Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 86
54 27. febrúar 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI „Ástandið hefur bara verið mjög erfitt og það þýðir ekkert að fela það,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals- manna sem freista þess að verja bikarmeistaratitil sinn í dag. Liðið hefur glímt við meiðsli í vetur en Óskar reiknar samt sem áður með því að tefla fram öllum sínum mönnum í þessum bikarúrslitaleik. „Það hafa verið vandræði með mannskapinn í síðustu leikjum og það hefur tekið á. Margir hafa verið að glíma við meiðsli, við höfum verið án stórra bita og ég er ekki viss um að mörg lið myndu þola svona lagað,“ segir Óskar en Fannar Friðgeirsson, Sigfús Páll Sigfússon og Sigurður Eggertsson hafa allir verið í miklu kapphlaupi við tímann til að verða klárir fyrir leikinn. „Þegar komið er út í bikar- úrslitaleik þarf að tjasla öllum saman og allir að vera með. Sam- kvæmt læknum og öðru eiga þeir ekki að vera tilbúnir í þennan leik. Þeir eru hins vegar allir afreks- íþróttamenn og munu gera sitt besta til að koma inn í þennan leik. Ég á ekki von á öðru en að það takist,“ segir Óskar. Haukar sitja á toppi N1-deild- arinnar með tuttugu stig en Vals- menn hafa leikið leik meira og eru fjórum stigum á eftir. Hlíð- arendapiltum hefur gengið illa að undanförnu. „Síðustu tveir leikir hjá okkur hafa verið mjög slakir. Það truflar mig samt ekkert og ekki strákana heldur. Í þessum úrslitaleik eru að fara að mætast tvö topplið og ekk- ert annað skiptir máli. Menn eru bara spenntir að spila og gera sitt besta,“ segir Óskar. Valur hefur unnið bikarkeppn- ina oftast allra liða í karlaflokki, alls sjö sinnum. Síðustu tvö ár hefur liðið hrósað sigri í keppninni en aðeins einu liði hefur tekist að vinna hana oftar en tvisvar í röð. „Í fyrra komumst við í sögu- bækur Vals með því að vinna annað árið í röð. Engin af þessum gullaldarkynslóðum Vals náði því. Nú má segja að við getum farið í sögubækur HSÍ. Það eru bara Vík- ingar sem hafa náð að vinna titil- inn þrisvar eða oftar samkvæmt mínum kokkabókum, þeir tóku dolluna fjögur ár í röð með Bog- dan. Ef við náum að vinna þriðja árið í röð finnst mér það óhugnan- lega góður árangur.“ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, er spenntur fyrir þessum bikarúrslitaleik en Hafnarfjarð- arliðið hampaði bikarnum síðast fyrir átta árum. „Það er mikil tilhlökkun í hópn- um hjá mér enda höfum við lagt mikla áherslu á bikarkeppn- ina í vetur. Það er því ánægja að við séum komnir alla leið í úrslitaleikinn,“ segir Aron. Þrátt fyrir brösugt gengi Vals að undanförnu veit Aron vel að hans menn mega ekkert gefa eftir í þessum úrslitaleik. „Valsarar eru með hörkulið. Þeirra aðalstyrk- leiki í vetur hefur verið varnar- leikurinn og svo hefur Hlynur Morthens varið vel í markinu. Það eru kannski hlutir sem við þurfum að finna lausnir á. Í varnarleiknum er svo mikilvægt að við náum að stöðva þessa hröðu og lipru leik- menn hjá þeim,“ segir Aron sem er búinn að undirbúa sína menn vel fyrir leikinn. „Við förum aðeins betur yfir leik andstæðingsins en fyrir venjuleg- an leik og reynum að búa til meiri stemningu í liðinu. Undirbúning- urinn er því ekki alveg eins og fyrir venjulegan leik.