Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 8
8 1. mars 2010 MÁNUDAGUR HEIMILDIR: FRÉTTASTOFUR JARÐSKJÁLFTINN Í CHILE Skjálftinn mældist 8,8 stig. Hann kom verst niður á borginni Concepcion en eyðilagði einnig byggingar í höfuðborginni Santíagó sem er í 325 km fjarlægð. CHILE K Y R R A H A F I Ð Juan Fernandes-eyjar urðu fyrir flóðbylgju Perral, kl. 3.34 Upptök skjálftans á 35 km dýpi. Flóðbylgjuráðstafanir: Chile, Perú, Ekvador, Kólumbía, Panama, Kostaríka, Havaí, Suðurskautslandið ARGENTÍNA 200 mílur 320 km Santíagó Talca Chillan Concepcion Temuco 12. JANÚAR 2010 Jarðskjálfti sem mældist 7 stig varð 230 þúsund manns að bana á Haítí. 6. APRÍL 2009 Jarðskjálfti sem mældist 6,3 stig varð 300 manns að bana í L‘Aquila á Ítalíu. 29. OKTÓBER 2008 Jarðskjálfti sem mældist 6,4 stig varð 300 manns að bana í Balukistan í Pakistan. 12. MAÍ 2008 Jarðskjálfti sem mældist 7,8 stig varð 87 þúsund manns að bana í Sechuan-héraði í Kína. 15. ÁGÚST 2007 Jarðskjálfti sem mældist 7,9 stig varð 519 manns að bana í Perú. 17. JÚLÍ 2006 Jarðskjálfti sem mældist 7,7 stig varð 650 manns að bana á eyjunni Jövu í Indónesíu. 27. MAÍ 2006 Jarðskjálfti sem mældist 6,2 stig varð 5.700 manns að bana á Jövu í Indónesíu. 1. APRÍL 2006 Jarðskjálfti sem mældist 6 stig varð 70 manns að bana í Íran. 8. OKTÓBER 2005 Jarðskjálfti sem mældist 7,6 stig varð 73 þúsund manns að bana í Pakistan. 28. MARS 2005 Jarðskjálfti sem mældist 8,7 út af ströndum Indónesíu varð 1.300 manns að bana á eyjunni Nias. 22. FEBRÚAR 2005 Jarðskjálfti sem mældist 6,4 stig varð hundruðum manna að bana í Íran. 26. DESEMBER 2004 Jarðskjálfti við Indónesíu sem mældist 9,2 stig hratt af stað flóð- bylgju sem varð nærri 230 þúsund manns að bana í löndum við Indlandshaf. VERSTU JARÐSKJÁLFTAR SÍÐUSTU ÁRA CHILE, AP Jarðskjálftinn í Chile á laugardag mældist 8,8 stig og olli gríðarlegu tjóni í landinu. Þetta er með allra sterkustu jarðskjálftum sem riðið hafa yfir í Chile. Stjórnvöld sögðu í gær meira en 700 manns hafa fundist látna, en talið var fullvíst að sú tala yrði hærri þegar nánari fréttir bærust af ástandinu. Skjálftinn reif í sundur bygg- ingar, brýr og vegi. Íbúar skammt frá upptökum skjálftans hristust hreinlega út úr rúmum sínum þegar skjálftinn reið yfir um hálf- fjögurleytið að staðartíma aðfara- nótt laugardags. Töluvert var um þjófnað úr verslunum í gær, þar sem fólk not- færði sér ringulreiðina til að taka vörur ófrjálsri hendi. Um það bil hálf milljón heim- ila eyðilagðist eða skemmdist illa, en talið er að skjálftinn hafi með beinum hætti snert líf 1,5 milljóna manna. Flestir létu lífið í borginni Conc- epcion, sem er nálægt upptökum skjálftans. Þar búa um 200 þús- und manns, en vitað var um hundr- að dauðsföll í borginni af völdum skjálftans. Skjálftinn hratt af stað flóð- bylgju á Kyrrahafi. Hún hafði þó lítil áhrif í öðrum löndum, en olli töluverðu tjóni og kostaði nokkra manns lífið á ströndum Chile og eyjum úti fyrir landinu. Michelle Bachelet forseti, sem lætur af embætti 11. mars, segir hamfarirnar hafa haft skelfilegar afleiðingar. Hún sagði landsmenn þiggja með þökkum boð um aðstoð sem borist höfðu víða að. Brýn þörf væri fyrir færanleg sjúkrahús og bráðabirgðabrýr, auk þess sem nauðsynlega vanti hreinsibúnað fyrir vatn og svo þarf sérfræðinga sem geta metið umfang tjónsins. Hjálparstarfsfólk og björgunar- fólk hefur unnið baki brotnu síðan jarðskjálftinn varð, og þörf er á fleira fólki til þeirra starfa. Í borginni Concepcion voru göt- urnar þaktar braki úr húsum og öðrum mannvirkjum. Hópur fanga slapp úr fangelsi sem skemmdist verulega. Lögreglan greip meðal annars til þess ráðs að beita háþrýstivatns- slöngum til að dreifa mannfjölda sem hafði brotist inn í stórmarkað og hirti þaðan vörur af öllu tagi. Handan fljótsins Bio Bio í borg- inni San Pedro tókst hópi fólks nánast að tæma verslunarmiðstöð af vörum. Kveikt var í verslunum og hraðbankar voru brotnir upp, svo fátt eitt sé nefnt. Þegar líða tók á daginn í gær sendu stjórn- völd