Fréttablaðið - 01.03.2010, Side 10

Fréttablaðið - 01.03.2010, Side 10
10 1. mars 2010 MÁNUDAGUR VIÐSKIPTI Forstjóri Landsvirkjunar segir ekkert óeðlilegt við að hann sitji jafnframt í stjórn Viðskiptaráðs Íslands. Hefð sé fyrir þessu, því forveri hans, Friðrik Sophusson, hafi einnig setið í Við- skiptaráði. Fyrirtækið sé aðili að ráðinu, líkt og að Samtökum atvinnulífsins. „Þetta er hlutafélag sem ríkið á, ekki hefðbundið ríkisfyrirtæki,“ segir forstjór- inn, Hörður Arnarson. Viðskiptaráð ályktaði í mars 2008 gegn orkulögum. Þar minnti ráðið á að það vildi að „öll opinber orkufyrirtæki yrðu einka- vædd“. Hörður segist ekki muna til þess að Viðskiptaráð hafi ályktað á þann veg, að það ætti að einkavæða Landsvirkjun, heldur að einkavæða skuli sem mest, almennt séð. Á heimasíðu Viðskiptaráð er ráðið skil- greint sem „málsvari gagnvart hinu opin- bera“. En Hörður telur ráðið ekki líta þannig á sig: „Ég myndi nú ekki segja gagnvart hinu opinbera, það er málsvari fyrirtækja, ekki gagnvart neinum. Það er ekki þannig að fyrirtækin séu á móti hinu opinbera.“ - kóþ Forstjóri Landsvirkjunar situr í ráði sem vill að öll orkufyrirtæki verði einkavædd: Segir hefð fyrir setu í Viðskiptaráði HÖRÐUR ARNARSON Situr í stjórn Viðskiptaráðs á sama tíma og hann er forstjóri Landsvirkj- unar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HAFNARFJÖRÐUR Ný atvinnumiðstöð verður opnuð innan tíðar í Hafnarfirði. ATVINNUMÁL Hafnarfjarðarbær og Vinnumálastofnun hafa samið um stofnun og rekstur atvinnu- miðstöðvar sem opnuð verður í Hafnarfirði á næstunni. Óánægja hefur verið meðal atvinnulausra í Hafnarfirði um að þurfa að sækja þjónustu atvinnu- miðstöðvar til Reykjavíkur. „Sérstaklega er stefnt að því að efla vinnumiðlun og faglega starfs- og námsráðgjöf, auka virkni atvinnuleitenda og byggja upp fjölbreytt framboð vinnu- markaðsúrræða á svæðinu, til dæmis með auknum ráðningum atvinnuleitenda í starfsþjálfun, reynsluráðningum, vinnustaða- námi, átaksverkefnum og fleira,“ segir í tilkynningu sem send var út í tilefni samkomulagsins. Fimm starfsmenn verða hjá Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar. - gar Atvinnulausir í Hafnarfirði: Fá nú þjónustu í heimabænum Á FAXAFLÓA Ágæt veiði var á loðnumið- unum í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SJÁVARÚTVEGUR Vinnsla og fryst- ing loðnuhrogna er komin í full- an gang víða um land. Frysting er nýhafin á Japansmarkað en þroski hrognanna úr loðnunni sem nú veiðist í Faxaflóa, er orð- inn það mikill að þau uppfylla allar kröfur japanskra kaupenda. Alls er nú búið að frysta rúm- lega 500 tonn af hrognum á Akra- nesi sem fara á markað í Austur- Evrópu. Jón Helgason, sölustjóri upp- sjávarfisks hjá HB Granda, segir að góður markaður sé fyrir fryst loðnuhrogn um þessar mundir. Á síðasta ári var lítið framleitt af loðnuhrognum og því ættu engar birgðir að vera til staðar á markaðnum. - shá Loðnuvertíðin komin á fullt: Byrjað að frysta á Japansmarkað PARÍS, AP Franski fjölskyldumála- ráðherrann vill banna nýja og ögrandi auglýsingu gegn reyking- um. Auglýsingin er á vegum rétt- indasamtaka reyklausra og sýnir unglingsstrák sem virðist í kyn- lífsathöfn við jakkafataklæddann mann. Samtökin segja að hefð- bundnar auglýsingar hafi ekki áhrif á unglinga. Myndirnar hafi kynferðislega vísun en þær séu aðeins leið til að fá ungt fólk skilja hættur reykinga. „Þetta er atlaga að almennu velsæmi,“ sagði fjöl- skyldumálaráðherrann. - kk