Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 46
30 1. mars 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. ofsi, 6. hljóm, 8. slagbrandur, 9. tækifæri, 11. mannþyrping, 12. tíðindi, 14. endurtekning, 16. átt, 17. tvöfalt, 18. tæfa, 20. strit, 21. truflun. LÓÐRÉTT 1. hirsla, 3. í röð, 4. kasta, 5. loka, 7. naggrís, 10. kann, 13. op, 15. sjá, 16. hlóðir, 19. bókstafur. LAUSN „Ég kreisti sítrónu í vatn og fæ mér svo múslí með ferskum hindberjum og ferskum jarðar- berjum með möndlumjólk út á.“ Ásta Bærings Bjarnadóttir dansari. LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. óm, 8. slá, 9. lag, 11. ös, 12. fregn, 14. stagl, 16. sv, 17. tví, 18. tík, 20. at, 21. ónáð. LÓÐRÉTT: 1. hólf, 3. rs, 4. slöngva, 5. lás, 7. marsvín, 10. get, 13. gat, 15. líta, 16. stó, 19. ká. „Hún er ekki nógu heit. Þetta er bara lítill kofi og það ætti ekki að vera erfitt að halda hitanum rétt- um. Í Breiðholtinu er hitinn svo mikill að manni er nánast bara skotið út,“ segir Eiríkur Jónsson, landsþekktur sundáhugamaður og ritstjóri Séð og heyrt. Eiríkur er ekki par sáttur við hitastig gufu- baðsins í Sundhöll Reykjavíkur. Hann segist hafa farið í nánast allar sundlaugar á Íslandi, fyrir utan þá á Kjalarnesi, en hann hafi aldrei komið inn í svona kalda gufu. „Það þarf að skrúfa upp hitann, þetta er bara eins og að vera í veislu heima með kertaljós á öllum borðum. Það er allavega ekki hægt að vera nakinn þarna inni,“ segir Eiríkur. Katrín Irvin, rekstrarstjóri Sundhallarinnar, kveðst kannast við þessa óánægju Eiríks þar sem hann hefði skrifað stutta færslu um málið á bloggi sínu fyrir nokkru. Hún segir gufuna vera í mjög góðu standi og vísar öllum kuldapælingum ritstjórans á bug. „Hún heldur sig yfirleitt í fjörutíu og fimm gráðum, það er svolítið fyr- irtæki að breyta stillingunni. Um leið og ég sá færslu Eiríks fór ég og athugaði málið og gufan er bara eins og góðar gufur eiga að vera,“ segir Katrín en bætir því við að hún geti kóln- að fljótt ef gestir halda hurð- inni of lengi opinni. „En hún á að ná sér fljótt á strik aftur,“ segir Katrín. - fgg Sundáhugamaður ósáttur við kalt gufubað KALT Í GUFUNNI Eiríki Jónssyni þykir gufan í Sundhöll Reykjavíkur vera of köld. Katrín Irvin, rekstrarstjóri Sundhallarinnar. segir það ekki rétt, gufan sé hárrétt stilt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hera Björk Þórhallsdóttir og Örlygur Smári fá sex milljónir frá RÚV til að undirbúa þátttöku sína í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Ósló í lok maí. Þetta er sama upphæð og Óskar Páll Sveinsson og Jóhanna Guðrún fengu í fyrra samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Upphæðin þykir ansi lág enda á hún að standa straum af útgáfu kynningarbæklinga, myndbands- gerðar, búninga og öðru því sem fylgir þátttöku í þessari keppni. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur það gerst að þeir sem hafa keppt fyrir hönd Íslands hafi þurfti að borga með sér svo þeir gætu tekið þátt í þessari keppni. Styrkurinn er greiddur út um leið og sigurlagið hefur verið valið enda hefst þá þrotlaus vinna við undirbúninginn. Jóhanna Jóhannsdóttir, dag- skrárstjóri RÚV, segir heildar- upphæðina sem fari í Eurovision- þátttöku í ár þá sömu og í fyrra. „Kostnaðurinn er í kringum 25 milljónir. Við getum ekki farið neitt neðar í niðurskurði til að geta sinnt lágmarksþjónustu sem kraf- ist er af okkur í þessari keppni,“ segir Jóhanna og bætir því við að í fyrra og fyrir tveimur árum hafi verið ráðist í mikinn niðurskurð á þessum viðburði. Hún segir stærsta kostnaðarliðinn í þessu vera hótelgistingu, dagpeninga og ferðakostnað því íslenska krónan sé mjög veik gagnvart erlendum gjaldmiðlum