Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 2
2 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, er látinn. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1941. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1961 og prófi í lög- fræði frá HÍ 1966. Þorsteinn hóf starfsævina sem fulltrúi hjá Árna Guð- jónssyni hæstaréttarlög- manni en fór til starfa í fjár- málaráðuneytinu 1971. Hann var ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, sjávarút- vegsráðuneytinu og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Þorsteinn gegndi ýmsum öðrum ábyrgðar- og trúnaðar- störfum innan stjórnsýslunnar og var meðal annars formað- ur samninganefndar ríkisins í launamálum. Þorsteinn var kvæntur Maríu Friðriku Haraldsdóttur. Fyrri maki hans var Guðrún K. Sigurðardóttir sem lést 1983. Þorsteinn átti fjögur börn og eitt stjúpbarn. Þorsteinn Geirsson látinn VARNARMÁL Loftrýmisgæsla á vegum Atlantshafsbandalags- ins hefst á ný hér við land í dag og stendur til 30. mars. Flugs- veit frá danska flughernum sinnir gæslunni að þessu sinni. Um 50 liðsmenn danska flug- hersins eru staddir á Íslandi vegna verkefnisins, að því er segir á heimasíðu Varnarmálastofnun- ar. Gæslunni er sinnt með fjór- um F-16 orrustuþotum í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. - pg Loftrýmisgæsla hefst í dag: 50 danskir her- menn komnir Gísli, geturðu nú kallað þig talsmann neitenda? „Allavega sögðu allir fjölmiðlar „nei“ við því að fjalla um áskorun mína fyrr en eftir úrslitin.“ Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, beið ósigur í prófkjöri Framsóknarflokks- ins í Kópavogi um helgina. HEILSA „Við teljum að nálgast þurfi karlmenn öðruvísi en konur þegar kemur að svona málum,“ segir Gústaf Gústafsson hjá Krabba- meinsfélagi Íslands, sem fer þá óvenjulegu leið að nota grín til að vekja athygli á árverkniátakinu Karlmenn og krabbamein. Átakið hefst í dag með öflugri auglýsingaherferð þar sem ýmsir landsþekktir leikarar og grínist- ar leggja baráttunni lið. Þótt her- ferðin sé öll á léttu nótunum liggur mikil alvara að baki þar sem mark- miðið er að draga úr dauðsföllum karla af völdum krabbameins. - sg / karlar og krabbamein Árvekniátak um krabbamein: Með húmor að vopni í herferð ÁTAK Á LÉTTU NÓTUNUM Torfi Geir- mundsson rakari ræðir skegghirðu í upphafi mottumars. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VINNUMARKAÐUR Vinnumálastofnun greiddi í gær rúmlega 2,1 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar til um 15.500 manns. Á heilu ári hefur stofnunin greitt 24,8 milljarða í atvinnuleysistrygg- ingar. Hæsta fjárhæðin kom til greiðslu í maí í fyrra, 2,4 milljarð- ar króna, en þá fengu um 17.300 greitt úr atvinnuleysistrygginga- sjóði. 2,3 milljarðar voru greiddir úr sjóðnum í júní og júlí. Atvinnuleysistryggingar eru að jafnaði greiddar fyrir tímabilið frá frá 20. hvers mánaðar til 19. næsta mánaðar. Allt árið 2008 voru 4,7 milljarð- ar króna greiddir út í atvinnuleys- istryggingar og árinu áður nam fjárhæðin 2,4 milljörðum króna. Samkvæmt vef Vinnumála- stofnunar voru 17.520 á skrá yfir atvinnulausa í gær. 10.466 karlar og 7.054 konur. Fimmtungur hóps- ins er í hlutastarfi. Atvinnuleitendur geta fengið margvíslega aðstoð við atvinnu- leit á þjónustuskrifstofum Vinnu- málastofnunar. - bþs Rúmlega tveir milljarðar króna greiddir í atvinnuleysisbætur um mánaðamótin: Um 25 milljarðar í bætur á einu ári KÖNNUN Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn og fengi 32 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Capacent Gallup sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins í gær. Vinstri græn mælast með 25 prósenta fylgi, meira en Samfylk- ingin, sem nýtur stuðnings 23 prósenta. Ríkisstjórnin nýtur 47 prósenta fylgis. Um 14 prósent sögðust styðja Framsóknarflokkurinn, en fimm prósent sögðust myndu kjósa aðra flokka, til dæmis Hreyfing- una, Borgarahreyfinguna eða Frjálslynda flokkinn. - bj Skoðanakönnun Capacent: Flestir styðja Sjálfstæðisflokk ÚTIVIST Skíðasvæði höfuðborgar- svæðisins í Bláfjöllum opnaði í gær í fyrsta skipti í vetur. Rúmlega 2.000 manns renndu sér á skíðum og snjóbrettum