Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 34
18 1. mars 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Þó að kalt sé í veðri og talsvert í sumarið, eru ýmsir fuglar þegar farnir að huga að vorverkunum. Einn þeirra er fýllinn. Hann er nú víða sestur upp sem kallað er, farinn að heimsækja björgin og pörin sest á hreiðursyllur sínar. Fýllinn er úthafsfugl, sem verpur í byggðum í klettum og björgum við sjó eða inn til lands- ins, stundum ofan á klettaeyjum eða dröngum. Fýlar hverfa að mestu frá landinu á haustin og halda sig í norðanverðu Atlantshafi, en heimsækja þó oft vörpin í mildu veðri og eru sestir upp snemma. Fýll hefur breiðst mjög út á undanförnum áratugum og öldum og hefur fært sig inn til landsins, stundum tugi kílómetra frá sjó. Hann verpur hvergi fjær sjó í heiminum en í Markarfljótsgljúfri í Emstrum. Sú saga að fýllinn þurfi að sjá sjó til að geta hafið sig til flugs stenst því ekki. En hann sækir sér æti til sjávar, hvar sem varpstöðvarnar kunna að vera. Fýllinn er stór sjófugl sem minnir á máf, þéttvaxinn og hálsdigur með langa og mjóa vængi. Hvítleitur á höfði, hálsi og að neðan. Grár að ofan og á yfirvængjum, með dökka vængbrodda. Fýllinn telst til pípunasa, nasirnar eru í pípum ofan á goggmæninum. Fýll er auðgreindur frá máfum á einkennandi fluglagi, tekur fáein vængjatök og lætur sig svo svífa á stífum vængjunum. Hann er léttur á sundi en á oft erfitt með að hefja sig á loft, sérstaklega í logni. Leitar sér ætis bæði á flugi og syndandi, gjarnan kringum fiskiskip, í höfnum og við fiskvinnslustöðvar. Sjómenn kalla hann múkka. www.fuglavernd.is FUGL VIKUNNAR: FÝLL Fýllinn er sestur upp FÝLL Fýllinn er tignarlegur á flugi, enda er hann skyldur albatrosum. MYND/DANÍEL BERGMANN. KRISTINN SIGMUNDSSON ER 59 ÁRA Í DAG. „Það er ósköp gott að láta klappa fyrir sér og finna að fólki líkar það sem maður er að gera, en það gefur þessu allt aðra vídd að syngja fyrir sína eigin þjóð.“ Kristinn Sigmundsson er einn fremsti óperusöngvari Íslendinga. MERKISATBURÐIR 1905 Fyrsta íslenska símaskráin kemur út. Í henni eru 99 símnotendur skráðir. 1940 Vélbáturinn Kristján frá Sandgerði kemur að landi eftir að hafa verið talinn af. Skipsverjar höfðu lifað tólf daga hrakninga af með því að eima vatn. 1961 Fyrstu kosningarnar eru haldnar í Úganda. 1970 Ísland gerist aðili að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu. 1989 Bjórsala og -framleiðsla er leyfð eftir 74 ára bann. 1991 Göngin gegnum Ólafs- fjarðarmúla eru opnuð, þá lengstu göng landsins, um 3.400 metrar. Á þessum degi árið 1988 komu fram ný umferðarlög sem gerðu notkun öryggis- belta að skyldu sem og notkun ökuljósa allan sólarhringinn. Samkvæmt nýju lögunum varð skylt að nota öryggisbelti í framsæti bifreiða, fyrir utan þess er bifreiðinni er ekið aftur á bak eða hún er kyrrstæð. Þá var ökumönnum leigubifreiða, sendibifreiða og lögreglubifreiða veitt undanþága frá lögunum. Ökumönnum sem brugðust þessum skyldum gátu upp frá þessu búist við fésekt, á þeim tíma 1.000 krónum. Í DV birtist grein 27. febrúar 1988 um væntanleg lög og var því beint til ökumanna að blikka ljóslausa bíla í umferðinni og minna þannig á ljósanotkun. Árið 1988 voru margir bílar einnig komnir með öryggisbeltis- búnað fyrir aftursætisfarþegana, en þeir farþegar voru ekki skyld- aðir til beltanotkunar samkvæmt lögunum. Sérstök hlóðpípa, sem lét í sér heyra ef ljós voru skilin eftir kveikt þegar drepið var á bílnum, var kynnt ökumönnum rækilega enda margur sem flaskaði á því í dagsbirtunni að muna að slökkva ljós bifreiðarinnar. Bílflautuna sjálfa mátti hins vegar samkvæmt lögunum ekki lengur nota nema ríka nauðsyn bæri til. ÞETTA GERÐIST: 1. MARS 1988 Ökuljós allan sólarhringinn Unnið er við hreinsun og viðgerð á stærsta hraunkeramik- verki landsins þessa dagana en verkið tekur yfir eina 20 fermetra. Þetta er verkið Árdægur eftir listamanninn Ragnar Kjartansson sem sett var upp í samkomuhúsinu Stapanum í Keflavík árið 1965. Ragnar vann verkið úr leir og hraunsalla af Reykjanesinu en hann var