Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2010, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 01.03.2010, Qupperneq 16
16 1. mars 2010 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Kjartan Þór Eiríksson skrifar um upp- byggingu sjúkrahúss að Ásbrú Stefna Þróunarfélags Keflavíkurflug-vallar (Kadeco) um uppbyggingu á Ásbrú var unnin á árunum 2007-2008. Hún byggir fyrst og fremst á styrkleikum og samkeppnishæfni Íslands, með áherslu á Reykjanes. Tvö stærstu áhersluatriðin í þeirri stefnumótun, fyrir utan miðlæga staðsetningu Íslands á heimskortinu, eru upp- bygging á heilsuklasa, svonefndu heilsuþorpi, og orkuklasa á Ásbrú. Þar eru skilgreind nærtæk og traust tækifæri til tekjuöflunar og uppbyggingar fyrir samfélagið allt. Þróunarverkefnið Ásbrú hefur gengið framar björtustu vonum og er í dag sjálfbært hvað varð- ar tekjur og fleiri þætti. Það þýðir með beinum orðum að verkefnið er ekki rekið fyrir skattfé heldur er tekna aflað með sölu og leigu eigna á sjálfu svæðinu. Þá hefur verkefnið nú þegar skilað miklum beinum hagnaði í ríkissjóð sem nýst hefur og mun nýtast til uppbyggingar á m.a. mennta- og velferðarkerfi þjóðarinnar. Það fjármagn er einn- ig verið að nýta til áframhaldandi uppbyggingar á Ásbrú eftir þau áföll sem dundu yfir við brott- hvarf Varnarliðsins árið 2006 með tilheyrandi atvinnuleysi og erfiðleikum. Uppbygging Heilsuþorps Burðarásinn í heilsuuppbyggingunni er nýting sjúkrahússins á Ásbrú. Endurbygging þess mun mynda kjarna sem eykur aðdráttarafl svæðisins fyrir öðrum aðilum í heilsutengdri þjónustu og enn sterkari grundvöllur skapast fyrir myndun heilsuþorps á Ásbrú. Það leiðir til fjölmargra möguleika er varða uppbyggingu á heilsutengdum ferðaiðnaði á Reykjanesi og Íslandi í heild. Framkvæmdirnar við spítalann munu marg- falda verðgildi annarra eigna ríkissjóðs á svæðinu sem tengjast uppbyggingu heilsuþorps á Ásbrú. Þær eignir komast þá í leigu og sölu og skila þar af leiðandi tekjum til ríkissjóðs sem annars hefðu ekki komið til. Í dag er staðan sú að margar eignir standa tómar og mikill kostnaður fellur til við rekstur þeirra án þess að þær gefi tekjur. Sumar þeirra hafa jafnvel ekki möguleika á að gefa tekjur í núverandi ásigkomulagi. Því hefur verið unnið að því hörðum höndum að skapa nýtingargrundvöll fyrir þessar eignir og þar með að skapa virði úr þeim. Hagkvæm ráðstöfun á eignum ríkisins Áætlað er að sú vinna er lýtur að rekstri og endur- byggingu spítalans skili um 300 fjölbreyttum störfum er skapi mikið virði. Skatttekjur hins opinbera af launum þessara 300 starfsmanna eru áætlaðar tæpar 300 milljónir á ári. Því verða sjálfbærar árlegar tekur hins opinbera hærri en bein fjárfesting Þróunarfélagsins í þessu verkefni. Á tímum mikils og vaxandi atvinnuleysis mun sú aðgerð að fækka atvinnulausum um 300 spara hinu opinbera um 500 millj- ónir króna á ári. Atvinnuleysi er nú þegar mest á Suðurnesjum og stefnir í aukn- ingu þess. Á tímum niðurskurðar og þrenginga er mikilvægt að nýta þá fjár- muni sem ríkið hefur úr að spila á sem skynsamastan hátt. Mögulegar tekjur af sölu flugsæta til erlendra heilsuferðamanna og aðstandenda gætu numið um 800 milljónum á ári fyrir íslensk flug- félög og eru þá ótalin öll önnur áhrif sem uppbygg- ingin hefur almennt á ferðaþjónustu í landinu. Rétt er að geta þess að óumflýjanleg útgjöld rík- isins vegna spítalans væru 60 milljónir á þessu ári. Þau útgjöld eru í tengslum við almennan rekstur húsnæðisins og rafmagnsbreytinga sem Kadeco ber lagaleg skylda til að framkvæma fyrir októberlok. Því fjármagni má að mati félagsins betur verja með þeim hætti að Kadeco leggi 100 milljónir sem hlutafé í nýtt félag, Seltún, sem mun eiga og endurbæta spítalann og leigja hann út. Leigusamningur milli aðila er á