Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 10
10 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvað heitir bæjarstjórinn á Akranesi sem komst ekki á blað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi? 2.Hvað heita hjónin sem reka Hótel Djúpavík? 3. Hver hlaut Eddu-verðlaunin sem leikari ársins? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ? FJARSKIPTI Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, gagnrýnir Símann fyrir framsetningu á svokölluðu Ljósneti sem sagt var frá í Frétta- blaðinu í gær. „Að kalla þetta Ljósnet er mjög villandi fyrir markaðinn og við erum búnir að gera athugasemd um framsetningu Símans til Neyt- endastofu,“ segir Birgir Rafn. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, for- stjóra Símans, að 60 til 70 pró- sent heimila á höfuðborgarsvæð- inu muni geta tengst fyrirhuguðu Ljósneti Símans á næstu tveimur árum. Notast yrði við ljósleiðara 90 til 95 prósent af leiðinni til við- skiptavina og síðan við núverandi koparlagnir lokaáfangann. „Það er verið að stilla þessu upp eins og Síminn sé að koma með ljósleiðara til heimila. Þetta brýt- ur algerlega í bága við ákvæði laga um að villa heimildir á vöru og þjónustu,“ segir Birgir sem kveður tæknina sem Síminn beiti vera uppfærslu á ADSL-tækninni í svokallað VDSL. „Að dulbúa það sem ljósleiðaranet og stilla því upp sem samanburðarhæfu neti við net Gagnaveitunnar er bara rangt.“ Birgir segir vissulega hægt að ná meiri hraða yfir koparlín- urnar. „En engu síður er verið að nota koparlínur sem heimtaugar og þær eru flöskuhálsinn. Það er alveg sama þótt þú færir búnað- inn úr símstöðinni í götuskáp þá ertu áfram að nota koparheim- taugarnar. Þannig að það er ekki viðurkennt á alþjóða mælikvarða að þetta kallist ljósleiðaravæð- ing. Það er ekki hægt að vera með hraðbraut sem endar á malarvegi og segja að það sé hægt að keyra á tvö hundruð kílómetra hraða alla leið,“ segir Birgir. Þá gagnrýnir Birgir forstjóra Símans fyrir fullyrðingu í Frétta- blaðinu í gær um að ljósleiðaranet Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða króna og nái til tuttugu þúsund heimila. „Það er hreinasta bull. Við erum búin að tengja um þrjátíu þúsund heimili og höfum kostað til þess um þremur millj- örðum,“ segir Birgir sem einnig kveðst hafa miklar efasemdir um áætlanir Símans um að greiða 790 milljónir króna fyrir kerfi sem nái til 42 þúsund heimila. „Þekkjandi kostnaðartölur okkar hef ég enga trú á að þessi tala sé rétt.“ gar@frettabladid.is Sakar Símann um blekkingu Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sakar Símann um að dulbúa eldri tækni sem ljósleiðaranet. Ekki sé hægt að vera með hraðbraut á malarvegi. Þegar er búið að senda Neytendastofu athugasemdir. BIRGIR RAFN ÞRÁINSSON Svokallað Ljósnet Símans er ekki samanburðarhæft við okkar net, segir framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Helga Björnsdóttir, Námufélagi í háskóla La us n: N em an di Styrkir fyrir námsmenn E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 9 19 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -0 2 8 0 . Námufélögum standa til boða veglegir námsstyrkir á framhalds- og háskólastigi árið 2010. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 4 styrkir til listnáms, 350.000 kr. Sæktu um námsstyrk Námunnar á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til 8. mars. NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000 DÓMSMÁL Tveir fíkniefnasmyglar- ar voru dæmdir í fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Tvítugur karlmaður frá Rúmen- íu var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi og pólskur ríkisborgari var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Fyrrnefndi maðurinn stóð hinn 4. desember á síðasta ári, að inn- flutningi á tæpum 500 grömmum af kókaíni, sem ætlað var til sölu í ágóðaskyni hér á landi. Maðurinn flutti fíkniefnin til landsins frá Belgíu með millilend- ingu í Kaupmannahöfn. Hann kom með þau til landsins sem farþegi og fundust þau í meltingarvegi hans við eftirlit. Síðarnefndi maðurinn flutti 7. janúar síðastliðinn rúm 640 grömm af amfetamíni til landsins. Þessi maður faldi efnin einnig innvort- is. Hann kom hingað til lands frá Varsjá í Póllandi. Mennirnir hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá því að þeir voru handteknir. Annar þeirra hafði setið í gæsluvarðhaldi frá 7. janúar og hinn frá 5. desem- ber. Gæsluvarðhaldstími þeirra dregst frá fangelsisrefsitímanum. - jss FÍKNIEFNI Báðir mennirnir földu fíkni- efnin innvortis. Tveir karlmenn í fimmtán og tólf mánaða fangelsi: Fíkniefnasmyglarar dæmdir Að kalla þetta Ljósnet er mjög villandi fyrir mark- aðinn … BIRGIR RAFN ÞRÁINSSON GAGNAVEITU REYKJAVÍKUR STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn tók ekki tillit til fasteigna aðildar- félaga sinna vítt og breitt um landið í ársreikningi 2007, heldur einungis til eigna flokksins sjálfs. Í reikningnum fyrir 2008 birtist heildarmyndin. Þannig má skýra hvers vegna eignir flokksins jukust í efna- hagsreikningi um 52 prósent milli áranna, segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Blaðið greindi frá því 25. febrúar að eignir flokksins hefðu farið úr 462 milljónum í 705 millj- ónir milli ára. Að auki var afgang- ur af rekstri flokksins 2008, sem jók handbært fé. -kóþ Fjármál Sjálfstæðisflokksins: Töldu ekki allar eignir í ársreikningnum 2007 JÓNMUNDUR GUÐMARSSON Í ársreikn- ingnum 2008 birtist heildarmyndin. DÚBAÍ, AP Lögregluyfirvöld í Dúbaí segja að ferðamenn, sem taldir eru vera Ísraelar, fái ekki að koma til Dúbaí, jafnvel ekki þótt þeir hafi tvöfaldan ríkisborg- ararétt og sýni vegabréf annars ríkis en Ísrael. Þetta eru viðbrögð vegna morðs á Palestínumanni, sem 26 útsendarar ísraelsku leyniþjón- ustunnar Mossad eru taldir bera ábyrgð á. Ísraelarnir komu til Dúbaí á fölsuðum vegabréfum. Ísraelsk stjórnvöld hafa hvorki viljað játa né neita því að leyni- þjónustan hafi staðið að verki. - gb Morðið í Dúbaí: Ísraelum mein- aður aðgangur NÁTTÚRA Franski náttúrulífssjón- varpsþátturinn Ushuaia Nature verður laugardaginn 13. mars tileinkaður Íslandi. Þátturinn er hálftíma langur og verður sýndur á sjónvarpsstöðinni TF1. Ferðaskrifstofan Fjallabak vekur athygli á því í tilkynningu að þátturinn nái til um 10 milljóna áhorfenda og fari síðan í sýningu í bæði franskri og enskri útgáfu víða um heim, auk þess sem hann komi út á mynddiski. Þá segir að þættirnir séu góð landkynning. - óká Franskur þáttur um Ísland: Áhorfendur tíu milljónir talsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.