Barátta við reykingar: Frönsk auglýs- ing veldur usla SVEITARFÉLÖG „Eftir því sem sveit- arfélög eru minni, þeim mun meiri er kostnaðurinn á mann. Það hefur verið stefna okkar um áraraðir að mæla almennt með sameiningu sveitarfélaga. En íbúar eiga allt- af síðasta orðið,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Samkvæmt tölum frá SÍS er Fljótsdalshreppur dýrastur allra sveitarfélaga í rekstri og kost- aði tíu sinnum meira á hvern íbúa sveitarfélagsins en rekstur Kópavogsbæjar. Stjórnunarkostnaður sveitar- félaga í landinu nam alls rúmum 11 milljörðum króna árið 2008. Það svarar til um 34.000 króna á hvert mannsbarn í landinu. Kostn- aðurinn dreifist þó mjög ójafnt niður á sveitarfélögin. Lægstur er stjórnunarkostnaður á hvern íbúa í stærstu sveitarfélögum lands- ins, í Reykjavík, þar sem hann er rúmar 26.580 krónur og í Kópa- vogi þar sem hann er 25.319 krón- ur á hvern íbúa. Á lista yfir þau tíu sveitarfélög þar sem kostnað- ur er lægstur á íbúa eru fimm af sveitarfélögunum á höfuðborgar- svæðinu. Þar eru einnig tvö sveit- arfélög með innan við 2.000 íbúa: Ölfus og Snæfellsbær. Þau tíu sveitarfélög sem eru dýrust í rekstri eru hins vegar öll með færri en 700 íbúa. Tvö þau dýrustu eru með færri en 100 íbúa. Í Fljótsdalshreppi bjuggu 89 manns í lok árs 2008. Rekstur sveitarfélagsins kostaði 243.990 krónur á hvert manns- barn það ár. Næstdýrast í rekstri var Árneshreppur. Þar bjuggu 50 manns og var stjórnunarkostn- aður við sjálfstætt sveitarfélag 152.629 krónur á hvern og einn. Breiðdalshreppur, Súðavíkur- hreppur og Arnarnes hreppur voru með stjórnunarkostnað upp á 135-137.000 krónur á hvern íbúa. Í hverju þeirra búa um 200 manns. Miklar umræður hafa staðið um sameiningu sveitarfélaganna. Formaður SÍS bendir á að efnuð sveitarfélög, svo sem Fljótsdals- hreppur sem hafi tekjur af Kára- hnjúkavirkjun, séu tregari en önnur til sameiningar. Ofangreindar tölur byggjast á útreikningum Sambands íslenskra sveitarfélaga á upp- lýsingum í rekstrarreikning- um sveitarfélaga á árinu 2008, er stjórnunarkostnaður reiknað- ur út frá þeim kostnaði sem ekki er færður á einstaka málaflokka. Meðal helstu kostnaðar liða eru sveitarstjórnirnar sjálfar, endur- skoðun, skrifstofur sveitarfélags- ins, risna, starfsmannakostnaður og ýmsir styrkir og framlög, sem sveitarfélögin veita. peturg@frettabladid.is Kostnaður Fljótsdalshrepps tífaldur miðað við Kópavog Rekstur Fljótsdalshrepps kostar um 244 þúsund krónur á hvern íbúa. Nær tífaldur kostnaður á við Kópavog þar sem reksturinn er ódýrastur, eða 25 þúsund krónur á íbúa. Færri en 700 búa í dýrustu sveitarfélögunum. STJÓRNUNARKOSTNAÐUR SVEITARFÉLAGA Sveitarfélög með hæsta og lægsta stjórnunarkostnað á hvern íbúa Sveitarfélag Kr./íbúa Íbúafj. 10 hæstu Fljótsdalshreppur 243.990 89 Árneshreppur 152.629 50 Breiðdalshreppur 137.337 209 Súðavíkurhreppur 135.145 205 Arnarneshreppur 135.040 177 Grímsnes-/Grafning 124.819 415 Dalabyggð 101.959 696 Kjósarhreppur 94.006 195 Hvalfjarðarsveit 93.933 626 Skaftárhreppur 85.748 450 10 lægstu Garðabær 33.633 10.587 Skagafjörður 33.600 4.137 Hafnarfjörður 33.524 25.872 Ölfus 33.420 1.945 Mosfellsbær 32.032 8.527 Reykjanesbær 29.631 14.081 Árborg 29.098 7.810 Snæfellsbær 27.495 1.701 Reykjavíkurborg 26.580 118.427 Kópavogsbær 25.319 30.314 SKRIÐUKLAUSTUR Kárahnjúkavirkjun og Skriðuklaustur tilheyra Fljótsdalshreppi, einu minnsta sveitarfélagi landsins. Rekstur þess kostar rúmlegs 