Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 42
26 1. mars 2010 MÁNUDAGUR Enska úrvalsdeildin Chelsea-Manchester City 2-4 1-0 Frank Lampard (42.), 1-1 Carlos Tevez (45.), 1-2 Craig Bellamy (51.), 1-3 Tevez (76.), 1-4 Bellamy (87.), 2-4 Lampard (90.). Birmingham-Wigan 1-0 1-0 James McFadden (45.). Bolton-Wolves 1-0 1-0 Zat Knight (45.). Burnley-Portsmouth 1-2 0-1 Frederic Piquionne (25.), 1-1 Martin Paterson (31.), 1-2 Hassan Yebeda (76.). Stoke-Arsenal 1-3 1-0 Danny Pugh (8.), 1-1 Nicklas Bendtner (32.), 1-2 Cesc Fabregas (90.), 1-3 Thomas Vermaelen (90+3.). Tottenham-Everton 2-1 1-0 Roman Pavlyuchenko (11.), 2-0 Luka Modric (28.), 2-1 Yakubu Aiyegbeni (55.). Liverpool-Blackburn 2-1 1-0 Steven Gerrard (20.), 1-1 Keith Andrews(40.), 2-1 Fernando Torres (44.). Sunderland-Fulham 0-0 STAÐAN Í DEILDINNI 1. Chelsea 28 19 4 5 +39 61 2. Man. Utd 28 19 3 6 +42 60 3. Arsenal 28 18 4 6 +35 58 4. Tottenham 28 14 7 7 +23 49 5. Man. City 27 13 10 4 +17 49 6. Liverpool 28 14 6 8 +17 48 7. Aston Villa 26 12 9 5 +16 45 8. Birmingham 27 11 7 9 -2 40 9. Fulham 28 10 8 10 +3 38 10. Everton 27 10 8 9 0 38 11. Stoke 27 8 10 9 -5 34 12. Blackburn 28 9 7 12 -15 34 13. West Ham 27 6 9 12 -8 27 14. Sunderl. 27 6 9 12 -12 27 15. Bolton 27 6 8 13 -19 26 16. Wigan 27 6 7 14 -27 25 17. Wolves 27 6 6 15 -24 24 ------------------------------------------------------------ 18. Hull 27 5 9 13 -29 24 19. Burnley 27 6 5 16 -29 23 20. Portsm. 27 5 4 18 -22 19 Enski deildabikarinn Aston Villa-Manchester United 1-2 1-0 James Milner (víti 5.), 1-1 Michael Owen (13.) 1-2 Wayne Rooney (74.). Enska b-deildin Barnsley-Blackpool 1-0 Emil Hallfreðsson sat á bekknum hjá Barnsley. Coventry-Scunthorpe 2-1 Aron Gunnars lék allan leikinn fyrir Coventry. Reading-Sheffield Wednesday 5-0 Gylfi Sigurðsson og Ívar Ingimarsson voru í liði Reading en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á bekknum. Sheffield United-Plymouth 4-3 Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Plymouth. Watford-Newcastle 1-2 Heiðar Helguson lék allan leikinn fyrir Watford. Spænska deildin Tenerife-Real Madrid 1-5 0-1 Gonzalo Higuain (29.), 0-2 Higuain (41.), 1-2 Garcia Ayoze (47.), 1-3 Kaka (48.), 1-4 Cristiano Ronaldo (80.), 1-5 Raúl González (90.). Barcelona-Malaga 2-1 1-0 Pedro (69.), 1-1 Valdo (81.), 2-1 Lionel Messi (84.). Ítalska deildin Lazio-Fiorentina 1-1 1-0 Sebastiano Siviglia (7.), 1-1 Keirrison (90.). AC Milan-Atalanta 3-1 1-0 Alexandre Pato (30.), 2-0 Pato (41.), 2-1 Jaime Valdes (55.), 3-1 Marco Borriello (60.). Udinese-Inter 2-3 1-0 Simone Pepe (2.), 1-1 Mario Balotelli (6.), 1-2 Maicon (21.), 1-3 Diego Milito (45.). Napoli-Roma 2-2 0-1 Julio Babtista (59.), 0-2 Mirko Vucinic (65.), 1-2 German Denis (76.), 2-2 Marek Hamsik (90.). Þýski handboltinn Flensburg-Dusseldorf 34-23 (19-9) Alexander Pettersson skoraði 5 mörk f. Flensburg og Sturla Ásgeirsson skoraði 2 mörk f. Dusseldorf. Melsungen-Grosswallstadt 26-29 (9-18) Sverre Jakobsson lék m. Grosswallstadt. Lemgo-Wetzlar 29-18 (16-5) Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk f. Lemgo. Hannover-Magdeburg 27-25 (11-9) Hannes Jón Jónsson skoraði 3 mörk f. Hannover. Göppingen-Fuchse Berlin 29-25 (15-15) Rúnar Kárason skoraði 1 mark f. Fuchse Berlin. Meistaradeildin í handbolta Chambery Savoie-RN Löwen 24-29 (13-12) Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 2 mörk. Kiel-Kolding 38-23 (20-10) Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Kiel. Iceland Express-deild karla Snæfell-ÍR 96-86 (48-42) Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 25 (18 fráköst), Sean Burton 23, Jón Ólafur Jónsson 13, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11, Martins Berkis 11 (9 fráköst, 7 stoðsendingar), Páll Fannar Helgason 6, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Emil Þór Jóhanns- son 3. Stig ÍR: Robert Jarvis 24, Nemanja Sovic 16, Eiríkur