Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 14
14 1. mars 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fall er fararheill segir máltæk-ið og á vonandi við um Ólaf Þ.Stephensen sem skrikar fótur í fyrsta leiðara sínum sem ritstjóri Fréttablaðsins. Hann staðhæfir þar ranglega að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hyggist setja „hundrað milljónir króna“ í nýjan einkaspítala. Fram hefur komið að framlagið er tíföld þessi upphæð. Forsvarsmenn verkefnisins segja að þarna muni skapast 300 ný störf sem komi til með að gefa af sér 300 milljónir króna á ári í skatttekjur. Við þessu tekur rit- stjórinn gagnrýnislaust og geng- ur leiðarinn síðan út á að sýna að Vinstrihreyfingin grænt framboð sé andvíg atvinnuuppbyggingu – og það sem verra er, í heilbrigðis- þjónustu! Í samræmi við þetta ber leiðarinn yfirskriftina „Kreddur gegn atvinnu“. Það er alvarleg ásökun að bera fólki á brýn að það sé andvígt atvinnuuppbyggingu og að for- dómar komi í veg fyrir að sköpuð séu ný atvinnutækifæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Staðreyndir málsins eru þessar: Mesta kreppa í íslensku efnahags- lífi á síðari tímum hefur valdið tekjuhruni hjá ríki og sveitar- félögum. Af þeim sökum hefur þurft að draga stórlega úr útgjöld- um og hækka skatta. Þó ekki meira en svo að halli á fjárlögum á næsta ári verður á annað hundr- að milljarða. Heilbrigðiskerfið fer því miður ekki varhluta af þessum hremmingum. Niðurskurðurinn þar veldur samdrætti í umfangi þjónustunnar og þar með fækkun starfa á sumum sviðum – vonandi tímabundið. Að mínum dómi er hverri krónu sem ver störf í heil- brigðisþjónustunni vel varið – og atvinnuúrræði í sjálfu sér. Spurningin snýst þá um þetta: Hvernig er fjármunum best varið innan heilbrigðisþjónustunnar til þess að tryggja sem besta þjónustu og sem flest störf? Þetta telur ritstjóri Frétta- blaðsins að nýr einkaspítali muni gera ágætlega, sjúklingar verði fluttir inn til landsins og við getum nýtt íslenska starfskrafta sem ella yrðu vannýttir. Starf- seminni fylgi gjaldeyristekjur. Er þetta virkilega svona ein- falt? Nægir að fá aðstoð ríkisins við uppbyggingu sjúkrahússins og að síðan verði starfsemin sjálfbær, ríkisjóður komi hvergi nærri þar eftir, hafi þvert á móti tekjur af starfseminni? Og hvað með hina erlendu greiðendur, til dæmis sjúkratryggingar á Norðurlöndum, er sátt um þetta fyrirkomulag? Ástæðan fyrir því að ég fer fram mjög ákveðið með varnaðar- orð á þessu stigi er sú, að ég tel að þetta standist ekki skoðun, ríkið komi til með að þurfa fjármagna starfsemina að verulegu leyti. Ég hef ítrekað, fyrr og nú, vakið athygli á því að ýmsum spurningum þurfi að svara áður en haldið er lengra út í þetta einkavæðingarferli. Þær snúa bæði að aðgengi að heilbrigðis- kerfi okkar og einnig að pyngju skattborgarans: Munu íslenskir sjúklingar geta sótt lækningu á nýja sjúkrahúsinu? Koma íslensk- ar sjúkratryggingar til með að borga? Hvaða lög og reglur gilda um EES-sjúklingana? Hvað um réttindi þeirra sjúklinga? Þegar íslenskir útrásarfjárfest- ar komust yfir búlgarska símann fyrir fáeinum árum skrifaði ég greinar í þetta blað þar sem ég minnti á að hið sama ætti að gilda gagnvart erlendum samfélögum og okkur sjálfum. Við ættum með öðrum orðum að koma fram við aðra einsog við vildum að komið væri fram gagnvart okkur sjálf- um. Þetta á einnig við nú. Við Íslendingar erum ekki ein um að þurfa að skera niður útgjöld í vel- ferðarþjónustu og leita allra leiða til að nýta hverja krónu sem best. Tilraunir til hagræðingar og sparnaðar eru stöðugt á vinnslu- borðinu út um allan heim, m.a. í grannlöndum okkar. Hér á landi nálgumst við óðfluga sársauka- mörk í niðurskurði innan heil- brigðiskerfisins og þurfum því að hyggja mjög yfirvegað að fram- haldinu, samstillingu þjónustu- stiga og skörun almannaþjónustu og einkareksturs. Nýta þarf hverja krónu til hins ýtrasta og helst tvisvar ef hægt væri. Mesta sóunin er í