Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 40
24 1. mars 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Eimskipsbikar karla Haukar-Valur 23-15 (9-8) Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/3 (7/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 5 (12), Sigurbergur Sveinsson 4/2 (12/2), Elías Már Hall- dórsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 0/1 (1/1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 25/1 (40, 63%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (2, 50%) Hraðaupphlaup: 5 (Elías Már 2, Guðmundur Árni, Sigurbergur, Gunnar Berg) Fiskuð víti: 6 (Pétur, Freyr, Sigurbergur, Guð- mundur Árni, Heimir Óli, Björgvin Þór) Utan vallar: 4 mínútur Mörk Vals (skot): Sigurður Eggertsson 7 (11), Ernir Hrafn Arnarson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Arnór Þór Gunnarsson 2 (10/1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (9), Ingvar Árnason 0 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 0 (1), Baldvin Þorsteins- son 0 (1). Varin skot: Hlynur Mortens 19 (41/3, 46%), Ingvar Guðmundsson 2/1 (3/2, 67%) Hraðaupphlaup: 3 (Arnór Þór 2, Sigurður) Fiskuð víti: 1 (Orri Freyr) Utan vallar: 4 mínútur Eimskipsbikar kvenna Fram-Valur 20-19 (13-9) Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 6/1 (17/2), Karen Knútsdóttir 4/1 (10/3), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (4). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 23/1 (42/5, 55%) Hraðaupphlaup: 6 (Guðrún Þóra, Marthe, Stella, Karen, Ásta Birna, Hildur) Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Stella, Marthe, Pavla) Utan vallar: 6 mínútur Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 8/4 (19/5), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Katrín Andrésdóttir 2 (3), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6), Brynja Dögg Steinsen 1 (1), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 0 (1). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 23/2 (43/5, 53%) Hraðaupphlaup: 4 (Hrafnhildur, Ágústa Edda, Rebekka Rut) Fiskuð víti: 5 (Hrafnhildur 2, Rebekka Rut, Kristín, Brynja Dögg) Utan vallar: 2 mínútur ÚRSLIT HANDBOLTI „Við erum búnar að bíða eftir þessum titli í langan tíma og það eru ellefu ár síðan Fram vann síðast. Þá var ég bara lukkutröll uppi í stúku að horfa á Gurrý [Guðríði Guðjónsdóttur, aðstoðarþjálfara Fram] og það er líklega ein af mínum fyrstu minningum af handboltanum. Það var því frábær tilfinning að vera komin í þennan leik núna og uppskera með þessum hætti,“ sagði stórskyttan Stella Sigurðar- dóttir hjá Fram sem skoraði 6 mörk í sigri liðs síns gegn Val í úrslitaleik Eimskipsbikarsins. „Við byrjuðum leikinn af mikl- um krafti og það var mikil sam- heldni í liðinu og þetta er alltaf að verða betra og betra með hverj- um leik hjá okkur. Við lögðum grunninn að þessum sigri með mjög sterkri vörn auk þess sem Íris Björk stóð sig alveg frábær- lega í markinu. Við erum samt ekkert hættar núna. Þetta er bara rétt að byrja hjá okkur,“ sagði Stella ánægð. - óþ Stella Sigurðardóttir: Alltaf að verða betra og betra ÖFLUG Stella var markahæst hjá Fram með sex mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Haukar urðu bikarmeist- arar karla í handbolta árið 2010 um helgina eftir 23-15 sigur gegn Val en Valsmenn höfðu unnið bikarinn í tvö ár þar á undan. Haukar höfðu beðið í átta ár eftir því að vinna bikarinn aftur en Hafnarfjarðar- liðið vann bikarinn tvö ár í röð á árunum 2001 og 2002. „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því við erum búnir að stefna á að vinna þennan bikar og hann var stór áherslupunkt- ur fyrir veturinn þar sem þetta lið vantaði hann í safnið. Þetta er því stór dagur fyrir Hauka,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í leikslok. Haukar voru alltaf skrefinu á undan Val í