Önundarson 16, Steinar Arason 14, Kristinn Jónsson 9, Ólafur Þórisson 3, Hreggviður Magnússon 2, Ásgeir Hlöðversson 2. ÚRSLIT FÓTBOLTI Topplið ensku úrvals- deildarinnar, Chelsea, tapaði illa fyrir Manchester City á laugar- dag sem þýðir að Manchester United er aðeins stigi á eftir Lund- únaliðinu. Allra augu á Stamford Bridge beindust að kviðmágunum John Terry og Wayne Bridge sem þarna mættust. Eins og venja er heilsuðust leik- menn liðanna fyrir leik en Bridge bauð þó Terry ekki hönd sína og skyldi engan undra. Um ekkert hefur verið fjallað meira í ensk- um fjölmiðlum en málefni þess- ara fyrrum samherja eftir að upp komst að Terry hélt við fyrrum unnustu Bridge á meðan þau voru saman. John Terry hefur átt betri daga en laugardaginn og það sama má segja um Chelsea. Carlos Tevez var mættur aftur í lið City eftir frí vegna persónulegra mála og átti flottan leik. Hann skoraði tví- vegis þegar hans lið tryggði sér glæsilegan 4-2 útisigur. Craig Bellamy var einnig í stuði og skor- aði hin tvö fyrir City. Mótlætið fór illa í heimamenn sem misstu tvo leikmenn af velli, en Juliano Belletti og Michael Ballack voru sendir í bað. Þar sem Petr Cech verður á meiðslalistanum næstu vikurn- ar stóð Henrique Hilário í marki Chelsea í gær. Frammistaða þess portúgalska var herfileg og fyrstu tvö mörk gestanna skrif- ast að stórum hluta á hann. Það er nokkuð hnyttið að lesa ummæli Terry um Hilário í leikskránni fyrir leik. „Hann hefur staðið sig það vel að mér finnst að hann gæti farið með portúgalska landsliðinu á heimsmeistaramótið í sumar. Allir hérna hafa mikla trú á honum,“ sagði Terry fyrir leikinn en ómögulegt er að Carlos Queir- oz, þjálfari Portúgals, hafi hrifist af leik Hilário um helgina. Stór hluti stuðningsmanna Chelsea baulaði á Bridge meðan á leik stóð af óskiljanlegum ástæð- um. Sá hlær best sem síðast hlær, Chelsea fékk ekkert út úr leikn- um og flestir stuðningsmenn liðs- ins höfðu yfirgefið sæti sín áður en leik lauk. - egm Wayne Bridge neitaði að taka í höndina á John Terry fyrir viðureign Manchester City og Chelsea: Þetta var ekki dagurinn hans Terry EKKERT HANDABAND Bridge sleppti því að heilsa Terry. NORDICPHOTOS/GETTY FRJÁLSÍÞRÓTTIR Fjórða bikar- keppni Frjálsíþróttasambands Íslands innanhúss var haldin í Frjálsíþróttahöllinni í Laugar- dal í gærdag þar sem ÍR vann sameiginlega stigakeppni nokk- uð örugglega. ÍR-ingar unnu því bikarkeppnina innanhúss annað árið í röð. ÍR hafði betur í sameiginlegu stigakeppninni eftir harða bar- áttu við Ármann/Fjölni en ÍR endaði keppnina með 132 stig og Ármann/Fjölnir var með 111,5 stig. FH krækti í þriðja sætið með 100,5 stig, hálfu stigi á undan Breiðablik sem endaði í fjórða sæti. Alls mættu sjö keppnislið til leiks en 165 keppendur voru skráðir til leiks. FH vann stigakeppnina hjá körlunum og fékk 61,5 stig en ÍR vann stigakeppnina hjá kon- unum og fékk 75 stig, en gríðar- lega mikil breidd og liðsheild ÍR- inga í karla- og kvennaflokki skóp tvímælalaust sigurinn. Þess má einnig geta að hinn öflugi Einar Daði Lárusson gat ekki keppt með ÍR vegna meiðsla þannig að ÍR- ingar virðast enn eiga talsvert inni. Annars voru flestir af sterk- ustu keppendum landsins mættir til leiks í Laugardalinn en engin Íslandsmet féllu í eldri keppnis- flokkum á mótinu að þessu sinni. Enda er bikarkeppnin stiga- keppni og keppendur einbeita sér því fyrst og fremst að því að ná sætum og aðeins einn kepp- andi frá hverju félagi má keppa í hverri grein fyrir sig. Arna Stef- anía Guðmundsdóttir úr ÍR bætti þó eigið Íslandsmet í 400 metra hlaupi í meyja- og stúlknaflokk- um þegar hún hljóp á tímanum 56,94 sekúndur. - óþ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í gær þar sem ÍR-ingar fóru með sigur: ÍR náði að verja titil sinn Á FLUGI ÍR-ingar náðu að vinna Bikar- keppni FRÍ innanhúss annað árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI „Það er mögnuð