243.000 krónur á hvern hinna 89 íbúa. Fimm sitja í sveitarstjórn og fimm til vara. Að auki sitja um 30 manns í nefndum sveitarfélagsins og það tilnefnir fjórtán fulltrúa til setu í samstarfsnefnd- um með öðrum sveitarfélögum á Austurlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SMK DÓMSMÁL Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness í tíu og tólf mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán. Ríkissaksóknari ákærði menn- ina fyrir að hafa í febrúar 2009 ruðst í heimildarleysi inn á heimili manns í Reykjanesbæ. Annar mannanna kýldi fórnar- lambið í höfuð og bringu íklædd- ur hönskum úr hörðu efni. Húsráðandi rotaðist og féll í gólfið. Þá réðust mennirnir á hann með spörkum í höfuð og líkama. Hann hlaut töluverða áverka. Þeir höfðu svo á brott með sér fartölvu. Mennirnir neituðu sök. Þeir voru dæmdir til að greiða fórnarlambinu tæpar 400 þús- und krónur í miskabætur. - jss Ofbeldismenn dæmdir: Í fangelsi fyrir húsbrot og rán SAMGÖNGUR Staðarhaldarar á Hótel Djúpavík undirbúa málshöfðun á hendur samgönguráðherra vegna brota á reglum um jafnræði og meðalhóf með ákvörðun um að Vegagerðin hætti snjómokstri í sveitina. „Vegagerðinni er ætlað að skera niður um 10 prósent, en hjá okkur er niðurskurðurinn 100 prósent,“ segir Ásbjörn Þorgilsson, sem á hótelið með konu sinni, Evu Sigurbjörnsdóttur. Ásbjörn segist harma umræðu sem komið hafi upp í fjölmiðlum um að gestum hafi verið vísað frá hót- elinu, en DV greindi frá því nýverið að vísa hafi þurft frá danska leikar- anum Viggó Mortensen. „Það hefur engum verið vísað frá. Það var bara ófært,“ segir hann, en áréttar um leið að vitanlega sé ekki hægt að bjóða gestum upp á þá óvissu að vita í fyrsta lagi ekki hvort þeir komist á staðinn og þaðan af síður hvort þeir komist aftur burt. „Við höfum verið hér í yfir tuttugu ár og hart að sjá ævistarfið eyðilagt með svona ákvörðun.“ Ásbjörn segir sjálfsagt að sveitin taki á sig niðurskurð eins og aðrir, en bendir um leið á að síðustu ár hafi ekki verið um stórar upphæð- ir að ræða. „Meðalkostnaður Vega- gerðarinnar vegna snjómoksturs í sveitinni allri síðustu tíu ár er um 10 milljónir króna á ári.“ - óká STAÐARHALDARAR Ófært er inn í Djúpa- vík vegna snjóa og Vegagerðin hætt að moka. Ásbjörn Þorgilsson og Eva Sigur- björnsdóttir ætla að kæra samgönguráð- herra vegna málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Staðarhaldarar á Hótel Djúpavík ósáttir við að missa allan snjómokstur: Undirbúa mál á hendur ráðherra Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, bendir á að í tölunum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sé kostnaður frá árinu 2008 borinn við mannfjölda árið 2009. Fyrra árið voru 143 búsettir í Fljótsdalshreppi en þeim fækkaði í 89 seinna árið. Sveitarfélagið hefur notið góðs af uppbygg- ingu við Kárahnjúka, ekki síst vegna útsvarsgreiðslna erlendra starfsmanna við virkjunina. Fækkun þeirra skýrir samdrátt í íbúafjölda milli ára. Gunnþór- unn segir að Fljótsdalshreppur standi vel og eigi fjármuni í sjóði. Sveitar- félagið er þátttakandi í verkefni sem miðar að því að Austurland verði eitt sveitarfélag frá Djúpavogi að Vopnafirði en önnur sameining við nágranna- sveitarfélög hefur ekki komið til tals. EIGA SJÓÐI VEGNA KÁRAHNJÚKA SVÍFANDI LUKTIR Á Taívan fögnuðu þorpsbúar í Pingshi kínversku ljósa- hátíðinni með því að láta luktir svífa upp í loft. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.