Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 14
14 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Umfangsmikil vinna er nú farin af stað varðandi sameiningu sveitarfélaga. Ætlunin er að fara hringinn í kringum landið og kanna hvar eðlilegast er að sam- eina eftir legu og landslagi. Ráðherra er þó eftir sem áður tilbúinn í lögþvingaða sameiningu, en sveitarfélög hafa verið andsnúin henni. Kristján Möller, ráðherra sam- göngu- og sveitarstjórnarmála, hefur verið ófeiminn við að ræða um lögþvingaða sameiningu frá því hann settist í stól ráðherra. Í dag er lágmarksíbúafjöldi sveitar- félaga 50. Hafi færri búið í sveitar- félaginu í þrjú ár samfleytt á ráðu- neytið samkvæmt lögum að eiga frumkvæði að því að sameina það öðru sveitarfélagi. Einnig er hægt að skipta því upp á milli nágranna- sveitarfélaga. Undanþágu gagnvart þessu ákvæði skal þó gera ef „sérstakar aðstæður hindra það að mati ráðu- neytisins að íbúar hins fámenna sveitarfélags geti myndað félags- lega heild með íbúum nágranna- sveitarfélaga,“ líkt og segir í lögunum. Rætt hefur verið um að hækka þetta lágmark og ráðherra hefur nefnt töluna 1.000 í þeim efnum. Það yrði umtalsverð breyting og fundir og landsþing sveitarfé- laga hafa lýst sig andsnúin slíkri lögþvingaðri sameiningu. Kristján segir hins vegar að á ferðum sínum um landið hafi tvær athugasemdir aðallega brunnið á sveitarstjórnarmönnum; af hverju að takmarka sig við 1.000 og af hverju ekki sé hægt að láta Alþingi um málið. Oft og tíðum fylgi kosn- ingum um sameiningu mikil átök sem skipti jafnvel fjölskyldum. Því væri ráð að færa ákvörðunina til Alþingis. Ný hugmyndafræði Nú hefur hins vegar verið ákveðið að grípa til nýrrar hugmyndafræði varðandi mögulega sameiningu. Þannig verði sameiningarkost- ir í hverjum landshluta fyrir sig kannaðir í nefnd, sem leggi fram samræmdar tillögur um stækkun og eflingu sveitarfélaga á hverju svæði fyrir sig. Tillaga nefndarinnar verður síðan lögð fyrir landsþing Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á þessu ári og í framhaldi vinnur ráðherra sameiningaráætlun fram til ársins 2014. Með þessari aðferð tekur Alþingi ákvörðun um sameiningu eftir ítarlega umfjöllun heimamanna. Það verður hins vegar á endanum Alþingis að taka ákvörðunina og því gæti enn verið um lögþving- aða sameiningu að ræða. Segja má að frumkvæðið að þessari aðferð hafi komið frá sveit- arfélögum á Austurlandi, en þaðan komu hugmyndir um að skoða sam- einingu allra sveitarfélaga í eitt. Í kjölfarið hófst umræða í stjórnsýsl- unni og í september undirrituðu ráðherra og formaður sambands- ins yfirlýsingu um mótun vinnu við frekari sameiningu. Síðan hafa verið haldnir fundir víða um land og skipaður starfshópur, sem Flosi Eiríksson stýrir. Landsþing sambandsins hafa hingað til lýst sig ósammála þeirri leið og Halldór Halldórsson for- maður segist ekki eiga von á að landsþing muni samþykkja þá stefnu. „Ef ráðherra ákveður samt að leggja fram tillögu um lögþving- aða sameiningu og ef Alþingi sam- þykkir það, þá verðum við auðvitað bara að vinna eftir því. Við teljum hins vegar að íbúarnir eigi að hafa síðasta orðið. Þó við teljum okkur geta haft vit fyrir íbúunum held ég að það sé nú heppilegri lýðræð- ishyggja að íbúarnir hafi vit fyrir okkur.