Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 6
6 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR EVRÓPUSAMBANDIÐ Í greiningar- skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er fundið að því að markvissa stefnu í málefn- um dreifbýlisins skorti á Íslandi. Miklar aðfinnslur eru gerðar við stjórnsýslu landbúnaðarmála, ekki síst það að stjórnvöld feli Bænda- samtökunum lykilhlutverk í stjórn- sýslu málaflokksins og engar opin- berar upplýsingar séu aðgengilegar um það hverjir njóta landbúnaðar- styrkja. Fjölmargar stuðningsað- gerðir stangist á við reglur ESB um samkeppni og ríkisstyrki. Beingreiðslur íslenska ríkisins til bænda séu ekki í samræmi við ESB-reglur; ESB miðar nú við að 85 prósent ríkisstyrkja séu óháð fram- leiðslumagni bænda. Það hlutfall á að auka í 93 prósent fyrir árið 2013, samkvæmt endurskoðaðri landbún- aðarstefnu ESB. Mikið vantar á það hlutfall hér á landi enda eru styrk- ir að langmestu leyti framleiðslu- tengdir. „Íslendingar munu þurfa að koma upp upplýsingakerfi fyrir móttak- endur landbúnaðarstyrkja undir sameiginlegri stjórn og tryggja þarf að árlega verði birtar upp- lýsingar um nöfn þeirra sem njóta styrkjanna,“ segir í skýrslunni. Enn fremur segir að landbúnað- ar- og sjávarútvegsráðuneytið sé of veikburða til þess að sinna stjórn- sýslu landbúnaðarmála. Um 40 starfsmenn þess sinni stefnumót- unarvinnu en framkvæmdinni hafi verið úthýst til hagsmunasamtaka bænda. Bændasamtökin hafi meðal annars það hlutverk að greiða ríkis- styrki til einstakra bænda. Öll töl- fræði um íslenskan landbúnað sé vanþróuð. Í mörgum tilfellum bygg- ist hún á áætluðum stærðum frekar en rauntölum. Í heild sé íslensk landbúnaðar- löggjöf ekki í samræmi við löggjöf Evróusambandsins og þarfnist mikillar aðlögunar. Varðandi dreifbýlisstefnu segir í skýrslunni að engin stofnun beri heildarábyrð á byggðaþróun og byggðastuðningi. Heildarstefnu sem svari til stefnu Evrópusambands- ins í málaflokknum sé ekki fylgt. Hins vegar sé unnið að fjölmörg- um smærri áætlunum og aðgerð- um innan fjölmargra sjóða og stofn- ana. Nauðsynlegt verði að setja á fót stofnun sem annist greiðslur dreif- býlisstyrkja. peturg@frettabladid.is Birta þarf upplýs- ingar um styrkþega Í greiningarskýrslu ESB eru gerðar athugasemdir við að bændasamtökum sé falin stjórnsýsla landbúnaðarmála. Tölfræði sögð ófullkomin og byggð á ágisk- unum. Birta þarf upplýsingar um styrkveitingar. Árið 2009 námu styrkir til íslenskra bænda 51 prósentum af framleiðslu- verðmæti en í ríkjum ESB var samsvarandi hlutfall 25 prósent. 1,4 prósent af landsframleiðslu Íslands árið 2008 áttu rætur að rekja til landbúnaðar. Í ríkjum ESB var hlutfallið að meðaltali 1,2 prósent. 2,5 pró- sent af vinnuafli á Íslandi starfa í landbúnaði en 5,6 prósent í ríkjum ESB. Framleiðsla Íslendinga á mjólk, lambakjöti og nautakjöti nam um eða innan við 0,1 prósenti af heildarframleiðslu ESB-ríkjanna. 47 prósent af útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða voru til ríkja ESB árið 2008. 65 prósent af innfluttum landbúnaðarvörum á Íslandi komu þá frá ESB-ríkjum. Um helmingur fjárlaga ESB fer til landbúnaðar, sem svarar til um 70 milljörðum evra, eða 12.200 milljörðum íslenskra króna. Í skýrslunni segir að líklega kæmu innan við 0,15 af þeirri fjárhæð í hlut íslensks landbúnaðar við aðild. STYRKIR 51% Á ÍSLANDI EN 25% Í ESB LANDBÚNAÐUR Eini þáttur íslensks landbúnaðar sem er í samræmi við reglur ESB er lífrænn landbúnaður en 1 prósent íslenskra bænda tengist lífrænum landbúnaði, að því er segir í greiningarskýrslu ESB um Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EVRÓPUMÁL Í grundvallaratriðum er íslensk stjórn- sýsla skilvirk og málefnaleg og laus undan pólitísk- um afskiptum. Hún stendur traustum fótum í sömu grunngildum og einkenna stjórnsýslu Evrópusam- bandsríkjanna, að því er fram kemur í greiningar- skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands. Þó er lýst áhyggjum af sterkum ítökum dóms- og mannréttindaráðherra í málefnum dómsvaldsins og ákæruvaldsins. „Það er svigrúm til úrbóta á ferli sem fylgt er við skipun dómara í því skyni að tryggja betur sjálfstæði dómsvaldsins,“ segir í skýrslunni. Þar sem dómsmálaráðherra skipi einn dómara í embætti að fengnum ráðgefandi umsögnum val- nefndar eða Hæstiréttar vakni spurningar um raun- verulegt sjálfstæði íslenskra dómara. Einnig er fund- ið að því að