Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 8
Meðan björgunarsveitir unnu baki brotnu við að leita að fólki á lífi í rústum húsa voru hersveitir sendar til þess að stöðva þjófnað úr versl- unum á jarðskjálftasvæðunum í Chile. Hamfarirnar bitnuðu illa á íbúum borgarinnar Concepcion, sem er næststærsta borg lands- ins. Nokkur sjávarþorp urðu einn- ig mjög illa úti, og nánast jöfnuðust við jörðu eftir að hafa fyrst orðið fyrir jarðskjálftanum snemma á laugardagsmorgun og síðan mik- illi flóðbylgju sem skjálftinn hratt af stað. Krafturinn í flóðbylgjunni var það mikill að heilu húsin lyftust af grunni og bárust lengra inn á land- ið, en önnur hús molnuðu hreinlega í sundur. Francisco Vidal, varnarmála- ráðherra landsins, viðurkenndi að það hefðu verið mistök að gefa ekki þegar í stað út flóðaviðvörun eftir skjálftann, því aðeins hálftími leið frá skjálftanum þangað til flóð- bylgjan skall af fullum krafti á strandbyggðunum. Alls er talið að ein og hálf milljón heimila hafi skemmst illa eða gjöreyðilagst. Í gær var staðfest að rúmlega sjö hundruð lík væru fundin, en talið var fullvíst að sú tala myndi hækka verulega. Skjálftinn mældist 8,8 stig og telst með þeim allra stærstu sem orðið hafa það sem af er þessari öld. Tíðir eftirskjálftar töfðu björg- unarstörf og urðu til þess að fjöldi fólks hafðist frekar við úti á götum en inni í húsum, sem þó höfðu sloppið óskemmd. „Ef maður er inni í húsinu sínu þá hreyfast húsgögnin úr stað,“ sagði Monica Aviles, kona sem hafði vafið sig þykku sjali til að verjast kuldanum þar sem hún sat við eld sem kveiktur hafði verið úti á götu skammt frá heimili hennar. gudsteinn@frettabladid.is 8 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Hamfara- svæðin C H I L E A R G E N T ÍN A A N D E S F J Ö L L 300 km 100 km Constitucion 350 manns fórust í þorpi sem varð bæði fyrir jarðskjálfta og flóðbylgju VERSTA SKJÁLFTA- SVÆÐIÐ Upptök skjálftans Ky r r a h a f Curico: Um 90 prósent gamla mið- bæjarins eyðilögðust Maule: Útgöngu- bann að næturlagi í héraðinu og borg- inni Concepcion Concepcion: Næststærsta borg landsins varð verst úti. Björgunarsveitir vinna baki brotnu en herinn sendur til að stöðva óeirðir og gripdeildir. Temuco Chillan M A U L E B I O B I O Rancagua Santíagó MendozaColina C H I L E A R G E N T Í N A Valparaiso Heimildir: USGS, Eqecat JARÐSKJÁLFTARNIR Í CHILE Nokkur sjávarþorp jöfnuðust við jörðu Sífelldir eftirskjálftar gera það að verkum að íbúar jarðskjálftasvæðanna í Chile þora ekki annað en að hafast við úti á götu, þótt kalt sé á næturnar. Skjálftinn varð að minnsta kosti 700 manns að bana og eyðilagði 1,5 milljónir heimila. KOMU SÉR FYRIR ÚTI Á GÖTU Þessir tveir menn í borginni Talcahuano fengu sér sopa úti á götu þar sem eyðileggingin blasir við. NORDICPHOTOS/AFP Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, sendi í gær sam- úðarkveðju til Michelle Bachel- et, forseta Chile, fyrir sína hönd og íslensku þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna í landinu. Í tilkynningu frá embætti for- setans kemur fram að í kveðjunni hafi Ólafur lýst þeirri von sinni að samstaða Chilebúa og alþjóðlegur stuðningur muni draga úr hörm- ungum sem jarðskjálftarnir hafi haft í för með sér. Hugur Íslendinga sé með fjölskyldum og vinum þeirra sem látist hafi í skjálftunum. - bj Samúðarkveðjur frá forsetanum og íslensku þjóðinni: Samstaða dragi úr hörmungunum ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forseti segir hug þjóðarinnar vera hjá fórnar- lömbum jarðskjálftans. Rauði kross Íslands hefur ákveð- ið að senda þrjár milljónir króna til neyðaraðgerða í kjölfar jarð- skjálftans í Chile nú um helgina. Alþjóða Rauði krossinn hefur þegar veitt 360 milljónum króna úr neyðarsjóði sínum og Rauði krossinn í Chile hefur hrint af stað fjáröflun til aðstoðar fórnar- lömbum hamfaranna. Hægt er að styðja hjálpar- starfið í Chile með því að leggja inn á reikning Rauða krossins í banka 0342, hb. 26, reikn. 