Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 VIÐHALD 2010 er sýning um viðhaldsmál fyrir húseigendur sem haldin verður í Smáralind um næstu helgi. Þar fá einstaklingar, húseigendur og húsfélög upplýsingar um skattamál, réttindi, skyldur, tryggingar, fjármögnun og margt annað. „Konan mín gaf mér þessa ísvél í jólagjöf fyrir nokkrum árum og hún er uppáhaldið mitt í eld- húsinu,“ segir Jón Yngvi glað- lega og bætir við að frúin njóti að sjálfsögðu góðs af þeirri gjöf. „Hún segist að minnsta kosti hafa gefið mér hana í eigin hagsmuna- skyni,“ segir hann hlæjandi. Held- ur hefur þó dregið úr notkun vélar- innar á síðustu mánuðum að hans sögn. „Ég bý aðeins sjaldnar til ís núna en ég gerði til að byrja með,“ viðurkennir hann og gefur upp ástæðuna. „Ég bý við Laugalækinn og þar var opnuð fyrirtaks ísbúð fyrir nokkrum mánuðum sem ótrú- lega freistandi er að fara í. Samt nota ég vélina alltaf öðru hverju.“ Ein þekktasta afurðin hjá Jóni Yngva er berjaís, að því er hann upplýsir. „Ég er með dellu fyrir íslensku hráefni og bý til rifsberjaís sem er bleikur og fal- legur. Nú var ég bara dálítið latur að tína rifsber síðasta sumar en amma mín í sveitinni á svo mikið af rifsberjarunnum að það dugar fyrir alla ættina. Þar fæ ég rabar- bara líka sem ég bý til ís eða sorbet úr og þessi framleiðsla er ekki bara vinsæl hjá mér heldur öllum á heimilinu.“ Engin rós er án þyrna og Jón Yngvi lenti í smá hremmingum með þessa góðu græju. „Ég varð fyrir því að tapa einu stykki úr vélinni – ég veit það hljómar illa fyrir konuna mína – en hún henti úr henni hrærispaðanum í tiltekt, hann fylgdi óvart með gamalli matvinnsluvél sem var verið að henda. Ég lenti í vandræðum því þetta er svo lítill hlutur að umboðið á Íslandi harðneitaði að selja mér hann og þrætti fyrir að hægt væri að panta hann. Ég þurfti sjálfur að hafa fyrir því að finna hann á Net- inu og kaupa hann beint utanlands frá. Síðan hef ég ekki treyst lager- mönnum í sambandi við varahluti í heimilistæki enda hef ég oftar þurft að panta þá sjálfur,“ segir Jón Yngvi og hvetur fólk til þess að henda ekki búshlutum þótt því sé haldið fram í verslunum að vara- hlutir séu ekki til. gun@frettabladid.is Slær í gegn á heimilinu með rifsberjaísnum Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur þarf engan umhugsunarfrest þegar hann er spurður hver sé eftirlætisgripur hans á heimilinu. Valið er einfalt því hann á ísvél sem ótvírætt er í fyrsta sæti. Jón Yngvi með ísvélina sem hann segist nota aðeins sjaldnar eftir að ísbúð var opnuð hinum megin við götuna. Á bak við hann eru dóttirin Silja og Margrét Erla Þórsdóttir, vinkona hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Takmarkað magn af IQ-Care heilsudýnum og Proflex stillanlegum rúmum á sértilboði frá framleiðanda lex 2x80x200 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu kr. 339.900 - verð áður kr. 429.000 lex 2x90x200 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu kr. 349.900 - verð áður 459.000 Listh Fermingartilboð sjá www.svefn.is Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.