fyrri hálfleik þó svo að munurinn hafi aðeins verið eitt mark, 9-8, þegar hálfleiksflautan gall. Fyrri hálfleikurinn einkennd- ist af gríðarlegri baráttu og stífum varnarleik og markverðir beggja liða voru í fínu formi. Upphaf seinni hálfleiksins gaf til kynna um að úrslitin myndu líklega ráðast á lokamínútunum eða í framlengingu þar sem mikið jafnræði var með liðunum. Í stöð- unni 14-14 mölbrotnaði hins vegar niður leikur Valsmanna og Hauka- menn gengu á lagið og skoruðu átta mörk í röð og unnu að lokum öruggan 23-15 sigur. „Varnarleikurinn var náttúru- lega frábær hjá okkur og Birkir Ívar stórkostlegur þar fyrir aftan. Þessi öflugi varnarleikur okkar gerði það að verkum að við vorum með frumkvæðið allan leikinn og á síðustu tíu mínútunum þegar við skiptum yfir í 6-0 vörn þá áttu Valsararnir bara engin svör og við keyrðum yfir þá. Það var því fyrst og fremst varnarleikurinn sem skóp sigurinn,“ sagði Aron ánægður en kollegi hans, Óskar Bjarni Óskarsson hjá Val, var vitanlega súr í bragði í leikslok. „Lokastaðan segir ekkert um það hvernig leikurinn spilaðist fram að þessum slæma leikkafla hjá okkur. Ég hélt að þetta ætlaði að stefna í einhverja háspennu og jafnvel framlengingu en það var ekki tilfellið. Mér fannst dómar- arnir Anton og Hlynur dæma vel yfir heildina litið en á þessum lokaleikkafla fannst mér flest öll vafaatriði falla með Haukum og nokkrir furðudómar litu dagsins ljós. Það þýðir hins vegar ekkert að tala um það núna og svona er bara handboltinn stundum. Ég tek samt auðvitað ekkert af Haukunum því þeir risu upp á lokamínútunum og kláruðu dæmið og það er það sem skilur að þegar upp er staðið,“ sagði Óskar Bjarni. omar@frettabladid.is Einokun Valsmanna á enda Haukar bundu enda á sigurgöngu Vals í Eimskipsbikar karla eftir 23-15 sigur í úrslitaleik í Laugardalshöll. Haukar skoruðu átta mörk í röð á lokakaflanum. ARON Á FLUGI Þjálfarinn Aron Kristjánsson hjá Haukum er hér tolleraður eftir sigur- inn gegn Val í úrslitaleik Eimskipsbikarsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI „Þetta er náttúrulega alveg ný reynsla fyrir mig að spila svona stóran leik hér á Íslandi. Ég hef náttúrulega spil- að stóra leiki líka með unglinga- landsliðinu en þetta var aðeins öðruvísi og algjörlega frábært. Það er gríðarlega sætt að vinna þennan titil strax á mínu fyrsta tímabili með Haukum,“ sagði hinn 19 ára gamli Guðmundur Árni Ólafsson, hornamaður hjá Haukum, sem fór á kostum í sigrinum gegn Val í úrslitaleik Eimskipsbikarsins og skoraði úr öllum sjö skotum sínum í leiknum. „Ég byrjaði á bekknum og fann því ekki fyrir neinni pressu þegar ég kom inn á og skoraði úr vítakasti og það hjálpaði mér að ná kuldanum aðeins úr mér. Ég er bara mjög sáttur með mitt og það er frábært að við séum búnir að ná einum af stóru markmiðum okkar fyrir veturinn,“ sagði Guðmundur Árni. - óþ Guðmundur Árni Ólafsson: Ég er bara mjög sáttur með mitt FRÁBÆR Guðmundur fagnar hér ásamt Pétri Pálssyni. FRÉTTBLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI „Þetta var geðveikur leikur. Ég veit ekkert hvað ég á að segja. Það bara gekk allt upp hjá okkur, sérstaklega vörn og mar- kvarsla og ég er bara gríðarlega stoltur af stelpunum,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, í sigur- vímu eftir dramatískan sigur liðs síns gegn Val í úrslitaleik Eim- skipsbikarsins en línumaðurinn Pavla Nevarilova tryggði Fram sigurinn og þar með bikarinn með marki nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Fram byrjaði leikinn af mikl- um krafti og komst í 5-0 forystu snemma leiks og leiddi leikinn 13-9 í hálfleik. Valur lét þó ekki slá sig út af laginu og í stöðunni 19-14 náðu Valsstúlkur að skora fimm mörk í röð og jafna leikinn þegar aðeins tæpar tvær mínútur voru eftir. Valur fékk svo boltann þegar tæp mínúta lifði leiks eftir að Berglind