tilfinn- ing að skora sigurmarkið í úrslita- leik á Wembley,“ sagði Wayne Rooney eftir að Manchester Unit- ed vann Aston Villa 2-1 í úrslita- leik deildabikarsins. Hann skor- aði sigurmark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf Antonio Valencia á 74. mínútu. Umdeildasta atvik leiksins gerðist strax í upphafi hans. Ser- binn Nemanja Vidic braut þá á Gabriel Agbonlahor og dómarinn Phil Dowd dæmdi réttilega víta- spyrnu. Mótherjar United vildu þó klárlega fá rautt spjald en Dowd lyfti ekki einu sinni því gula. „Þetta var óskiljanleg ákvörðun hjá annars góðum dómara leiks- ins. Þetta verður orðið gleymt og grafið eftir nokkrar vikur en ákvörðunin var slæm,“ sagði Martin O’Neill, knattspyrnu- stjóri Villa. Sjálfur viðurkennir Vidic að vítaspyrnudómurinn hafi verið réttur en segist ekki hafa átt skilið að fá brottvísun. „Ég hefði getað gert betur en Agbonlahor gerði vel. Ég tel að þetta hafi ekki verið rautt spjald því ég komst fyrir framan hann. Ef ég hefði brotið fyrir aftan hefði þetta átt að vera rautt,“ sagði Vidic. Á 13. mínútu jafnaði Manchest- er United eftir hroðaleg mistök varnarmannsins Richard Dunne. Sir Alex Ferguson fór fögrum orðum um Dunne fyrir leikinn og virðist hafa unnið ákveðinn sál- fræðisigur. Michael Owen þakkaði Dunne fyrir með því að skora. Owen fór meiddur af velli fyrir hálfleik og þá kom Rooney inn á en hann hefur verið sjóðheit- ur á tímabilinu. Hann tryggði Manchester United sigur en þetta er í fyrsta sinn í tuttugu ár sem lið nær að verja þennan titil. „Það var gaman að vinna, gaman að skora og gaman að taka þátt í þessum leik,“ sagði Michael Owen. „Það eina sem skyggði á þetta var að ég meiddist aftan í læri og þurfti að fara af velli. Þetta eru fyrstu meiðslin sem ég verð fyrir síðan ég kom til Unit- ed. Þetta hefur samt verið góður dagur.“ Menn velta því fyrir sér hvort þetta mark auki möguleika Owen á að vera í leikmannahópi Eng- lands á HM í sumar en sjálfur segist hann lítið velta sér upp úr því. elvargeir@frettabladid.is Enn einn gullskalli Rooney Wayne Rooney kom af varamannabekknum og tryggði Manchester United sigur í deildabikarnum. Þetta er annað árið í röð sem United vinnur keppnina. BIKARINN Á LOFT Wayne Rooney lyftir deildabikarnum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Aaron Ramsey, hinn ungi miðjumaður Arsenal, verð- ur frá út tímabilið og líklega enn lengur eftir að hafa fótbrotnað illa í leik gegn Stoke á laugardag. Ryan Shawcross fór í klaufalega tæklingu með skelfilegum afleið- ingum og fékk í kjölfarið rauða spjaldið. Shawcross yfirgaf völlinn grát- andi en fleiri leikmenn voru í miklu áfalli. Brotið var það ljótt að það var ekki endursýnt í sjón- varpsútsendingu og ekki voru sýndar nærmyndir af Ramsey liggjandi á vellinum. Síðar um kvöldið gat Shawcross leyft sér að gleðjast aðeins en hann var þá valinn í landsliðshóp Englands fyrir vináttuleik gegn Egyptalandi á miðvikudag. - egm Ryan Shawcross hjá Stoke: Táraðist eftir að hafa brotið SÁ RAUTT Shawcross fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum. NORDICPH/GETTY FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen kom inn á sem varamaður og lék síðustu tuttugu mínúturn- ar í 2-1 sigri Tottenham gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Eiður Smári verður hins vegar ekki með íslenska landsliðinu sem mætir Kýpur í vináttu- landsleik á miðvikudag. Jónas Guðni Sævarsson, leikmaður Halmstad í Svíþjóð, hefur verið kallaður upp í íslenska landsliðs- hópinn fyrir leikinn. Þrír leikmenn sem upphaflega voru valdir í hópinn verða ekki með. Auk Eiðs Smára, sem fær frí frá leiknum, þá eiga Brynjar Björn Gunnarsson og Grétar Rafn Steinsson við meiðsli að stríða og spila ekki. - egm Eiður Smári Guðjohnsen: Eiður fær frí gegn Kýpur EIÐUR SMÁRI Verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Kýpur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.