ráðherra geti tekið ákvörðun um að víkja dómara og saksóknara tímabundið úr embætti og að ekki sé hægt að kæra úrskurði nefndar um dómara- störf til hærra setts stjórnvalds. - pg Greiningarskýrsla Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Ísland: Áhyggjur af stöðu dómstóla HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG LJÓST HÁR Sérhönnuð hárvörulína fyrir Lengir tímann sem liturinn endist í hárinu Jóhann Ólafsson & Co NÚNA! SKIPTU OSRAM SPARPERU R ALLT AÐ 80% ORKU- SPARNAÐ UR SPARAÐU með OSRAM SPARPERUM. LÖGREGLUMÁL „Það fyrsta sem ger- ist þegar næst til strokufanga er að hann er úrskurðaður í einangr- un. Í tilviki af þessu tagi um það bil fimmtán daga, sem er agavið- urlög. Þá falla öll áunnin réttindi í fangelsinu niður.“ Þetta segir Páll E. Winkel, for- stjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um viðurlög sem fangi sætir þegar hann strýkur úr fang- elsi eða skilar sér ekki úr lög- bundnu leyfi, en fer huldu höfði. Lögreglan leitaði Guðbjarna Traustasonar, fanga á Litla- Hrauni, enn þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöld. Lögregl- an á höfuðborg- arsvæðinu var þá komin með málið á sitt borð og lýsti eftir honum. Guðbjarni er 27 ára, um það bil 185 sentí- metrar á hæð og um 70 kíló. Hann skilaði sér ekki úr lögbundnu dagsleyfi frá fangelsinu um helgina og eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni, sem ekki er álitinn hættulegur, dvelji á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferð- ir hans eða dvalarstað eru beðn- ir að hafa samband við lögregl- una á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Lögreglan skorar jafnframt á Guðbjarna að gefa sig fram. Hann afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir aðild að smygli á tæpum 40 kílóum af fíkniefnum í svokölluðu Pólstjörnumáli. - jss GUÐBJARNI TRAUSTASON Lögregla birtir mynd af Guðbjarna Traustasyni sem lét sig hverfa eftir dagsleyfi: Strokufanga enn leitað í gærkvöld HÆSTIRÉTTUR Sterk staða dómsmálaráðherra gagnvart dóm- stólunum vekur efasemdir um sjálfstæði dómstólanna, segir í greiningarskýrslu ESB. Er nauðsynlegt að greiða ríkisforstjórum yfir eina milljón króna í mánaðarlaun? JÁ 15,3% NEI 84,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Horfðir þú á beina útsendingu frá afhendingu Eddu-verðlaun- anna? Segðu þína skoðun á visir.is SAMGÖNGUR Bæjarráð Kópavogs hefur nú snúið fyrri ákvörðun sinni um að synja Vegagerðinni um breikkun á Suðurlandsvegi ofan við Lögberg og heimilað framkvæmdina. „Í ljósi nýrra upplýsinga og ítar- legri gagna styð ég málið,“ segir í bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar, hjá Vinstri grænum. „Það er mitt álit að hagsmunum Kópavogs sé best gætt með því að tryggja að mislæg gatnamót verði inni á framkvæmdasvæðinu sem við munum gefa framkvæmdaleyfi fyrir á Suðurlandsvegi í landi Kópavogs á vegakaflanum frá Fossvöllum ofan Lögbergsbrekku að sveitarfélagsmörkum Kópavogs og Ölfuss. Þannig verði umferðar- öryggi best tryggt,“ segir í bókum Ómars Stefánssonar. - gar Bæjarráð skiptir um skoðun: Gefa grænt ljós á tvöföldun SLYS Ökumaður við Rauðavatn komst í hann krappan þegar hann vildi reyna þykkt íssins á vatn- inu. Ísinn reyndist ekki bílheld- ur og fékk maðurinn óþyrmilega staðfestingu á því þegar hann gaf sig og bíllinn fór í vatnið. Ökumanni varð ekki meint af volkinu og komst sjálfur á þurrt og beið í öðrum bíl eftir aðstoð. Aðstoð slökkviliðs og björgunar- liðs þurfti hins vegar til að koma jeppanum úr vökinni. Óvíst er hvernig bíllinn fór út úr þessum reynsluakstri. - kóp Vildi reynar þykkt íssins: Bíll lenti ofan í Rauðavatni Styrkja upplýsingamiðstöð Samþykktur hefur verið samningur um skilyrtan styrk Ferðamálastofu við rekstur upplýsingamiðstöðvar á Ísafirði. Hún þjónar Vestfjörðum og Dölum, en rekstur hennar var í upp- námi eftir að Ferðamálastofa sagði samningnum upp. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. FERÐAMÁL Funda hjá sáttasemjara Fyrsti fundur samninganefndar stétt- arfélaga og forsvarsmanna Norðuráls var í gær með ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í Skessuhorni. KJARASAMNINGAR Rússar gagnrýna Írana Dmitrí Medvedev, forseti Rússlands, sagðist í gær ekki geta staðfest að kjarnorkuáætlun Írana væri á friðsam- legum nótum. Þetta er talið auka líkur á aðgerðum alþjóðasamfélagsins. ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.