ósamstilltu heilbrigðis- kerfi. Þetta þekkjum við einnig úr umræðum um heilbrigðismál í grannlöndum okkar. Rétt er að spyrja hvort það verði okkur til framdráttar – nú þegar sárlega vantar siðferðis- vottorðin – að bjóða hér upp á eins konar „aflandsheilbrigðisþjón- ustu“ sem ekki er svigrúm til að vinna í heimalandi sjúklinga en senda heimalandi þeirri hvort eð er reikninginn! Er ekki nóg komið af slíkum strandhöggum? Útflutn- ingur og innflutningur á heil- brigðisþjónustu eða sjúklingum getur verið spennandi valkost- ur en það þarf að gerast í nánu samstarfi við þær þjóðir sem í hlut eiga og þá jafnan með það að leiðarljósi að grafa ekki undan velferðarþjónustu þeirra. Höfundur er fyrrverandi heil- brigðisráðherra. ÖGMUNDUR JÓNASSON Í DAG |Heilbrigðismál UMRÆÐAN Einar K. Guðfinnsson skrifar um skuldavandann Álfheiður Ingadóttir heilbrigð-isráðherra vakti á því athygli á Alþingi sl. fimmtudag að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til varðandi skuldavanda heimilanna hafi frekar „gagn- ast þeim sem höfðu meira undir í aðdraganda kreppunnar heldur en þeim sem voru verr staddir. – Og það tel ég að þurfi að skoða sér- staklega,“ sagði ráðherrann Bragð er að þá barnið finnur. Hér talar ráðherra í ríkisstjórninni og hittir nagl- ann á höfuðið. Það er ljóst að aðgerðir ríkisstjórnar- innar á þessu sviði hafa verið í algjöru skötulíki. Um það þarf ekki að deila. Þetta er álit almennings. 91% aðspurðra í skoðanakönnun sem ASÍ lét gera í upp- hafi þessa mánaðar er þessarar skoðunar. Athyglis- vert er að þetta er sama niðurstaðan og í júní í fyrra. Almenningur metur það svo að ekkert hafi gerst í málefnum heimilanna. Það er þó ekki rétt. Því mikið hefur verið talað. Í þriðja sinn er svo núna verið að fresta nauðungar- uppboðum, sem segir okkur einfaldlega að úrræð- in eru ekki að virka. En á meðan á frestun stendur, telja dráttarvextirnir. Þegar allt kemur til alls eykur þessi frestun því vanda fólks enn; nema auðvitað úrræði líti dagsins ljós í millitíðinni. Á þeim bólar hins vegar ekki. Engin fyrirheit eru gefin úr ríkisstjórninni um slíkt. Og það þrátt fyrir að heilbrigðisráðherrann viðurkenni að hingað til hafi ekki verið litið nóg til þeirra sem hafi minnstar tekjurnar og segi það síðan umbúðalaust að þeir sem helst njóti úrræða ríkisstjórnarinnar séu þeir sem mest höfðu undir. Kjarni málsins er þá þessi, sem ráðherrann er í rauninni að segja. Ekki hefur verið litið til tekju- lægsta hópsins, ekki hefur verið litið til alls almenn- ings. Þeir sem nutu athygli ríkisstjórnarinnar voru þeir sem höfðu meira undir, fjárfestu meira, skuld- uðu meira og þénuðu meira. Þetta verður ekki sagt öllu afdráttarlausar. Höfundur er alþingismaður. Ráðherra hittir nagla á höfuðið EINAR K. GUÐFINNSSON Gólfþjónustan er með sérlausnir í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili. Við smíðum borð algjörlega eftir þínu máli svo sem borðstofuborð, sófaborð og fundarborð. SÉRSMÍÐI ÚR PARKETI info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Hörður harður á sínu Hörður Arnarson er verulega óánægð- ur með að fá ekki nema litlar 1.340 þúsund krónur í mánaðarlaun sem forstjóri Landsvirkjunar frá deginum í dag og ætlar að „leita allra leiða“ til þess að þurfa ekki að sæta þeim órétti. Hörður er enda góðu vanur, var einn íslensku ofurlaunamannanna í góðærinu hjá Marel með nokkrar milljónir á mánuði og bónusa ofan í kaupið. Nú er Hörður hins vegar búinn að ráða sig í vinnu hjá ríkinu og þarf að beygja sig undir vilja yfirvalda. Hann er eftir sem áður launahæsti ríkisforstjóri landsins. Von- andi jafnar hann sig skjótt. Reikningar ráðuneytisstjóra Hæstiréttur kvað upp úr með það fyrir helgi að sérstökum saksóknara hefði verið heimilt að láta kyrrsetja 193 milljónir á tveimur bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, sem er grunaður um að hafa aflað fjárins með ólögmætum innherjaviðskiptum. Hæstiréttur gætti þess vandlega að afmá öll