Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 12
12 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR HOLLAND, AP „Málstaður okkar er réttlátur og heilagur,“ sagði Rad- ovan Karadzic, fyrrverandi leið- togi Bosníu-Serba, í gær frammi fyrir Alþjóðasakadómstólnum í Haag, þar sem hann sætir ákær- um fyrir þjóðarmorð og stríðs- glæpi vegna forystuhlutverks síns í Bosníustríðinu 1992-95, sem kostaði um 100 þúsund manns lífið. Alvarlegustu glæpirnir tengjast fjöldamorðum á átta þúsund karl- mönnum við bæinn Srebrenica í júlí 1995. Karadzic segir Bosníu- Serba hafa verið í vörn gegn Bosníu-múslimum. Aldrei hafi verið ætlunin að fremja þjóðernis- hreinsanir eða aðra stríðsglæpi. „Serbar voru að verja sitt eigið landsvæði, og það er ekki glæp- ur,“ sagði Karadzic í upphafi máls- varnar sinnar. „Það var aldrei ætl- unin, ekki einu sinni hugmynd og hvað þá skipulögð áætlun að reka múslima og Króata úr landi.“ Hann sagði Serba hafa verið fyrstu fórnarlömb ofbeldis af hálfu múslima. „Það var framferði þeirra sem leiddi af sér framferði okkar,“ sagði hann. Karadzic sér sjálfur um málsvörn sína. Hann reiknar með að þurfa tvo daga til að lesa upp almenna yfirlýsingu áður en vitni verða kölluð til. - gb Karadzic byrjar málsvörn sína frammi fyrir stríðsglæpadómstól í Haag: Segir málstað Serba heilagan RADOVAN KARADZIC Segir sök blóð- baðsins liggja hjá múslimum í Bosníu- Hersegóvínu en ekki Serbum. NORDICPHOTOS/AFP FLUGKAPPAR Á FERÐ Litríkur strókur- inn stóð aftur úr þessum þotum ind- verska hersins á flugsýningu í Rajastan á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Mörg sveitarfélög virð- ast ekki hafa brugðist við lögum um fjármál stjórnmálasamtaka, sem sett voru 1. janúar 2007. Fimmtíu sveitarfélög h a f a f i m m hundruð íbúa eða fleiri og eru því skyldug samkvæmt lög- unum ti l að styrkja stjórn- málasamtök sem hafa einn kjörinn fulltrúa eða fleiri í sveit- arstjórn, eða sem fengu fimm prósent atkvæða eða meira í kosningum. Í ársreikningi Sjálfstæðis- flokks frá 2008 kemur fram að sextán sveitarfélög styrktu flokk- inn fjárhagslega það ár. Þó er ekki tilgreint hvort það var gert sam- kvæmt lagaskyldu eða hvort um annars konar styrki var að ræða. Framlögin voru frá 14,4 milljón- um frá Reykjavíkurborg og niður í 70.510 krónur frá Blönduósi. Á skrifstofu VG fengust þær upplýsingar að sveitarfélögin, sem hafa styrkt flokkinn samkvæmt þessum lögum, séu örfá. Skrif- stofa Samfylkingar telur til átta sveitarfélög. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, staðfestir að einungis hluti sveitar- félaga hafi greitt í samræmi við lögin en bendir á að umrædd lög segja ekkert um hversu mikið eigi að greiða flokkunum, einungis að flokkarnir eigi að fá greitt í sam- ræmi við atkvæðafjölda. Lögin séu ekki nógu skýr. „Sveitarfélögin hafa verið að velta því fyrir sér hvernig eigi að framkvæma þetta. Sum þeirra hafa talað um að greiða í lok hvers kjörtímabils og hafa því ef til vill ekki greitt enn þá. Einnig hefur verið til skoðunar að setja ein- hverja viðmiðunarupphæð,“ segir Halldór. Þegar lög um fjármál stjórn- málasamtaka skylduðu sveitarfélög til að greiða með stjórnmálastarf- semi var kostnaður sveitarfélaga vegna alþingis- og forsetakosninga færður yfir til ríkisins. Halldór segir það sjónarmið uppi hjá sveitarfélögum að miða við þá fjárhæð, þegar greitt skal til stjórnmálaflokka. Ágúst Geir Ágústsson, skrif- stofustjóri í forsætisráðuneyti, er formaður nefndar um endurskoð- un þessara laga. Hann segir ljóst að sveitarfélögin fari eftir þeim á mismunandi hátt. Nefndin er nú að vinna að tillögum að breytingum á lögunum. klemens@frettabladid.is Sum sveitar- félögin borga ekki tíundina Ein fimmtíu sveitarfélög ættu að greiða ótilgreind framlög til flokkanna, en það gera þau ekki öll. Þegar lög um þetta voru sett var kostnaður vegna alþingis- og forsetakosninga settur yfir á ríkið. HALLDÓR HALLDÓRSSON FRÁ ALÞINGI Samkvæmt upplýsingum frá þremur stærstu flokkunum greiða allt að sextán sveitarfélög til stjórnmálastarfsemi, en þau ættu að vera um fimmtíu. Þó ber að geta þess að í sumum sveitarfélögum bjóða flokkarnir fram undir öðru nafni, eða í samstarfi við aðra flokka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Þrír tæplega þrítugir menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Mönnunum er gefið að sök að hafa í maí á síðasta ári haft í fórum sínum í sölu- og dreifingar- skyni 278 kannabisplöntur, rúm 758 grömm af kannabislaufum og tæp 17 grömm af maríjúana. Þá er einn mannanna ákærð- ur fyrir að hafa slatta af kanna- bisefnum í fórum sínum svo og amfetamín í neyslupakkningu. Annar þremenninganna er einnig ákærður fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum á heimili sínu. - jss Kannabisræktendur fyrir dóm: Þrír ákærðir Sveitarfélögin hafa verið að velta því fyrir sér hvernig eigi að framkvæma þetta. HALLDÓR HALLDÓRSSON FORMAÐUR SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.