Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 18
 1. mars 2010 MÁNU- DAGUR2 ZAHA HADID er bresk/íraskur arkitekt. Hún varð fyrst kvenna til að hljóta æðstu verðlaun arkitekta í heiminum, Pritzker-verðlaunin. Hún hefur bæði hannað hús og húsgögn. Þegar frost er úti fuglinn minn, er okkur öllum kalt. Þá er ekkert betra en fá eitt- hvað heitt í kroppinn og hella upp á ilm- andi te. Nú er líka sá tími sem flensu- pestir og kvef herja á landann og þá er gott að drekka gott jurtate með sítrónu og hunangi. Tekatlar og könnur geta einnig verið hið mesta stáss og ætti ekki að fela inni í skáp heldur draga fram sem oftast. Heitt á katlinum Rjúkandi heitur bolli á frostköldum mánudagsmorgni er nauðsynleg- ur til að komast í gang áður en farið er út að skafa bílinn. Teið bragðast jafnvel betur úr hressandi lituðum bolla. Í Duka í Kringlunni fást bollar í öllum regnbogans litum. Bollinn og undirskál eru seld hvort í sínu lagi svo hægt er að leika sér með að blanda saman sínum hvorum litnum. Bollinn kostar 1.990 krónur og undirskálin 1.290 krónur. Blámunstruð og sígild kaffi- eða tekanna sem gæti sómt sér í hátíðlegu teboði hefðarfólks eða bara heima í eld- húsi hjá þér. Eins væri synd að geyma þessa könnu lokaða inni í skáp. Hún myndi sóma sér vel uppi á hillu. Kannan fæst í Villeroy og Boch og kostar 19.500 og bolli í stíl kostar 6.230 krónur Café Solo heitir þessi úlpuklædda glerkarafla frá Eva Solo en í henni má allt eins hita te. Te í lausu fer þá beint ofan í flöskuna og hún fyllt af sjóðandi vatni. Látið standa í tvær til þrjár mín- útur. Sigtið í hálsi flöskunnar kemur í veg fyrir að teið fari með í bollann. Fæst í Byggt og búið í Kringlunni á 15.119 krónur. Múmínálfakanna frá Byggt og búið í Kringlunni passar vel inn ef skapa á notalega stemmingu. Kannan kostar 4.350 krónur og prýða könnurnar flest- allar persónurnar úr múmínálfunum. Þegar skemmtilegu matarboði lýkur og gestirnir eru farnir heim bíður gest- gjafans oft hár stafli af óhreinu leirtaui í vaskinum. Ekki búa allir svo vel að geta hent diskunum í uppþvottavélina en verða að notast við burstann. Að vaska upp í höndunum finnst fæstum skemmtilegt en hönnuðurinn Chris Koen gæti verið búinn að leysa það vandamál. Hann hannaði skemmtilega uppþvottagrind en þegar diskunum er raðað í grindina leynist lítil kanína inni á milli diska. Hönnunin er einföld og stíl- hrein en einungis einn teinn í grindinni hefur verið beygður í form kanínu. Skrautleg uppþvottagrind LÍTIL OG SÆT KANÍNA LEYNIST MILLI HREINNA DISKA Í UPPÞVOTTAGRIND EFTIR HÖNNUÐINN CHRIS KOEN. Byrjað er á því að pússa viðinn, grunna og bæsa með hvítu. Gott er að flokka skeljarnar, sem ýmist er hægt að kaupa eða tína sjálfur, eftir stærð en það auðveldar þá vinnu sem á eftir fer. Þá getur það auðveld- að verkið að teikna raðir og munstur gróflega á blað og mæla fjarlægð á milli skelja. Skeljarnar eru síðan límdar á og ef ætlunin er að þekja til að mynda borðfót með mörgum röðum er gott að þær skeljar sem eru samsíða séu svipað stórar en láta þær frekar stækka eða minnka á langveginn. Skreytt með skeljum HÆGLEGA MÁ GEFA HEIMKYNNUM FERSKAN SUMARBLÆ MEÐ ÞVÍ AÐ SKREYTA VIÐARHÚSGÖGN SKELJUM. Skeljaborð sem þetta fer vel í svefnher- bergi og hentar undir skartgripaskrín, spegla og annað smálegt. