Fréttablaðið - 01.03.2010, Side 6

Fréttablaðið - 01.03.2010, Side 6
6 1. mars 2010 MÁNUDAGUR Lífrænn barnamatur sem kitlar bragðlaukana Engin erfðabreytt innihaldsefni Ræktað án notkunar meindýraeiturs EVRÓPUSAMBANDIÐ Sjálfstæði Seðlabanka Íslands gagnvart stjórnvöldum er ekki nægilega tryggt í íslenskri löggjöf. Þetta hefur dregið úr trúverðug- leika og virkni peningastefnu íslenskra stjórnvalda, segir greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Skýrslan var kynnt var í vikunni. Meginniður- staða hennar er að Ísland fullnægi öllum skilyrðum sem umsóknarríki um aðild að sambandinu. Í skýrslunni segir að þótt Seðlabanka Íslands sé tryggt sjálfstæði í störfum sínum sé stofn- analegt sjálfstæði bankans ekki nægilega tryggt. Í sumum tilvikum sé honum uppálagt að taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum. Seðlabankinn sé í eigu ríkisins og stjórn- skipulega á ábyrgð við- skipta- og efnahagsráðuneytisins. Það geti haft áhrif á sjálf- stæði bankans. Því þurfi að breyta með lögum. Eins er sjálfstæði þeirra einstaklinga sem taka ákvarðanir innan stofnana Seðlabankans ekki talið nægilega tryggt. Þar er vísað til seðlabankastjóra, peningastefnunefndar og bankaráðs. Auk ákvæða um sjálfstæði Seðlabankans þurfi að herða reglur íslenskra laga um bann við lánveiting- um Seðlabankans til íslenska ríkisins til þess að ryðja úr vegi þeim laga- legu hindrunum sem eru í vegi fyrir því að Ísland fái aðild að Efnahags- og myntbanda- laginu. - pg Greiningarskýrsla Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands: Seðlabanka Íslands er ekki tryggt nægilegt sjálfstæði SEÐLABANKI ÍSLANDS Bankan- um er ekki tryggt nægilegt sjálf- stæði, að því er segir í skýrslu Evrópusambandsins. STJÓRNMÁL Árni Sigfússon, bæjar- stjóri og núverandi oddviti sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ, fékk yfirburðakosningu í fyrsta sætið í próf- kjöri flokks- ins í fyrradag eða 92 prósent. Hörð keppni var um annað sætið, svo fór að Gunnar Þór- arinsson náði öðru sætinu en Böðvar Jóns- son lenti í því þriðja. Gunnar fékk tæplega 60 fleiri atkvæði en Böðvar í annað sætið. Magnea Guðmundsdóttir endaði í fjórða sæti og Einar Þ. Magnússon í því fimmta. Á kjör- skrá voru 2902 og greiddi 1621 atkvæði. Kosningin er bindandi fyrir sjö efstu frambjóðendur. D-listinn í Reykjanesbæ: Árni hlaut yfir- burðakosningu STJÓRNMÁL Friðjón Einarsson verkefnisstjóri sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanes- bæ á laugardag. Guðbrandur Ein- arsson bæjarfulltrúi, sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu, hafn- aði í öðru sæti. Í þriðja sæti varð Guðný Kristjánsdóttir og í því fjórða Eysteinn Eyjólfsson. Alls kusu 1302 í prófkjörinu. Ekki reyndi á kynjareglu fram- boðsins en samkvæmt henni þurftu að minnsta kosti tveir af hvoru kyni að vera í fimm efstu sætunum. Fyrir fjórum árum bauð Sam- fylkingin fram ásamt Fram- sóknarflokknum undir merkjum A-listans. A-listinn fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna og Sjálf- stæðisflokkurinn sjö. Prófkjör í Reykjanesbæ: Friðjón oddviti Samfylkingar ÁRNI SIGFÚSSON SVISS, AP Svissneska stjórnin hefur ekkert viljað segja um yfirlýsingu Moammars Gaddafi Líbíuleiðtoga, sem lýsti yfir „heilögu stríði“ gegn Sviss í síðustu viku. Gaddafi hefur undanfarin miss- eri gripið til ýmiskonar aðgerða gegn Svisslendingum, eða allt frá því sonur hans, Hannibal, og eig- inkona hans voru handtekin í Sviss árið 2008 fyrir slæma meðferð á þjónustufólki. Þau sátu tvo daga í haldi. Líbíumenn hafa síðan kallað sendiherra sinn heim frá Sviss, tekið fé úr svissneskum bönkum, tafið olíuflutning til Sviss og mein- að tveimur Svisslendingum að fara frá Líbíu. - gb Gaddafi Líbíuleiðtogi: Lýsti yfir helgu stríði gegn Sviss FRAKKLAND, AP Meira en 50 manns létu lífið þegar fárviðri gekk yfir Portúgal, Spán, Frakkland, Belgíu og Þýskaland í gær. Nokkuð á annan tug manna var saknað og tugir voru særðir. Flestir hinna látnu drukknuðu en nokkrir létu lífið þegar þeir urðu fyrir trjám sem fuku í veðrinu eða braki úr byggingum. Mannskæðast varð veðr- ið í Frakklandi, þar sem verra veður hefur ekki komið síðan 1999 þegar 90 manns fórust. Lægðinni, sem nefnd var Xynthia, fylgdi mikið úrhelli sem varð til þess að ár flæddu yfir bakka sína á Bretan- íuskaga og háar öldur gerðu verulegan usla á strandsvæðum. Í París fuku vélhjól um koll og rusl fauk um götur borgarinnar. Tafir urðu á flugsam- göngum