Íris Hansdóttir, mark- vörður Vals, hafði varið glæsilega. Valsstúlkur fóru hins vegar illa af ráði sínu og misstu boltann strax í hendur Framara sem brunuðu í sókn. Berglind Íris varði aftur vel skot Sigurbjargar Jóhannsdóttur en Pavla Nevarilova kastaði sér þá inn í vítateiginn og náði að slá bolt- ann í gegnum klofið á Berglindi Írisi og tryggja Fram ótrúlegan sigur. „Ég hugsaði bara um að reyna að ná til boltans og reyna að koma honum í markið. Það var ótrúlega sætt að sjá boltann liggja í netinu. Þetta var frábært,“ sagði Pavla hæstánægð í leikslok. Stefán Arnarson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur í leiks- lok en hrósaði þó liði sínu fyrir að komast aftur inn í leikinn eftir afleita byrjun. „Mér fannst frábært hvernig við komum til baka í leiknum og súrt að hafa ekki náð að klára þetta í lokin. Í svona úrslitaleikj- um er þetta bara spurning um dagsformið og Fram var einfald- lega sterkara liðið heilt yfir. Við spiluðum ekki nægilega vel en ég tek það ekki af Framliðinu að það átti sigurinn skilið,“ sagði Stefán í leikslok. - óþ Fram vann 20-19 sigur gegn Val í æsispennandi úrslitaleik Eimskipsbikars kvenna í handbolta: Fyrsti bikarmeistaratitill Fram í ellefu ár LANGÞRÁÐUR SIGUR Framkonur urðu bikarmeistarar í fyrsta skipti í ellefu ár um helgina og hér lyftir fyrirliðinn Ásta Birna Gunnarsdóttir bikarnum hátt á loft. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Það var sannkölluð bikarstemning í Laugardalshöll á laugardaginn þegar úrslitaleikir Eimskipsbikars karla og kvenna í handbolta fóru fram. Mikil bar- átta einkenndi báða úrslitaleikina þar sem stífur varnarleikur var í aðalhlutverki. Raunar voru það markverðir liðanna sem stálu senunni í höllinni því í karlaleiknum var Birkir Ívar Guðmundsson hjá Haukum stórkostlegur og Hlynur Morthens hjá Val stóð einnig fyrir sínu. Í kvennaleiknum fóru landsliðsmarkverðirnir Íris Björk Símonar- dóttir hjá Fram og Berglind Íris Hansdóttir hjá Val svo hamförum. Birkir Ívar skellti í lás á stórum leikköflum í 23-15 sigri Hauka gegn Val en Valsmenn skoruðu aðeins tvö mörk á fyrsta stundarfjórðungi leiksins og aðeins eitt mark á síðustu tíu mínútum leiksins. „Ég var búinn að koma tvisvar sinnum áður í höllina og tapaði þá í bæði skiptin og í bæði skiptin voru það markverðir andstæðinganna sem kláruðu leikina fyrir þá. Það var enginn möguleiki á að ég myndi láta það gerast í þriðja sinn. Annars held ég að sigurinn skrifist bara á hungrið, okkur hungraði einfaldlega meira í titilinn,“ sagði Birkir þegar bikarmeistaratitillinn var í höfn. Kvennalið Fram hefur ef til vill fyrst og fremst orð á sér fyrir að vera frábært sóknarlið en Framstúlkur sýndu og sönnuðu að þær geta einnig spilað frábæra vörn þegar þær unnu 20-19 sigur gegn Val. „Við mættum grimmar en samt afslappaðar til leiks og það gerði gæfumuninn því þannig spilum við best. Ég er ósammála því þegar fólk segir að við séum bara sóknarlið því varnarleikurinn er búinn að vera frábær hjá okkur í allan vetur og þessi leikur var bara framhald af því,“ sagði Íris Björk. EIMSKIPSBIKAR KARLA OG KVENNA: VARNARLEIKUR Í FYRIRRÚMI OG MARKVERÐIR LIÐANNA STÁLU SENUNNI Okkur hungraði einfaldlega meira í titilinn > Bikar-Gurrý stóð undir nafni „Þetta var bara stórkostlegt og mér fannst þetta bara vera virkilega verðskuldaður sigur. Frábært líka að Pæja [Pavla Nevarilova] hafi skorað sigurmarkið því hún var yfir- burðamaður í vörn hjá okkur þó svo að hún hafi ekki fundið sig í sókninni,“ sagði Guðríður Guð- jónsdóttir aðstoðarþjálfari nýkrýndra bikarmeist- ara Fram. Guðríður þekkir manna best hvernig er að vinna í höllinni en hún hefur alls tekið þátt í 16 bikarúrslitaleikjum, þar af 15 með Fram og unnið 13 sinnum eða öll skiptin sem Fram hefur unnið bikarinn til þessa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.