Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 36
20 1. mars 2010 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Er einhver hérna með hetjudáð á samviskunni? Eitthvað til að deila með okkur hinum? Já, Gula vasaljósið? Hinn 94 ára gamli nágranni minn, frú Sívertsen, lenti í vandræðum með sjónvarpsloftnetið sitt á dögunum. Svo á meðan sú gamla klifraði upp á þak stóð undirritaður niðri og lýsti upp aðstæður fyrir hana! Glæsi- legt! Var hún ekki ánægð? Ánægð og ekki ánægð... hún var eitt- hvað pirruð blessunin! Þannig er þetta alltaf, engin virðing! Áttar þú þig á því að það eru bara nokkur ár þar til Palli fer í háskóla? Hugsa sér. Sem betur fer er ljós við enda ganganna! Já. En við skulum alveg hafa það á hreinu að þetta eru löööööng göng. Getið þið hjálpað mér við að festa vaskinn aftur á vegginn? Þau eru loksins sofnuð. Hvernig fórstu að því? Sem var...? Ég lýsti degin- um mínum. A! Sko, mér datt í hug að eina leiðin til að gera þau þreytt væri að setj- ast niður og segja þeim lengstu og leiðinlegustu sögu sem ég mundi eftir. Hæ Börkur! Ég renndi bara við til að heilsa upp á þig. Ég get eigin- lega ekkert stoppað. Heimsóknartíminn er búinn klukkan eitt... Klassískt barnalán BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar Dagblaðaútgáfa verður seint talin arð-vænleg á Íslandi. Markaðurinn er lítill og það kemur vitaskuld bæði niður á auglýsinga- og lausblaðasölu. Lítið rúm virðist vera fyrir neina sérhæfingu. Um leið og einhver fjölmiðillinn dettur niður á sniðugheit eru hinir ekki seinir að vilja reyna sig líka. Blöðin hafa, líkt og aðrir fjölmiðlar, þurft að sigla í gegnum djúpa öldudali og margir því miður sokkið með manni og mús. Atvinnuöryggið hefur í raun aldrei þvælst fyrir á íslenskum dagblaðamarkaði og það hefur held- ur betur sýnt sig á síðustu mánuð- um þegar hverri kanónunni á fætur annarri hefur verið sagt upp. EN hún er mörg matarholan og Morgunblaðið og Fréttablaðið hafa þurft að sýna nokkra hug- myndaauðgi í að finna leiðir til að hressa fjárhaginn við. Margt hefur verið reynt, svo sem að gefa út á aukablöð helguðum vinnuvélum eða húsbúnaði, freista áskrif- enda með dýrindis siglingum um höfin sjö og svo hefur jafn- vel verið brugðið á það ráð að skipta um karla í brúnni. Eitt síðasta útspilið gefur til kynna að markaðsstjórar Morgun- blaðs og Fréttablaðs hafi lagst yfir kvikmyndir Ingmars Bergmann í leit að nýjum hugmyndum, hitt þar fyrir sjálf- an ,,döden” og tekið við hann eina skák. AÐ minnsta kosti hefur sú niðurstaða fengist á báðum bæjum að ráðlegast sé að veðja á minningargreinarnar, efni sem Morgunblaðið hefur fengið að sitja eitt að fram að þessu og skuggalega oft verið það áhugaverðasta með morgunkaffinu. Ekki fyrr hafði Fréttablaðið boðið les- endum að skrifa minningarorð um látna en Morgun blaðið tók að auglýsa: „Allar minningar á einum stað“. Þessa dagana stingur það upp á því við lesendur sína í hverri heilsíðuauglýsingunni á fætur ann- arri að kaupa innbundna bók með minn- ingargreinum um sína nánustu – eða bara hvern sem er. NÚ þarf enginn lengur að taka fram skærin og klippa greinarnar út, heldur föndrar Mogginn þetta bara fyrir mann og lætur binda inn í svokallaða Minninga- bók. Morgunblaðið þiggur auðvitað þókn- un fyrir en ekki hef ég hugmynd um hvernig greiðslu verður háttað til höfund- arrétthafa, það er að segja þeirra sem skrifuðu minningargreinarnar. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að lífróður dag- blaðanna skuli hafa tekið þessa stefnu, beint í opinn dauðann. Mundu mig − ég man þig Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.org Ný og persónuleg jógastöð hefst 1. mars. Skráning hafi n í síma 695 8464 / 772 1025 eða á jogastudio.org • Hot jóga • Hatha jóga • Byrjendanámskeið • Krakkajóganámskeið BÓKABÚÐIN BERGSTAÐASTRÆTI ÚTSALA Allt að 80% afsláttur Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.