Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 72
40 27. febrúar 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Barnaskólinn í Hnífsdal fauk af grunni og gjör- eyðilagðist í snörpum hvirfilbyl þennan mánað- ardag árið 1953. Þrjátíu og sex börn voru stödd í húsinu ásamt skólastjóra og einum kennura þegar atvikið átti sér stað. Fjögur börn slösuðust allmikið og skólastjórinn fékk alvarlegan heila- hristing. Fleiri börn meiddust minni háttar og sum fengu taugaáfall. Sunnan hvassviðri hafði skollið á í Hnífsdal um klukkan níu um morguninn og hélst fram eftir degi. Það var um ellefu leytið sem hvirfilbylur reið skyndilega á suðurgafl skólahússins og skipti þá engum togum að rúður brotnuðu, húsið lyftist af grunni og brakið úr því dreifðist um allan bæ. Því hefði getað farið mun verr en raun varð á og mátti það heita einstakt lán að allir skyldu lífi halda. ÞETTA GERÐIST: 27. FEBRÚAR 1953 Skóli fauk af grunni í Hnífsdal MERKISATBURÐIR 1700 Eyjan Nýja-Bretland er uppgötvuð. 1928 Fimmtán skipverjar far- ast en tíu er bjargað þegar togarinn Jón forseti strandar við Stafnes. 1941 Togarinn Gullfoss frá Reykjavík ferst með 19 manna áhöfn út af Snæ- fellsnesi. 1964 Ríkisstjórn Ítalíu biður um aðstoð til að varna því að skakki turninn í Písa falli á hliðina. 1975 Hornstrandir norðan og vestan Skorarheiðar eru friðlýstar. 1977 Skákeinvígi hefst milli Boris Spasskí og Vlasti- míls Hort. Karatedagurinn 2010 verður haldinn á morgun frá hálf ellefu til hálf eitt í Íþróttahúsi Menntasviðs Háskóla Íslands, við Stakkahlíð sem áður hét Íþróttahús Kennaraháskólans. Til- efnið er tuttugu og fimm ára afmæli Karatesambandsins. Haldnar verða tvær 50 mínútna æfingar með reynd- ustu þjálfurum landsins og iðkendum verður skipt í hópa eftir aldri og gráð- um. Svo verður boðið upp á kaffiveit- ingar í Kaffi Easy í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal milli klukkan 14 og 16 og þangað eru allir velkomnir sem hafa tengst íþróttinni á einhvern hátt, að sögn Reinharðs Reinharðssonar, for- manns sambandsins. „Ég er búinn að vera úti um allt að leita að gömlum ljós- myndum úr starfinu, blaðaúrklippum og fleiru sem fólk getur skoðað,“ segir hann. „Svo eigum við eitthvað smáveg- is af vídeóupptökum sem við ætlum að hafa sýnilegar.“ Reinharð starfar í Bóksölu stúdenta en hefur æft karate tvisvar til þrisvar í viku í yfir 20 ár. Hann hefur verið í embætti formanns Karatesambandsins í fjögur ár og er sá fjórði í röðinni frá stofnun. Karate er japönsk sjálfsvarnaríþrótt sem barst hingað til lands um miðjan sjöunda áratuginn. Nafnið þýðir „Hin vopnlausa hönd“ og segir sitt. Íþrótt- in krefst mikillar einbeitingar og snýst um þjálfun bæði hugar og lík- ama og hún hefur heillað þúsundir hér á landi frá því hún ruddi sér til rúms. Reinharð kveðst hafa rekist á grein í Morgunblaðinu frá 1965 þar sem fram kemur að karate sé æft í gömlu frysti- húsi Júpiters og Mars á Kirkjusandi þar sem stórhýsi Íslandsbanka stend- ur nú. Hann rekur upphafið til Jóns Geirs Árnasonar sem hóf kynningu á karate hér og nefnir tvo japanska pilta frá Danmörku sem kenndu í nokkra mánuði 1966-1967, einnig Reyni Santos sem byrjaði að kenna kring- um 1970 og stofnaði nokkra klúbba og Ken Takefusa sem kenndi og þjálfaði í nokkur