Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 20
 1. MARS 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Á Steinsteypudeginum 2010 var veitt viðurkenning fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Göngubrýrnar yfir Njarðargötu og Hringbraut hlutu titilinn að þessu sinni. Dómnefnd skipuð fagaðilum úr byggingariðnaðinum stóð fyrir vali á steinsteyptu mannvirki síð- ustu fimm ára á Steinsteypudeg- inum 2010. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, veitti Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og forsvarsmönnum Studio Granda, Eflu, Háfells og Eyktar viðurkenn- ingu fyrir hönnun og verklega framkvæmd á göngubrúnum yfir Njarðargötu og Hringbraut. „Mannvirkin eru bæði falleg og falla vel að umhverfinu. Brýrn- ar endurspegla ýmislegt úr sínu nánasta umhverfi og minna meðal annars svolítið á vænghaf sem er bein skírskotun í varpsvæðið og flugvöllinn. Yfir þeim er svo ákveðinn léttleiki þar sem engu líkara er en að formið sé teygt til hins ýtrasta og massívur kjölurinn látinn þynnast út í endana,“ segir Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, stjórn- armaður í Steinsteypufélaginu og formaður dómnefndar, beðin um að skýra aðeins betur valið á mannvirki ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem val á steinsteyptu mannvirki fer fram en til stendur að gera það að ár- legum viðburði. Var það gert að frumkvæði Ólafs Wallevik frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem styrkti það ásamt Íbúðalánasjóði. Leitað var til fagmanna úr ólík- um stéttum innan byggingariðn- aðarins og óskað eftir tilnefning- um um steinsteypt mannvirki. Að sögn Þorbjargar bárust dómnefnd- inni 24 tilnefningar um 22 ólík en glæsileg mannvirki. „Skemmtileg- ast þótti okkur að sjá fjölbreytnina í tillögum þar sem opinberar bygg- ingar, samgöngumannvirki, heim- ili og heilsulindir voru á meðal þeirra mannvirkja sem komu til greina,“ segir hún. Þorbjörg segir að dómnefnd- in hafi tekið sér dágóðan tíma til að fara yfir tillögurnar sem bár- ust þar sem valið hafi verið erfitt. Fyrrtéðir kostir brúnna hafi þó að lokum ráðið niðurstöðu dómnefnd- ar, auk þess sem þær hafi þótt end- urspegla góða þekkingu í meðferð og notkun steinsteypu. „Verkleg framkvæmd ekki síður en arki- tektúr er til fyrirmyndar.“ - rve Brúin fellur vel að umhverfi sínu Auðvelt er að gerbreyta stíl herbergja og innréttinga með því einu að skipta um höldur og hnúða á skápum og skúffum. Hér í bæ er ágætis úrval af slíkum gripum. Útsendari Fréttablaðsins tók smá rúnt. Stíll eldhúsinnréttinga, fataskápa og kommóða ræðst oft mikið af útliti haldanna eða hnúðanna. Þannig má gera sömu innréttinguna rómantíska og stílhreina, allt eftir því hvaða höldur eru valdar. Rétt er að geta sérstak- lega verslunarinnar Sirku á Akureyri sem er með mikið úrval af höldum og borgarbúum bent á að kíkja við í versluninni ef þeir eiga erindi norður. - jma Höldur og hnúðar Gyllt og blátt er afar fallegt saman og þessar kæmu eflaust vel út á kommóðunni. Sirka, Skipagötu 5, Akureyri. Formfagur hnúður úr burstuðu stáli. Húsasmiðjan, Skútuvogi. Ryðfrír hnúður sem fæst hjá Esju, Bíldshöfða 14, en fyrirtækið er með ljómandi úrval af alls kyns höldum. Bláa lónið, lækn- ingalind, Svarts- engi, var einnig tilnefnt. Húsið er að hluta byggt úr forsteyptum einingum frá fyrir- tækinu Smellinn á Akranesi þar sem í fyrsta sinn er notað hraun af lóðinni sem yfirborðsáferð veggja, utanhúss og innan. Á þann eru umhverfi og hús tvinnað saman í eina heild. MYND/BJÖRN TH. SIGURÐSSON Safnaðarheimili Kársneskirkju er staðsteypt bygging þar sem notuð var „mjallahvít“ steinsteypa. Byggingin hefur sinn eigin byggingarstíl án þess að taka of mikla athygli frá Kársneskirkju. Bogadregnar línur kirkjunnar eru end- urvaktar í safnaðarheimilinu og opna fyrir ásýnd upp að kirkjunni, ásamt því að sveigja út á móti útsýninu til norðurs. MYND/JÓHANNES ÞÓRÐARSON Rauðar ANNARS-höldur eru á tilboði þessa dagana í IKEA, Kauptúni. Flöt halda sem kæmi vel út á eldhúsinnrétting- unni. Esja, Bíldshöfða 14. Afar stílhrein og falleg hvít halda úr Byko, Breiddinni. Litlir og krúttlegir rósahnúðar úr versluninni Sirku, Skipagötu 5, Akureyri. Töff svört halda úr Byko, Breiddinni. Margir muna eftir Hewi-höldunum sem tröllriðu öllu upp úr 1980. Þær standast tímans tönn og hægt er að panta þær í fallegum litum hjá Epal, Skeifunni. Steyptir stöplar við höfnina í Gleðivík á Djúpavogi sem áður voru notaðir undir löndunarbúnað fiskimjölsverk- smiðju staðarins eru nú notaðir undir útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson. Listaverkið, sem ber nafnið „Eggin í Gleðivík“, er allt unnið úr granít. Um er að ræða þrjátíu og fjórar nákvæmar eftirmyndir eggja valinna íslenskra varpfugla. MYND/ ANDRÉS SKÚLASON Göngubrýrnar við Njarðargötu og Hringbraut tengjast stígakerfinu í grennd og leysa samgönguleiðir gangandi og hjólandi vegfarenda í Vatnsmýrinni. Guðmundur Valur Guðmundsson frá Eflu og Steve Christer, arkitekt hjá Studio Granda, standa hér á sameiginlegu sköpunarverki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON M YN D /SIG U RG EIR SIG U RJÓ N SSO N Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.