einmitt upp- hafsmaður hraunkeramiks á Íslandi. Árdægur var farið að láta á sjá eftir árin 45 og tóku myndhöggvararnir Ragn- hildur Stefánsdóttir og Inga Ragnarsdóttir, dóttir lista- mannsins, að sér að hreinsa verkið og gera við það og þeim til aðstoðar var Friðrik Örn. Stapinn er hið fornfræga samkomuhús Suðurnesja- manna og nú er unnið af kappi við endurgerð hans. Hann verður fyrsti hluti Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ sem tekin verður í notkun og er formleg opnunarhátíð áætluð nú í mars en Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Poppminja- safn Íslands munu fylgja í kjölfarið á næstu mánuðum. Stærsta hraunkeramikverk landsins VIÐ ÁRDÆGUR Ragnhildur Stefánsdóttir, Inga Ragnarsdóttir og Friðrik Örn við listaverkið í Hljómahöllinni. MYND/VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Kraftlyftingasamband Íslands, KRAFT, var stofnað 2. mars árið 1985. Kraftlyftingar höfðu þá verið stundað- ar á Íslandi frá því um 1960. Kraftlyft- ingasambandið gekk inn í Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ári og varð þá að nefnd innan félagsins. Þessa dagana stendur KRAFT hins vegar á tímamótum því ÍSÍ hefur gefið grænt ljós á að KRAFT geti orðið að Kraft- lyftingasambandi innan ÍSÍ. „Við erum mjög ánægð með það spor að vera komin inn í ÍSÍ en marg- ir hafa unnið gríðarlega vinnu í því ferli,“ segir Guðjón Hafliðason, vara- formaður KRAFT. „Núna gefst kraft- lyftingamönnum tækifæri til að stunda sína íþrótt innan ÍSÍ með því að vera meðlimir í KRAFT en nú starf- ar KRAFT þar á sömu forsendum og önnur íþróttafélög. Daginn sem við gengum inn í ÍSÍ urðum við að nefnd og lögðum formlega niður Kraftlyft- ingasambandið en ferlið að geta orðið samband innan ÍSÍ er misjafnlega langt. Okkar vinna hefur staðið í ár sem þykir fremur gott en til að geta orðið samband urðum við að hafa ákveðinn fjölda félagasambanda sem stunda kraftlyftingar og einnig fóru nefndir innan ÍSÍ yfir lög KRAFT til að samræma þau við lög ÍSÍ.“ Að sögn Guðjóns hafa kraftlyftinga- mót undanfarið verið þau stærstu í sögu kraftlyftinga og hefur innganga í ÍSÍ breytt miklu. „Okkar sterkasta fólk hefur verið að fá styrki til að ferðast, en hingað til hafa félagsmenn þurft að fara á mót á eigin kostnað. Þannig erum við farin að njóta þess að eiga sömu möguleika og aðrar íþróttagrein- ar í landinu. Orðspor okkar er líka rísandi þar sem að við höfum náð að reka það orð af okkur að kraftlyftinga- menn séu steranotendur, enda var það aldrei satt, og höfum við náð að stand- ast öll lyfjapróf sem hafa verið tekin síðan við gengum inn í ÍSÍ.“ Margir sterkir kraftlyftinga- menn eru á Íslandi að sögn Guðjóns en þekktustu nöfnin í gegnum tíðina eru Jón Páll Sigmarsson, Skúli Ósk- arsson og Auðunn Jónsson er einn þeirra sem hvað fremstir standa í dag. „Okkar fremsta fólk, svo sem Skúli, hefur verið hlynnt því að ganga í ÍSÍ en stjórnin, með formann okkar, Sig- urjón Pétursson, í fararbroddi, hefur unnið mikla vinnu. Sigurjón er fyrr- um varaformaður Handknattleikssam- bands Íslands og við erum heppin að hafa hann þar sem hann þekkir vel til innan ÍSÍ. Við hlökkum til að sjá grein- ina dafna nú innan ÍSÍ og teljum hana eiga mikla framtíðarmöguleika hér á landi.“ juliam@frettabladid.is KRAFTLYFTINGASAMBAND ÍSLANDS: Á 25 ÁRA AFMÆLI UPPGANGUR Í KRAFTLYFTINGUM NÝIR TÍMAR Guðjón Hafliðason, varaformaður KRAFT, segir miklu muna fyrir kraftlyftingamenn að grein þeirra njóti sömu réttinda og aðrar íþróttagreinar í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Ástkær eiginkona mín, dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Guðrún Þóra Magnúsdóttir andaðist miðvikudaginn 24. febrúar. Útför fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 5. mars kl. 13. Sigurður Gizurarson Júlía Jónsdóttir Dagmar Sigurðardóttir Baldur N. Snæland Magnús Sigurðsson Karen Z. Zurga Júlía Sigurðardóttir Gizur Sigurðsson Ólafur Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir, Arnar Loftsson, systkini og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.