ár. „Eftir það hefur verið stöð- ug iðkun og nokkrir tugir manna eru komnir með svarta beltið sem er merki um góðan árangur,“ segir hann. Nú eru tólf félög innan Karate- sambandsins, flest á suðvesturhorni landsins að sögn Reinharðs. „Hér er mikil starfsemi jafnt og þétt frá ágúst fram í maí,“ segir Reinharð og telur iðkendur karate milli tólf og fimmtán hundruð í senn, tvo þriðju þeirra börn undir átján ára aldri og einn þriðja yfir þrítugu. „Eins og í öllum íþrótta- greinum hætta margir á framhalds- skólaaldrinum en koma svo gjarnan aftur,” segir hann og lýsir keppnum sem Karatesambandið tekur þátt í. „Við erum með svona tíu mót yfir vet- urinn, Íslandsmót, bikarmót og Grand Prix, svo tökum við þátt í Norðurlanda- og Evrópumótum og opnum mótum þar sem við teljum okkur eiga ein- hvern séns.“ Hann bendir fólki á heim- síðu sambandsins kai.is þar sem hann kveðst reyna að skrá allt sem gert er. En hversu langt skyldi Reinharð vera kominn í eigin þjálfun í karate? „Ég er með annað dan sem er gráða í svarta beltinu en þær eru tíu tals- ins. Menn bíða í að minnsta kosti tvö ár eftir gráðu númer tvö, þrjú ár eftir þriðju gráðu og þannig koll af kolli svo manni endist ekki ævin til að ná æðstu gráðu enda aldrei fullnuma!“ gun@frettabladid.is KARATESAMBAND ÍSLANDS: ER TUTTUGU OG FIMM ÁRA Á MORGUN Æfingar voru í hinu forna frystihúsi Júpiters og Mars FORMAÐURINN Ég er búinn að vera úti um allt að leita að gömlum ljósmyndum úr starfinu, blaðaúrklippum og fleiru sem fólk getur skoðað,“ segir Reinharð þegar hann lýsir afmælisteiti Karatesambandsins í Kaffi Easy. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVEINN BJÖRNSSON FORSETI VAR FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1881. „Vinátta við aðrar þjóðir, orð- heldni og virðuleg framkoma vor er besta vörn fyrir sjálfstæði hins vopnlausa lands vors.“ Sveinn 1881-1952 var ríkisstjóri Íslands á árunum 1941 til 1944 og Alþingi kaus hann fyrsta forseta Íslands á Þingvöllum 17. júní 1944. Afmæli Góðu vinir. Hjartans þakkir fyrir dýrmæta vinsemd við mig á afmæli mínu 2. febrúar. Guð blessi ykkur og gleðji alla daga. Inga Þorgeirsdóttir 70 ára afmæli Sunnudaginn 28. febrúar verður Kolbrún Jóhannesdóttir, Hátúni 12 , Reykjavík, sjötug. Kolbrún tekur á móti vinum og vandamönnum í sal Reykjavíkurdeildar Sjálfsbjargar Hátúni 12 á sunnudag milli kl. 14 og 16.30. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug og heiðruðu minningu föður okkar, tengdaföður og afa, Gísla Ragnars Péturssonar Keldulandi 7, Reykjavík. Elsa Dóróthea Gísladóttir Jón Hrafn Hlöðversson Kristján Einar Gíslason Elísabet Einarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Gunnþórunnar Einarsdóttur Sólheimum 23, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- heimilinu Skjóli fyrir góða umönnun. Kristín Matthíasdóttir Guðmundur Matthíasson Ingrid Matthíasson Einar Matthíasson Guðbjörg Guðbergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, Einars Inga Sigurðssonar fyrrv. heilbrigðisfulltrúa, Sóleyjarima 15, Reykjavík. Katrín Sigurjónsdóttir Sigurjón Einarsson Kristín Einarsdóttir Örn Erlingsson Aron Arnarson Karen Arnardóttir Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. SKÓLAHÚSIÐ Í HNÍFSDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.