555, kt. 530269-2649, eða greiða með kreditkorti. Rauði krossinn í Chile hefur unnið sleitulaust frá því jarð- skjálftinn reið yfir að björgun úr rústum, aðhlynningu slas- aðra og dreifingu hjálpargagna. Rauði krossinn hefur gríðar- lega mikla reynslu af viðbrögð- um vegna jarðskjálfta og ann- arra náttúruhamfara og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í almannavörnum landsins. Systurfélög Rauða krossins í Suður-Ameríku og Alþjóða Rauði krossinn eru reiðubúinn að senda- hjálparstarfsmenn og hjálpargögn á vettvang með litlum fyrirvara. Rauði kross Íslands hefur beðið sendifulltrúa sína að vera í við- bragðsstöðu vegna hamfaranna komi beiðni um aðstoð. Rauði kross Íslands veitir fólki sem misst hefur samband við ást- vini í Chile einnig aðstoð með sál- rænum stuðningi og hjálp við að nýta leitarþjónustu Alþjóða Rauða krossins. Enn er gífurleg þörf á neyðar- aðstoð á Haítí í kjölfar jarðskjálft- ans sem þar varð fyrir sex vikum. Tólf hjálparstarfsmenn frá Rauða krossi Íslands hafa verið þar að störfum og enn þá eru átta sendi- fulltrúar á svæðinu, einkum hjúkrunarfólk. - gb Brugðist við hamförunum í Suður-Ameríku: Rauði Kross Íslands sendir fé til Chile Ekkert amar að tveimur íslenskum starfsmönn- um Landhelgisgæslunnar (LHG) og fjórum dönskum sérfræðingum sem voru á hennar vegum í borginni Concepcion í Chile þegar jarðskjálftinn dundi yfir á laugardag. Mennirnir hafa komið sér fyrir heima hjá einum af Dönunum, segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar. „Þeir kvarta ekki nema undan matarleysi, en það er rafmagns- og vatnslaust í borginni,“ segir Georg. Hann náði sambandi við Ragnar Ingólfsson, annan starfs- manna gæslunnar, og einn af dönsku sérfræðingunum í gær. „Þeir eru uggandi yfir fréttum af ræningjahópum sem fara um borgina,“ segir Georg. Mennirn- ir hafi sagt sér að þeir hafi orðið sér úti um vopn til að verjast, þó að vonandi muni ekki reyna á það. „Mér skilst að það sé skálmöld í Concepcion. Í útjaðri borgarinnar eru stór fátækrahverfi þar sem allt er í rúst, og fólkið reynir hvað sem er til að bjarga sér,“ segir Georg. Hann segir mennina ekki hafa heimildir til að beita vopnunum, en eðlilega hljóti þeir að íhuga það í algerri sjálfsvörn. „Það er neyðar- ástand og spurning um að lifa af,“ segir Georg. Mennirnir áttu bókað flug frá Chile í gær. Þegar þeir komu á flug- völlinn var hann lokaður. Ómögu- legt er að fá bensín á ökutæki, og komast mennirnir því hvorki lönd né strönd. Verið var að smíða nýtt varðskip Landhelgis- gæslunnar í skipasmíða- stöð sjóhersins í Chile í Concepcion þegar skjálfta- hrinan hófst. Georg segir að enn hafi enginn feng- ið að fara um borð í skip- ið þar sem það sé á hættu- svæði. Ekki er ljóst hversu mikið tjón hafi orðið í skjálftanum. Vitað er að flóðbylgjur skullu á skipinu og það féll niður í skipasmíðastöðinni. Um 30 gráðu halli er á skipinu og er óttast að sjór hafi komist í vél- arrúmið. Það getur haft alvarlegar afleiðingar enda hefur ekki verið gengið frá raflögnum og stýri- tækjum, segir Georg. „Ég er bjartsýnn á að ekki sé um stórkostlegar skemmdir að ræða,“ segir Georg. Eftir að hafa farið yfir samninga um smíðina með lögfræðingi segir hann það skilning Landhelgisgæslunnar að skipasmíðastöðin beri ábyrgð á tjóninu, og íslenska ríkið verði því ekki fyrir fjárhagslegu tjóni. Skipasmíðastöðin er í eigu sjóhers Chile og þar með í ríkiseigu. Viðbúið er að afhendingu skips- ins seinki talsvert vegna tjóns- ins, mögulega um sex mánuði eða meira. Georg segir að samkvæmt sínum upplýsingum sé skipasmíða- stöðin gersamlega í rúst. Líklega þurfi að draga skipið í aðra skipa- smíðastöð til að ljúka smíðinni. - bj Starfsmenn LHG ekki skoðað tjón á nýju varðskipi: Bíða þess vopnaðir að komast á brott GEORG LÁRUSSON VARÐSKIP Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar skemmdist í jarðskjálfta á laugar- daginn. Talið er að það geti seinkað afhendingu skipsins. MYND/LANDHELGISGÆSLAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.