um þessar mundir. Jóhanna segir hópinn sem fari út til Noregs vera lágmarkshóp samkvæmt forsendum og reglum keppninnar. „Jónatan Garðarsson verður fararstjóri eins og undan- farin ár og svo verða þrír aðrir starfsmenn frá RÚV á svæðinu, þulur, myndapróducent og töku- maður,“ útskýrir Jóhanna. Ekki liggur fyrir hver verður þulur fyrir hönd Íslands en Sigmar Guð- mundsson hefur sinnt því starfi með glæsibrag undanfarin ár. Hóp- urinn sem fylgir tónlistarfólkinu er ögn stærri. Í þeim flokki verða höfundur og flytjandi og þeir sem eru með honum á sviðinu, alls sex manns. „Og svo eru það sminka og fólkið með fötin og allt sem tengist því.“ freyrgigja@frettabladid.is JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR: KOSTNAÐUR VIÐ EUROVISION 25 MILLJÓNIR Eurovision-farar fá sex milljónir frá Ríkisútvarpinu „Auðvitað eru þetta vonbrigði ef maður sækir um ár eftir ár og er svona óheppinn. En það er ekkert við því að gera. Sumir eru bara heppnari en aðrir,“ segir leikarinn Pálmi Gestsson. Á hverjum vetri er dregið um það hverjir fái að stunda hreindýraveið- ar og hefur Pálmi ekki verið dreginn út síðastliðin þrjú ár. Spurður telur hann þó ekki að um klíkustarfssemi sé að ræða. „Ég held þetta séu bara himintunglin. Þetta er dregið út af handahófi í tölvu.“ Mörg hundruð manns sækja um að komast á hreindýraveiðar á sumrin en aðeins brot af þeim kemst í gegnum nálaraugað. Í nokk- ur ár hefur Pálmi ekki verið dreg- inn út en hefur engu að síður nokkr- um sinnum komist inn af biðlista. Vonar hann að það endurtaki sig í ár. Veiðitímabilið hefst 15. júlí og fær hver veiðimaður að skjóta eitt hreindýr. Pálmi hefur mjög gaman af þessu sporti þó svo að aflífun dýrsins sé ekki skemmtileg. „En þetta er frábær matur og síðan er það allt umstangið í kringum þetta. Náttúran og þetta flandur upp um fjöll og firnindi. Að komast í sam- band við almættið og eilífðina er eftirsóknarvert,“ segir hann. - fb Svekktur Pálmi fær ekki hreindýr PÁLMI GESTSSON Á HREINDÝRAVEIÐUM Hann fær líkast til ekki að veiða hreindýr í ár. SKORIÐ VIÐ NÖGL Kostnaðurinn við Eurovision hefur verið skorinn við nögl. Þau Hera Björk og Örlygur Smári fá sex milljóna króna styrk til að fullklára lagið, gera myndband, ráða fólk, gera kynningarbæklinga og diska. Jóhanna Jóhannsdóttir segir ekki hægt að skera kostnaðinn við Eurovision meira niður. TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 1290 GLÆNÝ ÝSA, FISKRÉTTIR ÞORSKHNAKKAR, RAUÐMAGI A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… Athygli vakti á Edduhátíðinni hversu margir af verðlaunahöfun- um voru með jórturleður sem þeir tuggðu í gríð og erg. Meðal þeirra voru Ragnar Bragason, Jón Gnarr og fleiri og fleiri sem tuggðu bæði hratt og örugglega uppi á sviði. Gunnar Hansson hafði þó vit á því að taka tyggjóið út úr sér áður en flutti þakkarræðu fyrir Björn Thors og hann gleymdi tyggjóinu heldur ekki því hann stakk því upp í sig á leið niður af sviðinu. Það hefur væntanlega verið glatt á hjalla á Bergstaða- stræti 67 því þangað komu að minnsta kosti tvær Eddur í hús. Þau sem þar búa eru hjónakornin Ragnar Bragason og Helga Rós V. Hannam en Ragnar var meðal annars valin leikstjóri ársins. Helga Rós fékk hins vegar sína Eddu fyrir bún- ingana í Bjarn- freðarson og Fangavakt- inni. Þótt það hafi komið einhverjum á óvart að Þóra Arnórsdóttir hafi verið kjörin sjón- varpsmaður ársins þá gaf könnun Bylgjunnar á föstudaginn forsmekk- inn af því sem koma skyldi. Þóra hafnaði þar í öðru sæti á eftir Pétri Jóhanni Sigfússyni en hann var auðvitað ekki tilnefndur í þeim flokki og því kannski eðlilegt að Þóra skyldi flytjast upp um sæti. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.