Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 2
2 1. mars 2010 MÁNUDAGUR SPURNING DAGSINS SVEITARFÉLÖG Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga mun ekki grípa til aðgerða vegna fjár- mála Hafnarfjarðarbæjar. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri staðfesti við Fréttablaðið að raf- ræn útgáfa af bréfi frá nefndinni hefði borist á bæjarskrifstofurn- ar fyrir helgi. Það verði lagt fram og kynnt bæjarráði í vikunni. Lúðvík sagði að í bréfinu væri óskað eftir að að bæjarstjórnin sendi nefndinni ársfjórðungsleg reikningsskil framvegis. Nefnd- in geri hvorki athugasemdir við tekjuforsendur né rekstraráætl- anir sveitarfélagsins en árétti áhyggjur af heildarskuldum. Bréfið fékkst hvorki afhent frá sveitarstjórnarráðuneytinu né Hafnarfjarðarbæ. - pg Fjármál Hafnarfjarðarbæjar: Engar aðgerðir en uppgjör árs- fjórðungslega VIÐSKIPTI Aflétta verður gjaldeyris- höftum eigi kröfuhöfum að tak- ast að selja 95 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka innan næstu þriggja til fimm ára. Árni Tómasson, for- maður skilanefndar Glitnis, sagði á kynningarfundi skilanefndar og slitastjórnar á fimmtudag hluta kröfuhafa mótfallna yfirtöku skila- nefndar á bankanum í fyrrahaust. Þýskir lánardrottnar Glitnis eru þar háværasti hópurinn. Af þess- um ástæðum er skilanefnd byrjuð að undirbúa söluferli á bankanum í samráði við stjórnvöld undir leið- sögn svissneska stórbankans UBS. Árni segir fæsta kröfuhafa bank- ans vilja vera langtímaeigendur að Íslandsbanka. Þá sé vilji fyrir því að selja hlutinn og fá söluandvirðið upp í kröfur. Bankinn er metinn á hundrað milljarða króna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins úr röðum kröfuhafa Glitn- is er forsenda sölunnar sú að gjald- eyrishöftum verði aflétt, eða að búið verði að koma skikkan á geng- ismál með öðrum hætti innan fimm ára. Hafi erlendir fjárfestar lítinn áhuga á að festa hér fjármagn til langframa á meðan höft eru hér auk þess sem erlendir kröfuhafar Glitnis eru í vafa um hvort þeir geti flutt fé sitt úr landi takist þeim að selja hlut sinn í bankanum. - jab Skilanefnd Glitnis stefnir að því að selja hlut sinn í Íslandsbanka innan fimm ára: Gengishöft hamla bankasölu ÁRNI TÓMASSON Formaður skilanefndar segir marga kröfuhafa vilja fá söluand- virði upp í kröfur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL „Ég efast um að ég kaupi fleiri lampa,“ segir Hannes Kristmundsson, garðyrkjumaður í Hveragerði, sem varð fyrir barð- inu á þjófum sem stálu frá honum fimmtíu gróðurhúsalömpum. Hannes segir að hann hafi á dögunum farið norður í land í rúma viku. Fljótlega eftir að hann kom til baka hafi hann uppgötv- að að þjófar hefðu komið í heim- sókn á meðan. Hann segir þetta langt frá því í fyrsta skipti sem lömpum sé stolið af honum. „Þeir eru búnir að hirða af mér á annað hundruð lampa. Eitt skipti hurfu lamparnir úr einu húsinu fyrstu nóttina eftir að ég setti þá upp,“ lýsir Hannes sem kveður lamp- aþjófana vera ótrúlega kræfa og útsjónarsama. „Ég hef séð þá keyra hér um götur með vídeóvélar að taka myndir af gróðurhúsum og húsa- sundum. Þeir taka aðstæðurnar upp á myndband og stúdera þetta svo bara heima hjá sér eins og hvern annan handboltaleik,“ segir Hannes. Tjónið er mikið fyrir Hann- es því hver lampi kostar að hans sögn um þrjátíu þúsund krón- ur. Verðmæti lampanna sem var stolið sé því ein og hálf milljón. Hannes kveðst ekki vera tryggð- ur fyrir slíku tjóni því trygging- arfélögin setji mjög stíf skilyrði. „Þetta er hlutur sem ég þarf bara að kyngja,“ segir hann. Jólastjörnur og sumarblóm hafa verið kjarninn í ræktunarstarfi Hannesar. Hann segir engin blóm hafa verið í þeim tveimur húsum sem lamparnir voru en að ræktun sumarblóma sé að fara í gang. „Við vorum búin að safna í tvö hús því sem ekki var ónýtt eftir stóra jarðskjálftann síðast og ekki var þegar búið að stela. Þeir hafa gefið sér góðan tíma og tæmdu hreinlega þessi tvö hús. Þeir hafa bara gengið eftir borðunum til að klippa niður lampana og brutu þá nokkur borð,“ segir Hannes sem telur engar líkur á að þjófarnir stefni á ræktun sumarblóma. „Þetta er ekkert tengt venjulegri garðyrkju, það get ég fullyrt.“ Eins og fyrr segir er Hannes að velta því fyrir sér að endurnýja ekki lampana í þetta skipti. „Þetta þýðir ekkert. Ég held það séu ekki nema tveir eldgamlir lampar sem logar á núna. Þeir höfðu vit á að skilja þá eftir. Ætli maður hætti ekki bara að lýsa nema þá fyrir uppeldis- plönturnar.