herinn á vettvang til að stöðva þessa þjófnaðaröldu. Stærsta byggingin sem skemmd- ist í Concepcion var nýbyggð fimmtán hæða íbúðablokk sem valt um koll með þeim afleiðing- um að um það bil 60 manns lok- uðust inni í íbúðum sínum. Sólar- hring eftir að þetta gerðist hafði einungis tekist að bjarga sextán manns á lífi úr blokkinni, en sex lík höfðu fundist. „Það er mjög erfitt að athafna sig í myrkrinu þegar allir þessir eftirskjálftar ríða yfir, og inni í húsinu er þetta býsna flókið. Íbúð- irnar eru gjöreyðilagðar. Menn þurfa að sýna ýtrustu aðgæslu,“ sagði Paolo Klein, sem var í farar- broddi fyrir hóp björgunarmanna frá Puerto Montt. gudsteinn@ Skjálftinn reif í sundur byggingar, brýr og vegi Jarðskjálftinn í Chile varð 700 manns að fjörtjóni, eyðilagði 500 þúsund heimili og hafði áhrif á tilveru 1,5 milljóna manna. Verst var ástandið í borginni Concepcion. Skjálftinn mældist 8,8 stig og hratt af stað flóð- bylgju, sem olli þó litlu tjóni í öðrum löndum. Björgunarfólk vann af kappi við að bjarga fólki úr rústum. BRÚ SEM HRUNDI Í höfuðborginni Santíagó gjöreyðilagðist þessi brú með hörmulegum afleiðingum. NORDICPHOTOS/AFP ÞJÓFNAÐUR Víða freistaðist fólk til þess að notfæra sér ringulreiðina og taka vörur úr verslunum ófrjálsri hendi. NORDICPHOTOS/AFP JARÐSKJÁLFTARNIR Í CHILE „Ég hef aldrei fyrr séð hús dansa,“ segir Harpa Elín Haraldsdóttir, sem var sofandi á heimili sínu, á níundu hæð fjölbýlishúss í hverfinu Las Condes í Santíagó, þegar skjálftinn reið yfir. „Veggirnir bylgjuðust um og allt fór af stað inni hjá mér – sjónvarpið lenti úti í horni og kryddið hentist yfir eldhúsgólfið. En það brotnaði bara eitt glas, sem er til marks um góðan undirbúning hér í Chile. Þeir hafa lært af reynslunni í byggingu nýrra húsa. Eyðileggingin í mínu hverfi er í lágmarki.“ Sömu sögu er ekki að segja af öðrum og eldri hverfum í Santíagó, sem mörg hver eru illa farin. Mörg hús hrundu í miðbænum, þar er nú fjöldi fólks heimilislaus og hafa margir hverjir hvorki aðgang að vatni né rafmagni. Harpa segir náttúruna halda áfram að minna á kraft sinn eftir stóra skjálftann. Um 75 eftir- skjálftar hafi riðið yfir sterkari en 4 á Richter. Hún segir engan sjást á götunum í sínu hverfi og varla sé bíll á ferð. Nær allar verslanir séu lok- aðar og samgöngur liggi niðri. Í öðrum hverfum, þar sem eyðilegging varð meiri, ríki meiri upp- lausn. „Fólk er almennt mjög slegið, sorgmætt og óöruggt með framhaldið. Það er enn að reyna að hafa uppi á ættingjum sínum og vinum og reyna að gera sér grein fyrir hvað er í gangi. Það er þó sterk tilfinning fyrir því að nú þurfi þjóðin að standa saman og vinna að uppbyggingunni.“ - hhs Harpa Elín Haraldsdóttir vaknaði við skjálftann á heimili sínu í Santíagó í Chile: Ég hef aldrei fyrr séð hús dansa MEÐ SANTÍAGÓ Í BAKSÝN Mörg hverfi í Santíagó eru illa leik- in eftir skjálftann. Skemmdirnar eru þó með minnsta móti í hverfinu Las Condes þar sem Harpa býr. MYND/ÚR EINKASAFNI „Samkvæmt okkar upplýsingum er skipasmíðastöðin ónýt og þar skilst okkur að ekkert verði gert næsta hálfa til eitt árið,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar. Varðskipið Þór hefur verið í smíðum í ASMAR-skipasmíða- stöðinni í Talcahuano í Chile. Einhverjar skemmdir munu hafa orðið á skipinu, en það átti að afhenda Land- helgisgæslunni eftir fjórar vikur. Tveir íslenskir menn, Ragnar Ing- ólfsson og Unnþór Torfason, hafa verið við eftirlit með loka- frágangi skipsins. Öðrum þeirra hafði tekist að koma þeim skilaboðum til gæslunnar að aðstæður væri helvíti líkastar og þeir yrðu að komast í burtu. „Við teljum þá ekki vera í lífshættu, en það er auðvitað hörmulegt ástand á þeim,“ segir Georg og bætir við að Landhelg- isgæslan sé búin að kaupa fyrir þá miða heim í dag, frá borginni Concepcion í gegnum Santíagó. Þó væri óljóst hvort þeir kæmust úr landi, enda flugvellir beggja borga lokaðir. - hhs Íslendingar í Chile: Líkja aðstæð- um við helvíti GEORG LÁRUSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.