Fréttablaðið - 02.03.2010, Page 11

Fréttablaðið - 02.03.2010, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 2. mars 2010 11 SJÁVARÚTVEGUR Það er einróma skoðun hagsmunaaðila í sjávar- útvegi að stjórn, eða stjórnleysi, makrílveiðanna árið 2009 hafi verið sóun á verðmætum. Þetta kom fram á málstofu um veiðar og vinnslu á makríl sem sjávar- útvegsráðuneytið stóð fyrir fyrir skömmu. Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, telur skipulag veiðanna í fyrra hafa valdið því að 4,5 milljörðum króna minna fékkst fyrir afurðirn- ar en ef útgerðir hefðu getað stýrt veiðunum sjálfar. Otto James-Olsen, fagstjóri uppsjávarveiða hjá Samtökum fiskvinnslustöðva í Noregi, var sérstakur gestur málstofunnar. Hann rakti samskipti Norðmanna og Evrópusambandsins um makríl- veiðar, en sem kunnugt er hafa þess- ir aðilar tekist hart á um veiðirétt- indi. Hann kom inn á hugsanlega þátttöku Íslands í stjórn veiðanna og sagði að sú aflahlutdeild, sem Ísland kæmi til með að fá ef samningar tækjust, yrði tekin af þeim 572.000 tonna heildarkvóta sem ákveðinn hefði verið fyrir árið 2010. Steinar Ingi Matthíasson, skrif- stofustjóri sjávarútvegsráðuneyt- isins, sagði þjóðréttarlega stöðu Íslands ótvíræða í þessu sam- hengi. Ísland hefur þekkst boð um þátttöku í strandríkjafundi um makrílveiðar í næsta mánuði. - shá Stjórn makrílveiða þróast í áttina til fullvinnslu og meiri verðmætasköpunar: Milljarðar króna töpuðust á síðasta ári SIGHVATUR BJARNASON VE Uppsjávarskipin veiddu nær allan makrílkvótann á rúmum mánuði í fyrra. Takmarka þurfti veiðar til að gera ráð fyrir meðafla í veiðum á norsk-íslenskri síld. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SVEITARSTJÓRNARMÁL Ómar Stefáns- son, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Kópavogi, sigraði í prófkjöri framsóknar- manna í Kópa- vogi sem fram fór á laugar- dag. Ómar fékk tæp 40 pró- sent greiddra atkvæða, eða 382 atkvæði. Gísli Tryggva- son sem sótt- ist eftir fyrsta sætinu hafnaði í fimmta sæti í prófkjörinu. Einar Kristján Jónsson, fyrrum for- maður skipulagsnefndar Kópa- vogs, keppti einnig um oddvita- sætið en endaði ekki meðal sex efstu í prófkjörinu. Á kjörskrá flokksins í Kópavogi voru 1.817. Atkvæði greiddu 966, gild atkvæði voru 936 og ógild 30. - óká ÓMAR STEFÁNSSON Framsóknarflokkur Kópavogi: Ómar Stefáns- son í fyrsta sæti PRÓFKJÖR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS Í KÓPAVOGI Sæti Atkvæði í sæti 1. Ómar Stefánsson 382 í 1. 2. Una María Óskarsdóttir 345 í 1.-2. 3. Andrés Pétursson 385 í 1.-3. 4. Alexander Arnarsson 433 í 1.-4. 5. Gísli Tryggvason 443 í 1.-5. 6. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir 463 í 1.-6. PRÓFKJÖR VG Í KÓPAVOGI Nafn Sæti Ólafur Þór Gunnarsson 1. Guðný Dóra Gestsdóttir 2. Karólína Einarsdóttir 3. Guðbjörg Sveinsdóttir 4. Arnþór Sigurðsson 5. Hreggviður Norðdahl 6. SVEITARSTJÓRNARMÁL Ólafur Þór Gunnarsson hlaut flest atkvæði í prófkjöri Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs (VG) í Kópavogi um helgina. Hann leiðir því lista flokksins í bæj- arstjórnarkosn- ingunum í vor. Frá því var greint á vef VG þegar próf- kjörið fór fram að Ólafur Þór hefði verið kominn með „ótvíræða forystu“ í fyrsta sæti þegar um þriðjungur atkvæða hafði verið talinn. Í öðru sæti í prófkjörinu varð Guðný Dóra Gestsdóttir, Karólína Einarsdóttir í þriðja, Guðbjörg Sveinsdóttir í fjórða, Arnþór Sig- urðsson í fimmta og Hreggviður Norðdahl í sjötta sæti. Kjörsókn er sögð hafa verið 42,4 prósent. - óká ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON Prófkjör í Kópavogi: Ólafur Þór Gunnarsson efstur hjá VG DÓMSMÁL Karlmaður á sjötugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að pota í auga lögreglumanns á Blönduósi. Ríkissaksóknari ákær- ir manninn fyrir brot gegn vald- stjórninni. Atvikið átti sér stað við Héraðs- bókasafnið á Blönduósi. Mannin- um er gefið að sök að hafa potað með fingri í auga lögreglumanns sem þar var við skyldustörf. Þá reyndi maðurinn ítrekað að pota í bæði augu lögreglumannsins, sem fékk blæðingu í hægra augað og marðist í kringum bæði augun. - jss Karlmaður á sjötugsaldri: Potaði í auga lögreglumanns HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA ÞÚ FÆRÐ DECUBAL Í NÆSTA APÓTEKI • Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Íslandi getur verið húðinni erfið. • Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika húðarinnar – allt árið um kring. • Kynntu þér eiginleika Decubal og kveddu þurra húð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.