og sums staðar þurfti að fresta lestarferðum vegna þess að flætt hafði yfir teinana. Vitað var um fjörutíu manns sem létust í Frakklandi, þrjá á Spáni, einn í Belgíu, einn í Þýskalandi og tíu ára gamall drengur lét lífið í Portúgal. Rafmagnið fór af meira en milljón íbúðum í Frakklandi. Veðrið stefndi í átt til Danmerkur seint í gærkvöld, en eitthvað var þó talið að draga myndi úr krafti þess áður en þangað kæmi. - gb Lægðin Xynthia gekk yfir nokkur lönd Evrópu og fylgdi henni gríðarleg úrkoma: Fárviðri kostaði tugi manns lífið í Evrópu ALLT Á KAFI Flóð urðu víða í vesturhluta Frakklands. Þessi mynd er tekin í Chatellaillon þar sem nota þurfti báta á götunum. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Á næstu tveimur árum ætlar Síminn að tengja um 42 þúsund heimili við nýtt Ljósnet Símans, eða um 60 til 70 prósent heimila á höfuðborgarsvæðinu. Ljósnetið gefur aðgang að allt að 100 Mb hraða á sekúndu. Um er að ræða umfangsmiklar breyting- ar á Breiðbandi Símans. Með þeim er Síminn tilbúinn fyrir allar þær tæknilegu breytingar sem fyrir- sjáanlegar eru á Netinu næstu tíu árin, svo sem tilkomu þrívíddar- sjónvarps, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra Símans. Tæknin felur í sér notkun á ljósleiðurum sem þegar eru til staðar og liggja inn í breiðbands- götuskápa eða beint inn á heim- ili. „Þannig er notast við ljósleið- ara 90 til 95 prósenta af leiðinni heim til notandans. Síðan notum við koparinn sem fyrir er það sem eftir er leiðarinnar. Það hefur orðið gríðarleg framþróun á þess- ari tækni á undanförnum árum. Við höfum fylgst vel með henni og beðið eftir að hún yrði nógu hag- kvæm og vel útfærð. Nú er hún orðin það, sem er tímapunktur sem við vissum að myndi koma.“ Sævar segir tilkomu Ljósnetsins verða til mikilla hagsbóta fyrir neytendur. Verðið verði mjög lágt miðað við það sem fyrir er í boði á markaðnum. Gert er ráð fyrir að mánaðarverð miðað við 50 Mb/ s og 10 GB af erlendu niðurhali verði 3.650 krónur. Hann segir uppbyggingu á Ljósnetinu hagkvæmari en upp- bygging Gagnaveitunnar á sínu ljósleiðaraneti. „Okkar uppbygg- ing mun kosta 790 milljónir sem dreifist á tvö ár. Það er nálægt þeirri upphæð sem fyrir liggur í fjárfestingu í Breiðbandinu. Þetta eru lágar upphæðir, miðað við þá tólf milljarða sem hafa farið í upp- byggingu ljósleiðaranets Gagna- veitunnar, sem nær einungis til 20 þúsund heimila.“ Ekki er gert ráð fyrir að nýtt starfsfólk verði ráðið til starfa hjá Símanum vegna framkvæmd- anna. „Við nýtum þann mann- skap sem við höfum til að tengja ljósnetið inn á heimili fólks. Hins vegar munu samstarfsaðilar okkar í uppsetningu njóta góðs af þessu, auk þess að fjöldi fyrir- tækja hefur viðurværi af þjónustu í gegnum Netið, svo ýmis afleidd störf geta skapast við tilkomu Ljósnetsins,“ segir Sævar. holmfridur@frettabladid.is Breiðband Símans verður að Ljósneti Innan tveggja ára geta 60 til 70 prósent heimila á höfuðborgarsvæðinu tengst Ljósneti Símans og fá aðgang að allt að 100 Mb/s. Með breytingunum er Síminn tilbúinn fyrir allar breytingar á Netinu næstu tíu árin, segir forstjóri Símans. SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON Forstjóri Símans segir uppbyggingu Símans á Ljósneti sínu mun hagkvæmari en uppbyggingu Gagna- veitunnar á hennar ljósleiðaraneti. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SVEITARSTJÓRNIR Gísli S. Einars- son, bæjarstjóri á Akranesi, náði ekki einu af sex efstu sætunum í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna bæjar- stjórnarkosn- inganna í maí. Gísli er ekki bæjarfulltrúi en vildi nú fá þriðja sæti á lista Sjálf- stæðisflokks- ins. Hann var áður alþingis- maður fyrir Alþýðuflokkinn og starfaði í Samfylkingunni. Yfir- burðakosningu í fyrsta sæti list- ans hlaut Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar. Einar Brandsson sölustjóri varð í öðru sæti og Karen Jónsdóttir bæjar- fulltrúi í því þriðja. Þar á eftir koma Eydís Aðalbjörnsdóttir bæjar fulltrúi, Ragnar Már Ragnarsson byggingafræðingur og Anna María Þórðardóttir fótaaðgerðafræðingur. - gar Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki: Bæjarstjórinn úti í kuldanum GÍSLI S. EINARSSON Líkar þér vel við snjóinn sem fallið hefur síðustu daga? Já 51,1% Nei 48,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Er nauðsynlegt að greiða ríkisforstjórum yfir eina milljón króna í mánaðarlaun? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.