persónu- auðkenni úr dómi sínum – fyrir utan bæði reikningsnúmer Baldurs í Kaupþingi. Vandséð er hvernig þær talnarunur dýpka skilning áhugasamra á niðurstöðunni. Hvað segir umboðsmaður? Lög um rannsóknarnefnd Alþingis kveða á um að skýrslu nefndarinnar skuli skilað eigi síðar en 31. janúar 2010. Sá dagur er löngu liðinn. Með hverjum deginum sem líður brýtur nefndin því lög um sjálfa sig. Það er óheppilegt, en þó ekki refsivert. Til er embætti sem kynni samt að hafa sitt hvað við lögbrotið að athuga. Það heitir Umboðs- maður Alþingis. Því gegnir nú Róbert Ragnar Spanó, í afleysingum fyrir Tryggva Gunnarsson. Tryggvi er upptekinn við störf sín í rannsóknarnefnd Alþingis. stigur@frettabladid.is F ramkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í síðustu viku með því að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Í ýtarlegu áliti sínu fer framkvæmdastjórnin yfir stöðu Íslands sem umsóknarríkis og kemst í grundvallaratrið- um að jákvæðri niðurstöðu; Ísland er gróið lýðræðisríki og markaðshagkerfi og á sem slíkt heima í Evrópusambandinu. Eftir áralangt samstarf á vettvangi EFTA og Evrópska efnahags- svæðisins hefur Ísland nú þegar tekið upp stóran hluta löggjafar ESB og er á flestum sviðum vel í stakk búið að stíga skrefið til fulls þar sem eitthvað vantar upp á. Flestir ættu að geta verið sammála ýmsum ábendingum fram- kvæmdastjórnarinnar um endurbætur á íslenzkri löggjöf, burtséð frá því hvaða skoðun fólk hefur á ESB-aðild. Þannig er bent á að tryggja þurfi betur sjálfstæði dómsvaldsins með því að draga úr áhrifum dómsmálaráðherra á skipan dómara. Sömuleiðis bendir framkvæmdastjórnin á að tryggja þurfi betur sjálfstæði Seðlabankans og þeirra einstaklinga, sem taka ákvarðanir um peningamálastefnuna. Hins vegar er álit framkvæmdastjórnarinnar um landbúnað og sjávarútveg umdeilt – og var ekki við öðru að búast. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði á búnaðarþingi í gær að þar væri engar vísbendingar að finna um undanþágur fyrir Ísland. Bændasamtökin íhuga að draga sig út úr samningahópum í aðildarviðræðunum, sem senn fara í hönd. Talsmenn sjávarútvegsins hafa sömuleiðis orðað það svo að álit framkvæmdastjórnarinnar sé „staðfesting“ á því að Ísland muni ekki geta fengið viðunandi samning um sjávarútveg. Framkvæmdastjórnin leggur áherzlu á að Ísland verði að lúta æðsta valdi ESB í sjávarútvegsmálum, samþykki reglur sam- bandsins um jafnan aðgang að fiskimiðum og falli frá banni við fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi. Þeir sem vilja jafnvel hætta við umsóknina nú þegar, á grund- velli álits framkvæmdastjórnarinnar, misskilja hins vegar ganginn í aðildarviðræðum. Framkvæmdastjórnin hefur það hlutverk að standa vörð um sáttmála ESB. Ekkert af því, sem hún setur fram í skýrslu sinni, kemur á óvart. Samningaviðræðurnar, sem framundan eru, snúast um það að hversu miklu leyti Ísland getur fengið fram breytingar á afstöðu Evrópusambandsins í mikilvægum málaflokkum. Hvort hægt sé að fá fram einhverjar undanþágur eða aðlögun eða vinna að því að breyta reglum sambandsins, þannig að þær henti Íslandi betur. Dæmin sanna að ESB hefur ævinlega verið reiðubúið að koma til móts við væntanleg aðildarríki á þeim sviðum, sem varða þeirra mikilvægustu þjóðarhagsmuni. En slík tilslökun fæst yfirleitt ekki fyrr en á lokaspretti viðræðna. Nú eiga jafnt stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök að snúa bökum saman og vinna að því að Ísland fái sem beztan samning. Þjóðin mun svo segja sitt álit – að samningaviðræðum loknum. Álit framkvæmdastjórnar ESB á umsókn Íslands er ekki hin endanlega niðurstaða. Samningaviðræð- urnar eru eftir ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN SKRIFAR Störf í heilbrigðisþjónustunni Aths. ritstj. Eiginfjárframlag Kadeco í verkefnið er 100 milljónir króna, eins og raunar er ítrekað í grein fram- kvæmdastjórans í Fréttablaðinu í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.