allan hátt hefð- bundinn langtímaleigusamningur er miðar að því að það fjármagn og aðrar eignir sem lagðar eru inn í félagið skili ásættanlegum og góðum arði. Auk þess sem fjárfestingin mun skila miklum arði af öðrum eignum sem komast í not við endurbygg- ingu spítalans. Áhættan varðandi leigu er síðan lágmörkuð með sterkri fjármögnun leigutaka og ýmsum leiguákvæðum er tryggja hagsmuni leigu- sala. Einnig mun sá mannauður er starfar við spít- alann skila beinum arði inn í íslenskt þjóðarbú með störfum hér á landi en ekki erlendis. Nýting sóknarfæra Ísland á mikil sóknarfæri í heilsutengdri ferða- þjónustu. Allar tölur og gögn benda til þess að þekking og færni íslenskra heilbrigðisstarfs- manna sé í fremstu röð. Þá er hér um að ræða metnaðarfullt nýsköpunarverkefni sem á mögu- leika á að verða hluti af mun stærri heilsutengdum nýsköpunar- og þróunarmöguleikum á Íslandi. Þá eru ótalin þau tækifæri sem skapast fyrir allt það fólk sem hefur menntað sig og starfar í þess- um stéttum og myndi að öðru óbreyttu ekki sjá tækifæri til að nýta sína þekkingu hér á Íslandi á næstu árum. Glötun á slíkri þekkingu úr landi gæti leitt til margþættra vandamála ef af yrði. Með endurbyggingu sjúkrahússins er Kadeco að skapa mikinn beinan og óbeinan ábata fyrir íslenska ríkið. Með uppbyggingu heilsuþorps á Ásbrú er Kadeco því að sinna sínu hlutverki um að færa svæðið í arðbær borgaraleg not með hámörk- un jákvæðra áhrifa fyrir samfélagið, þar með talið sköpun nýrra starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco). Staðreyndir um heilsuþorp TÓMAS MÁR SIGURÐSSON KJARTAN ÞÓR EIRÍKSSON Samstarf um verðmæta- sköpun og hagvöxt UMRÆÐAN Tómas Már Sigurðs- son skrifar um ís- lenskt atvinnulíf Ísland stendur á tíma-mótum um þessar mundir og sú efnahags- lega umgjörð sem nú eru lögð drög að verð- ur arfleifð næstu kynslóða. Til að tryggja framtíðarlífskjör á Íslandi hlýtur stefnumörkun stjórnmálaforystunnar að miða að hámörkun hagvaxtar og um leið hagsældar. Á slíkum tímamótum er nauð- synlegt að góð samstaða og sam- starf eigi sér stað á milli stjórn- valda og aðila vinnumarkaðarins. Fjalla þarf af hagsýni og for- sjálni um hugsanlegar lausnir á augljósum ögrunum íslensks efnahagslífs og tryggja heildar- hagsmuni innan hagkerfisins og eflingu þess til framtíðar. Rétt er að halda því til að haga að verkefnið framundan er risa- vaxið og snertir alla fleti sam- félagsins; heimilin, atvinnulífið og hið opinbera. Frá hausti 2008 hafa íslensk heimili orðið fyrir verulegum skakkaföllum á borð við hækkun skulda, tekjuskerð- ingu, atvinnumissi og hækkað verðlag. Lífskjör hafa versnað og standast ekki lengur saman- burð við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Það sama er upp á teningnum í atvinnulífinu, þar sem fyrirtæki búa við skuldaklafa, kostnaðar- hækkanir, samdrátt eftirspurn- ar, verulega laskað fjármögnun- arumhverfi og mikla óvissu um flesta þætti rekstrarumhverf- is. Að auki einkennist viðhorf til atvinnulífs af tortryggni og stundum mætti jafnvel ráða af umræðunni að stór hluti þess sé annaðhvort talinn óæskilegur eða óþarfur. Til viðbótar við þennan vanda er staða ríkisfjármála í ólestri. Mikill kostnaður féll á ríkis- sjóðs vegna hruns bankanna og samhliða lækkuðu skatttekj- ur verulega vegna samdrátt- ar í hagkerfinu. Vegna mikillar útgjaldaþenslu síðustu ára standa stjórnvöld því frammi fyrir gríðarlegum fjárlagahalla sem ekki verður brúaður nema með aðgerðum sem beint eða óbeint skerða lífskjör allra Íslendinga. Við lausn þessa vanda er nauð- synlegt að horfa á samspili mis- munandi eininga hagkerfisins. Fyrirtæki og heimili mynda saman órofa heild sem almenn velferð byggir á. Heimilin eru uppspretta fjármagns, vinnu- afls, hugmynda og neyslu sem eru grundvöllur