður Haukur morðingi af því hann syngur og spilar með Morðingjunum, pönkbandinu með vafasama heitinu. Í fyrra komu Morðingjarnir með þriðju plötuna sína, Flóttann mikla, og Haukur hefur haft nóg að gera síðustu mánuði við að fylgja henni eftir. Hann gaf sér þó tíma til að svitna yfir krefjandi spurningum Þriðju gráðunnar í boði Dr. Gunna. HAUKUR VIÐAR ALFREÐSSON, MORÐINGI „Eins og Alfreð Clausen og Konni eftir þrjár könnur af Bragakaffi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.