“ elvargeir@frettabladid.is Haukar ætla að stöðva einokun Vals Ljóst er að Valsmenn eiga erfitt verkefni fyrir höndum í dag þegar þeir reyna að vinna bikarkeppnina þriðja árið í röð. Mótherjarnir eru Haukar sem tróna á toppi N1-deildarinnar og búast má við hörkuleik. FYRIRLIÐARNIR Ingvar Árnason Valsari og Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, með bikarinn góða. Aðeins annar þeirra fær að handleika hann eftir leikinn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Það verður hart barist í kvennaleiknum þar sem Fram og Valur mætast. Valur varð síðast bikarmeistari kvenna fyrir tíu árum og Fram fyrir ellefu svo báðum félögum er farið að þyrsta í þennan titil. „Eitt af markmiðum okkar var að komast í þennan leik. Markmiðið er hreinlega að vinna hann, við eigum eitt skref eftir og ætlum okkur að taka það,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. Hans lið tók deildarbikarinn milli jóla og nýárs en stefnir nú á þann stóra. „Þetta eru tvö skemmtilegustu liðin og spila nútímahandbolta. Það hefur verið hörkubarátta í deild- arleikjum þessara liða og mikil skemmtun fram á síðustu mín- útu. Það verður þannig í Höllinni á laugardaginn,“ segir Einar en Framkonur sitja í öðru sæti N1- deildarinnar, fimm stigum á eftir Val en eiga leik inni. „Þetta verður bara baráttan um borgina. Þetta verður mjög gaman. Þessi tvö lið hafa eldað grátt silf- ur og búa yfir mikilli hefð,“ segir Einar sem breytir ekki út af vananum í sínum undirbúningi. „Við erum í okkar hefðbundnu rút- ínu, bætum aðeins við en gerum ekki of mikið úr þessu.“ Stefán Arnarson, hinn reyndi þjálfari Vals, segir að sitt lið sé tilbúið í slaginn. „Það vill enginn missa af svona leik. Þetta eru tvö lið sem eru mjög hröð og gaman að horfa á. Þetta verður frábær leik- ur. Þessi lið hafa mæst tvisvar í deildinni og þeir leikir voru jafnir og skemmtilegir, jafntefli í Vals- heimilinu og svo sigur hjá okkur,“ segir Stefán. „Fram er með góða markvörslu og góðan varnarleik og er eitt besta sóknarlið deildarinnar að mínu mati. Á móti kemur að við erum besta varnarliðið og með besta markvörðinn. Þetta eru samt mjög jöfn lið og þetta verður bara gaman,“ segir Stefán Arnarson sem segir undirbúning sinn ósköp hefðbundinn. - egm Tvö efstu lið N1-deildar kvenna eigast við í úrslitaleiknum í kvennaflokki, Reykjavíkurliðin Fram og Valur: Baráttan um borgina í kvennaleiknum REYKJAVÍKURSLAGUR Fyrirliðarnir Berglind Hansdóttir hjá Val og Ásta Birna Gunnars- dóttir hjá Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Einar á batavegi Stórskyttan Einar Hólmgeirsson mun að öllum líkindum snúa aftur á handboltavöllinn í dag er félag hans, Grosswallstadt, leikur gegn Mel- sungen í þýsku úrvalsdeildinni. Það verður hans fyrsti leikur í langan tíma. Einar hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli síðustu ár og hefur varla spilað í allan vetur vegna meiðsla. Hann er þó á góðum batavegi og verður loksins í leikmannahópi Grosswallstadt í dag. FÓTBOLTI Aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins hefur úrskurðað að framherjinn Emm- anuel Adebayor hjá Manchester City skuli dæmdur í fjögurra leikja bann. Adebayor fékk rautt spjald fyrir að slá til varnarmannsins Ryans Shawcross í 3-1 tapi gegn Stoke í FA-bikarnum og hefði eðlilega átt að sitja hjá í þrjá leiki en þar sem þetta er í annað sinn sem framherjinn kemst upp á kant við aganefndina þá var einum leik bætt við bannið. Adebayor fékk þriggja leikja bann í september fyrir brot á Robin