Fréttablaðið - 01.03.2010, Side 21

Fréttablaðið - 01.03.2010, Side 21
FASTEIGNIR.IS 1. MARS 20109. TBL. Valhöll Fasteignasala hefur til sölu vandaða og mikið endurnýjaða eign við Hamrahlíð. Um heildareign er að ræða, aðalíbúð á tveimur hæðum og aukaíbúð í kjallara með sérinngangi en mögulegt er að sameina eignirnar í eina eign eða stækka aukaíbúð- ina. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt og hefur eignin öll verið tekin í gegn að utan sem innan. Í aðalíbúð er flísalagt anddyri með fataskápum og gestasalerni og þaðan er gengið inn í stofu með fallegu eikarparketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á svalir til suðurs. Borðstofa er í beinu framhaldi af stofu með opnu eldhúsi til hliðar, með HTH-innréttingu og AEG-tækj- um, svo sem gaseldavél. Parket er þar einnig á gólfum. Flísalagt búr eða þvottahús er inn af eldhúsi og skilið er á milli með rennihurð. Stigi upp á efri hæð er lagður ullarteppi og komið er upp í hol þar sem gengið er út á stórar suðursvalir. Á hæðinni eru fjögur svefnherbergi með parketi á gólf- um og í hjónaherbergi eru fataskápar með rennihurð- um. Á snyrtingu er baðker og sturta, upphengt klósett, skápar og handklæðaofn. Innangengt er úr aðalíbúð í kjallara en þar eru meðal annars tvær geymslur, inntaksrými og þriggja herbergja íbúð sem auk sérinngangs hefur inngang frá gamla sameignarhlutanum. Í anddyri íbúðarinn- ar er fatahengi og í holi skápur með rennihurð. Bað- herbergi er með nýrri handlaug og sturtuklefa frá Tengi. Á svefnherbergjum er plastparket og stofa og eldhús eru parketlögð. HTH-innrétting er í eldhúsi. Sérþvottaherbergi er innan íbúðar. Bílskúr er með gryfju í gólfi og hillum. Hitalögn er í innkeyrslu og tröppum upp að anddyri. Falleg eign í Hlíðunum Fallegt eikarparket er á gólfum aðalíbúðar og opið milli stofu, borðstofu og eldhúss.Tvennar svalir snúa mót suðri, aðrar sérstaklega stórar. Daníel Björnsson lögg. leigumiðlari Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Daníel Björnsson lögg. leigumiðlari Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Einar Guðmu dsson lögg. fasteignasali SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.