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 1. mars Miðvikudagur 3. mars Fimmtudagur 4. mars Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir fólki að afla, varð- veita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00. Hvað má læra af þeim færustu í samskiptum? - Ingrid frá Þekkingarmiðlun fjallar á skemmtilegan hátt um hvernig þeir færustu í samskiptum bera sig að. Tími: 13.30 -14.30. Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) - Vertu með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00. Baujan sjálfstyrking - Fullt! Tími: 15.00 -17.00. Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00. Fluguhnýtingar fyrir byrjendur - Skráning nauðsyn- leg. Komdu með statíf ef þú getur. Tími: 12:00 -13.30. Saumasmiðjan - Gamalt verður nýtt. Tími: 13.00-15.00. Þýskuhópur - Við æfum okkur í að tala saman á þýsku um myndir og málverk. Tími: 14.00-14.45. Frönskuhópur - Við æfum okkur í að tala frönsku um fjölskylduna og gerum ættartré. Tími: 15:00 -15.45. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Meðvirkni og mikilvægi þess að setja mörk - Ráð- gjafar Lausnarinnar (lausnin.is) bjóða upp á einstaklings- ráðgjöf að fyrirlestri loknum. Tími: 12.30-13.30. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30. Afmælisveisla - Við fögnum afmælinu með uppistandi, dúettnum Klukk þú ert´ann með Bödda og Dabba úr Dalton og auðvitað verður boðið upp á ljómandi góða afmælistertu. Tími: 15.00-17.00. Föstudagur 5. mars - Rauðakrosshúsið er 1 árs í dag! Sálrænn stuðningur - Hver eru áhrif alvarlegra at- burða á andlega líðan fólks? Tími: 12.30 -14.00. Prjónahópur - Lærðu að prjóna. Tími: 13.00 -15.00. Enskuhópur - Æfðu þig að tala ensku. Tími: 14.00 -15.00. Myndvinnsla með Picasa - Kennt á myndvinnslu- forritið Picasa. Tími: 15.00 -16.30. Skákklúbbur - Komdu og tefldu. Tími: 15.30 -17.00. Allir velkomnir! Áhugasviðsgreining - Könnun og fagleg ráðgjöf. Skráning nauðsynleg. Tími: 14.00 -16.00. Ráðgjöf fyrir innflytjendur - Sérsniðin lögfræðiráð- gjöf og stuðningur við innflytjendur. Tími: 14.00 -16.00. Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Langar þig að læra bridds?Tími: 14.00-16.00. Líf án hindrana - Árelía Eydís talar um mikilvægi þess að meta hindranir vel áður en maður samþykkir þær inn í líf sitt. Tími: 15.00-16.00. Þriðjudagur 2. mars Rauðakrosshúsið Líðan atvinnuleitenda - Umræður - Félagsvinir at- vinnuleitenda fjalla um líðan sína eftir langa leit að vinnu. Hvað getum við gert í sameiningu til að bæta líðan okk- ar? Tími: 12.30 -14.00. Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Tími: 13.30-15.30. Á næstunni: 13.mars hefst fyrsti hluti af þremur í nám- skeiðinu Barnið komið heim fyrir verðandi og nýorðna foreldra. Skráning í síma 570 4000 Rauðakrosshúsið er eins árs, fagnaðu með okkur! Rope Yoga www.elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419 Námskeið hefjast 1. og 2.mars. Unglinganámskeið hefst 3.mars Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Stílhreinn teketill úr pottjárni sem hentar bæði á gashellu og keramik. Ketillinn er þungur svo aðgát skal höfð þegar hellt er í bollana. Ketillinn fæst í Búsáhöldum í Kringlunni og kostar 6.780 krónur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.