í þeim fimm brekk- um sem hægt var að opna. „Fyrsti dagurinn gekk frá- bærlega, það komu margfalt fleiri en við þorðum að ímynda okkur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Hann segir áhuga á skíðaíþróttinni sífellt að aukast. Áform um uppsetningu snjó- framleiðslutækja hafa síður en svo verið sett á ís, segir Magnús. Orkuveita Reykjavíkur hafi ætlað að fjármagna kaupin en hrunið hafi komið í veg fyrir það. „En það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær við setjum upp snjófram- leiðsluna,“ segir Magnús. - bj Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum opnað í fyrsta skipti í vetur: Fjöldinn langt framar vonum Á BRETTINU Ekki voru allir háir í loftinu sem skemmtu sér í Bláfjöllum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 15 .0 00 17 .3 00 16 .0 00 17 .0 00 15 .5 00 15 .7 00 15 .2 00 14 .2 00 14 .8 00 15 .9 00 16 .2 00 15 .5 00 ap r m aí jú n jú l ág ú se p ok t nó v de s ja n fe b m ar Fj öl di a tv in nu la us ra 2009 2010 ATVINNULEYSISBÆTUR Frá 1. apríl 2009 til 1. mars 2010 Milljarðar króna 2,1 2,1 2,0 2,0 1,81,8 2,1 1,9 2,32,3 2,4 2,0 STJÓRNSÝSLA Bjartsýni ríkir um það í stjórnkerfinu að til form- legra funda komi hjá Bretum og Íslendingum í London. Íslenska sendinefnd- in frestaði för sinni heim í gær. Vonast er eftir fundi síð- degis í dag. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra var í samskipt- um við Paul Myners, banka- málaráðherra Breta, seinni partinn í gær. Guðmundur Árnason, ráðuneyt- isstjóri fjármálaráðuneytisins, er í London. Hann sagði menn hafa rætt saman og skipst á gögnum í gær. „Við fengum í dag [gær] við- brögð við lauslegum hugmyndum sem við höfum sett fram og þau viðbrögð gáfu tilefni til að fresta heimför.“ Guðmundur segir stöðuna verða metna í dag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ganga hugmyndirnar út á að Íslendingar greiði höfuð- stól skuldarinnar og fjármögn- unarkostnað. Þar er reiknað með vaxtaviðmiði, föstum alþjóðleg- um vöxtum, og vaxtaprósentum þar ofan á. Hver sú prósenta verð- ur er meðal þess sem verið er að semja um. Samkvæmt heimildum er þó um mun lægri vaxtakostn- að að ræða en gert er ráð fyrir í fyrri samningi. Bretar krefjast þess að Íslend- ingar greiði þann kostnað sem þeir sjálfir hafa orðið fyrir. Þeir sjóðir sem lánuðu Íslendingum fé til að standa skil á lágmarks- tryggingu innstæða, 20.887 evrum, þurftu að fjármagna sig og hafa allir borið kostnað við það. Þann kostnað vilja Bretarnir fá til baka. Hollendingar fylgjast átekta með en eru ekki í London. Guð- mundur segir að það geti breyst í dag. „Okkar samskipti hafa verið við Bretana, en nú getur vel verið að það breytist. Það er ekki loku fyrir það skotið að það gætu orðið einhverjir fundir síðla á morgun [í dag].“ Samkvæmt nýrri könnun Gallup munu 74 prósent landsmanna greiða atkvæði gegn því að frum- varp um breytingar á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave taki gildi, í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. Fréttastofa Ríkis út- varpsins greindi frá þessu. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði á þingi í gær að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Hún spurði þó hvort ekki væri um hálfgerðan hráskinna- leik að ræða ef betri samningar liggi fyrir. Verði af fundum og skrif- að verði undir betri kjör munu stjórnarflokkarnir fara fram á það við stjórnarandstöðuna að fallið verði frá atkvæðagreiðsl- unni. kolbeinn@frettabladid.is Vonast er eftir fundi síðla dags í London Bretar hafa tekið vel í hugmyndir Íslendinga um lausn á Icesave-deilunni. Enn sé tekist á um fjármögnunarkostnað. Hafa þegar samþykkt mun lægri vaxta- greiðslur. Vonast er eftir fundi síðla dags sem Hollendingar myndu einnig sitja. GUÐMUNDUR ÁRNASON SAMNINGURINN KYNNTUR Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu niðurstöðu samn- ings um Icesave við Breta og Hollendinga í byrjun júní. Nú er verið að ná nýjum samningum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þau viðbrögð gáfu tilefni til að fresta heimför. GUÐMUNDUR ÁRNASON RÁÐUNEYTISSTJÓRI FJÁRMÁLARÁÐU- NEYTIS SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.