“ gar@frettabladid.is Kræfir lampaþjófar mynda gróðurhúsin Hannes Kristmundsson, garðyrkjumaður í Hveragerði, segir menn sem steli gróðurhúsalömpum svo útsjónarsama að þeir taki skotmörk upp á myndband til að undirbúa atlögurnar. Hannes íhugar að gefast upp á að notast við lampa. HANNES KRISTMUNDSSON Þjófar klipptu lampana úr tveimur gróðurhúsum sem Hannes er með í miðri Hveragerði. MYND/SIGURBJÖRG GÍSLADÓTTIR Í STÍUNNI Nefnd ráðherra þykir álitlegt að svínabúum fjölgi og að þau verði smærri í sniðum en nú er. LANDBÚNAÐUR Starfshópur land- búnaðarráðherra leggur til marg- víslegar tillögur um hvernig efla megi svínarækt í landinu. Nefndin segir mikilsvert að auka hagkvæmni íslenskra svína- búa, enda sé það í samræmi við markmið um að tryggja fæðu- öryggi þjóðarinnar. Búa þurfi greininni sambærilegt starfsum- hverfi og öðrum búgreinum. Fram kemur að íslenskir svínabændur njóti óverulegra styrkja úr landbúnaðarkerfinu en bændur í öðrum Evrópulönd- um njóta margháttaðs stuðnings. Er bent á að ekki séu til samn- ingar milli svínabænda og ríkis- valdsins í svipuðum anda og í öðrum búgreinum. Leggur starfshópurinn til að ríkisvaldið og svínabændur geri með sér samning um stuðning, starfsskil- yrði og samfélagslegar skyldur greinarinnar. - bþs Starfshópur ráðherra: Ríkið styðji við svínaræktina Sigríður, ertu þá litli ljóti and- arunginn sem breyttist í svan? „Það er hárrétt. Svona geta hlutirnir breyst fyrir alla.“ Sigríður Klingenberg, sálnalesari með meiru, sagðist í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn hafa verið „ótrúlega ljótt“ barn. Hún tók á móti Fréttablaðinu með svansvængi á bakinu. Tveir af fimm Litháum sem bíða nú dóms vegna meints mansalsmáls hafa verið úrskurðaðir í áframhald- andi gæsluvarðhald til 8. mars. Þeir kærðu gæsluvarðhaldsúrskurð til Hæstaréttar sem staðfesti hann. DÓMSTÓLAR Mansalsmenn áfram inni Ætla á Legó-mót í Istanbúl Nemendur í Salaskóla í Kópavogi hafa óskað eftir styrk úr bæjarsjóði til að fara í keppnisferð á Evrópu- mót grunnskóla í Legó í Istanbúl í Tyrklandi. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarritara til umsagnar. ÍSRAEL, AP Átök hafa brotist út nær daglega undan- farið milli ungra Palestínumanna og ísraelskra lögreglu- og hermanna. Palestínumennirnir hafa mótmælt yfirlýsingu ísraelskra stjórnvalda, sem í vikunni lýstu því yfir að tveir helgir staðir á Vestur- bakkanum yrðu settir á lista yfir ísraelskar þjóðar- gersemar. Í gær réðust ísraelskir lögreglumenn upp á Musteris hæðina í austanverðri Jerúsalem, þar sem nokkrar helgustu byggingar bæði múslima og gyðinga er að finna. Lögreglumennirnir fóru inn á svæði moskunnar Al Aksa og ráku þaðan út um tuttugu grímuklædda Palestínumenn sem höfðu verið þar yfir nóttina. Snemma um morguninn höfðu mennirnir kastað grjóti í ferðamenn og þeir köstuðu einnig grjóti að lögreglunni þegar hún mætti á staðinn. Átökin stóðu stutt yfir, en litlir hópar Palestínu- manna áttu áfram í átökum við ísraelska lögreglu- menn í næsta nágrenni langt fram eftir degi. Helgu staðirnir, sem Ísraelar ætla að setja á lista yfir þjóðargersemar, eru gröf Rakelar í Betlehem og gröf Abrahams, Ísaks og Jakobs í Hebron. Palestínumenn gagnrýna Ísraela fyrir að vilja með þessu staðfesta yfirráð sín yfir Vestur - bakkanum. - gb Nær daglegar róstur milli ísraelsku lögreglunnar og palestínskra ungmenna: Átök urðu á Musterishæðinni Vilja tillögur um Þríhnúkagíg Bæjarráð Kópavogs hefur falið atvinnumálanefnd bæjarins að gera tillögur um það með hvaða hætti mögulegt sé að gera helli Þríhnúka- gígs aðgengilegan fyrir almenning. Gera á bæjarráðinu grein fyrir sam- starfsaðilum og fjármögnunarleiðum. KÓPAVOGUR 230 þúsund á kjörskrá Alls eru 230.014 kjósendur á kjörskrá fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um ríkisábyrgð vegna Icesave samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þar af eru 115.400 konur og 114.614 karl- ar. Konur eru því 786 fleiri en karlar, eða 0,7 prósentum fleiri. ÞJÓÐARATKVÆÐI VERJAST GRJÓTKASTI Ísraelskir lögreglumenn með háa skildi í húsasundi í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem, skammt frá Musterishæðinni. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi á Ísafirði og núver- andi oddviti Í-listans, sigraði í prófkjöri framboðsins sem fór fram á laugardag. Arna Lára Jónsdóttir bæjarfulltrúi hafn- aði í öðru sæti. Í þriðja sætið varð Kristján Andri Guðjónsson útgerðarmaður. Í-listinn er sameiginlegt fram- boð Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns fram- boðs, Frjálslynda flokksins og óháðra. Alls greiddi 421 atkvæði í prófkjörinu. Í-listinn á Ísafirði: Sigurður áfram í oddvitasætinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.