Van Persie í leik gegn Arsenal en þá gerði hann jafn- framt allt brjálað með því að fagna marki sínu í leiknum fyrir framan stuðningsmenn Arsenal. Hann lék sem kunnugt er með Lundúna félaginu áður en hann kom til City síðasta sumar. - óþ Áfall fyrir Man. City: Adebayor í langt bann ADEBAYOR Hefur ekki gengið sem skyldi í vetur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Portsmouth er svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeild- inni en í gær var endanlega stað- fest að Portsmouth sé komið í greiðslustöðvun og verður þar með fyrsta úrvalsdeildarfélagið til þess að ganga í gegnum það ferli. Nú tekur við mikil vinna við að endurskipuleggja fjármál félags- ins sem sérstakur endurskoðandi á vegum ensku úrvalsdeildarinn- ar lýsti yfir að væru í algjörum hnút auk þess sem semja þarf við lánardrottna félagsins. Reglugerð ensku úrvalsdeildar- innar segir til um að félaginu skuli refsað með því að draga níu stig af því sem þýðir að Port- smouth er nú langneðst í deild- inni með 7 stig og er 17 stigum frá öruggu sæti þegar 12 leikir eru eftir í deildinni. Það virðist því fátt geta komið í veg fyrir að Hermann Hreiðars- son og félagar falli úr deildinni. - óþ Portsmouth í greiðslustöðvun: Tapaði níu stig- um í deildinni HERMANN HREIÐARSSON Var bikar- meistari með Portsmouth fyrir tveim árum. NORDIC PHOTOS/GETTY Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Svíum, 5-1, þegar landsliðin mættust á Algarve Cup í gær. Íslenska liðið stóð vel að vígi í leikhléi en þá var Ísland 1-0 yfir en Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark íslenska liðsins. Leikur íslenska liðsins hrundi aftur á móti í síðari hálfleik og þá fékk liðið á sig fimm mörk á aðeins 25 mínútna kafla. Það getur ekki verið ásættanlegt. „Ég veit hreinlega ekki hvað gerðist í síðari hálfleik hjá okkur. Ég verð eiginlega að spyrja stelpurnar að því því ég geri mér ekki grein fyrir því,“ sagði Sigurð- ur Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari eftir leikinn en hann var að vonum svekktur. „Ég man hreinlega ekki eftir því að hafa upplifað svona leik áður. Fyrri hálfleikur var frábær hjá okkur en þar vorum við betri en Svíarnir á öllum sviðum. Liðið var afar þétt í vörninni, við skoruðum gott mark og allt frábært. Svo fáum við á okkur mark á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Ódýrt mark þar sem er ekki verið að dekka. Skömmu síðar erum við undir. Ég veit hreinlega ekki hvort liðið brotnar við það en það lítur svo sannarlega þannig út,“ sagði Sigurður en hvernig stendur á þessu hruni? „Ég veit ekki hvort leikmenn eru þreyttir eða hreinlega hafi misst einbeitinguna. Leikmenn sjálfir geta ekki útskýrt hvað gerðist. Þessi leikur var algjörlega eins og svart og hvítt.“ Sigurður segir það vera ánægjuefni hversu vel liðið hafi verið að leika í fyrri hálfleik í báðum leikjum en að sama skapi áhyggjuefni hvernig liðið brotni við mótlæti. „Seinni hálfleikarnir hafa verið í allt öðrum klassa en fyrri hálfleikarnir. Það stóð hreinlega ekki steinn yfir steini í leik okkar í síðari og við verðum að ræða veikleika okkar og reyna að laga þá fyrir næsta leik gegn Noregi á mánudag.“ SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: ÓSÁTTUR VIÐ HRUN Í LEIK ÍSLANDS Í SÍÐARI HÁLFLEIK Það stóð ekki steinn yfir steini í leik okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.