atvinnustarf- semi. Að sama skapi þurfa heim- ilin á atvinnu að halda til að draga björg í bú. Á þessu sam- spili hvílir svo rekstur hins opin- bera. Eftir því sem lífskjör heim- ila batna og tekjur fyrirtækja aukast, þeim mun betur gengur að standa undir sameiginlegri þjónustu og því velferðarkerfi sem við Íslendingar viljum að sé til staðar. Til að tryggja hag atvinnulífs, heimila og hagkerfisins í heild þurfa stjórnvöld fyrst og fremst að stuðla að framleiðni, verð- mætasköpun og hagvexti. Ein- göngu þannig má gera ráð fyrir varanlegum bata efnahagslífsins sem gerir kleift að skapa störf fyrir þær fjölmörgu vinnufúsu hendur sem nú eru án atvinnu, móta rekstrarumhverfi sem dregur til sín nauðsyn- lega fjárfestingu og viðheldur mannauði og mynda sterka og var- anlega skattstofna sem standa undir sameigin- legri þjónustu. Þegar aðgerðir stjórn- valda á undanförnum mánuðum eru skoðaðar í þessu ljósi valda þær verulegum vonbrigðum. Þar bera hæst vanhugsaðar skatta- breytingar, sem draga úr hvata til verðmætasköpunar og fjárfest- ingar, og fórna þannig efnahags- legum bata að því er virðist fyrir hugmyndafræðileg gildi. Að auki hafa stjórnvöld skapað ný vanda- mál með handahófskenndri íhlut- un í einstakar atvinnugreinar. Almennt má segja að stjórnvöld hafi ekki sýnt nægilegan skiln- ing á mikilvægi verðmætasköp- unar og hagvaxtar til úrlausnar á vanda hagkerfisins. Það veldur einnig vonbrigð- um hvernig samskiptum stjórn- valda og atvinnulífs hefur verið háttað að undanförnu. Einstreng- ingsháttur, tortryggni og skort- ur á samstarfsvilja eru orð sem því miður lýsa ástandinu vel. Við stöndum hinsvegar á slíkum tímamótum að önnur nálgun er nauðsynleg. Þrátt fyrir að mál- efnalegur ágreiningur geti ríkt á milli atvinnulífs og stjórnvalda er engu að síður mikilvægt að upp- byggileg umræða um áherslur og stefnu eigi sér stað. Árlegt Viðskiptaþing Við- skiptaráðs Ísland er vettvang- ur fyrir umræðu af þessu tagi þar sem fulltrúar atvinnulífs og stjórnvalda skiptast á skoðunum um málefni sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. Á Viðskipta- þingi fyrir réttu ári benti forsæt- isráðherra réttilega á að ýmislegt mætti betur fara í ranni íslensks viðskiptalífs og að mikilvægt væri að samfélagsleg ábyrgð fyr- irtækja yrði í forgrunni við end- urreisn hagkerfisins. Síðan þá hefur atvinnulífið sýnt vilja til úrbóta í verki og má þar nefna framlengingu kjarasamninga í haust til að tryggja frið á vinnu- markaði, stóraukna áherslu á heilbrigða stjórnarhætti, upp- lýsingamiðlun, gagnsæi og jafnréttismál. Í ár bar Viðskiptaþing yfir- skriftina „Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf?“. Þó svo að atvinnurekendur séu uggandi um framtíðina er svarið við spurning- unni augljóst. Á meðan Ísland er í byggð er framtíð fyrir atvinnu- lífið. Það sem hinsvegar ræður lífskjörum hér til framtíðar er hvernig gengur að koma almenn- um atvinnurekstri aftur á rétt- an kjöl, hvernig gengur að skapa verðmæti, störf og skatttekjur. Þar kemur til kasta stjórnvalda og samstarfs þeirra við atvinnu- líf. Eins og fram kom á Viðskipta- þingi í síðustu viku eru fulltrú- ar stjórnvalda og atvinnulífs að þessu leyti sammála. Í ljósi þess er það mín von að fulltrúar atvinnulífs og stjórnvalda leggi meiri rækt við skilvirkt og upp- byggilegt samstarf sem færir okkur nær markmiðum um verð- mætasköpun, hagvöxt og endur- reisn hagkerfisins. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands. Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is og af því tilefni minnum við íbúa höfuðborgarsvæðis og Akureyrar að moka gangveginn að húsum sínum til að tryggja aðgengi blaðbera Fréttablaðsins að lúgu. Með fyrirfram þökk, Úti er farið að snjóa .......

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.