“ Fækkun ekki breyting Sveitarfélögum hefur fækkað gríð- arlega mikið á tuttugu árum. Árið 1990 voru þau 204 talsins, en í dag eru þau 77. Flest urðu sveitarfélög- in 229 árið 1950, en síðan varð ekki mikil breyting á fjölda þeirra fram til 1990. Halldór segir að þrátt fyrir mikl- ar sameiningar á síðustu tveimur áratugum hafi fyrst og fremst tek- ist að fækka sveitar félögum en ekki að breyta sveitarstjórnarstiginu. „Þetta er auðvitað alhæfing, auð- vitað urðu til öflugri sveitarfélög, en ef horft er almennt á sveitar- stjórnarstigið sem heild er þessi mismunur enn þá. Við höfum höfuð- borgina með um 115 þúsund íbúa og Árneshrepp með 50 íbúa. Sömu lög gilda fyrir bæði sveitarfélögin og þau eiga að uppfylla sömu skyld- ur.“ Halldór segir að hans afstaða til sameiningar mótist fyrst og fremst af því að hann vilji sjá sterkara sveitarstjórnarstig. Hann vilji draga úr miðstýringu. Halldór segir að sumir líti á sveitarfélag sem einingu þar sem öll þjónusta sé veitt á sama stað. Það telji hann ranga nálg- un; til að mynda séu margar þjón- ustueiningar í Reykjavík og hið sama megi segja um Ísafjarðar- bæ. „Þess vegna hef ég alltaf sagt að Vestfirðir geti alveg verið ein stjórnsýslueining en hins vegar margar þjónustueiningar.“ Hagkvæmni stærðarinnar Sveitarfélögin eru mjög mis- munandi að stærð og íbúafjölda. Stjórnsýslukostnaður við hvern íbúa er meiri í þeim fámennari en þeim fjölmennari. Um umtals- verðan mun getur verið að ræða, en íbúar Kópavogs greiða minnst árlega í stjórnsýsluna, 25.319 krónur. Íbúar í Fljótsdalshreppi, næstfámennasta sveitarfélag- inu, greiða hins vegar mest, eða 243.990 krónur. Við fyrstu sýn virðist því ein- boðið að sparnaður verði þegar sveitarfélög sameinast og stjórn- sýslan einnig. Það er þó ekki allt- af þannig að menn spari pening og sameining er ekki endilega leið til að bæta stöðu sveitarsjóðs. Sagan sýnir að einhver hagræðing hefur náðst, en hún hefur oftar en ekki farið í að bæta þjónustuna. Álög- ur á íbúana verða ekki minni, en á móti kemur að þjónustan sem þeir fá verður betri. Gunnlaugur Júlíusson, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir peningana nýtast öðru- vísi. Fé sem áður hafi farið í yfir- stjórnina og stjórnkerfið fari í að veita meiri þjónustu. Að auki geti stærð sveitarfélaga kallað á auk- inn kostnað við ferðalög á milli funda. Það hafi sýnt sig að sveit- arstjórnarmenn gefist fyrr upp eftir stækkun sveitarfélaga en ella, enda sé ekki um vel borgað starf að ræða. „Þetta er önnur hlið á samein- ingu sveitarfélaga, það verður töluvert tímafrekara fyrir fólk að starfa að sveitarstjórnarmálum. Þetta er yfirleitt unnið á kvöldin og um helgar. Þetta er ekki hobbí sem allir gefa í.“ Sameinað á forsendum landslags og legu FRÉTTASKÝRING: Sveitarfélög 3. hluti FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Sveitarfélög landsins eru mjög mismunandi að stærð og íbúafjölda. Fjöl- mennasta sveitarfélagið er Reykjavík, þar bjuggu 118.427 1. desember 2009, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fæstir bjuggu í Árneshreppi á Ströndum, en íbúar voru nákvæmlega lágmarksfjöldinn, eða 50. Seltjarnarnes er landminnsta sveitarfélag, en það er 2 ferkílómetrar. Næstminnst er Grímsey sem er 5 ferkílómetrar. Stærsta sveitarfélagið er Fljótsdalshérað, það er 8.884 fermetrar. MISMUNANDI AÐ STÆRÐ OG FJÖLDA Þrenns konar fyrirkomulag hefur verið á stjórnsýslu í sameinuðum sveitar- félögum, að því er kemur fram hjá þeim Grétari Þór Eyþórssyni og Hjalta Jóhannessyni hjá Rannsóknarstofu Háskólans á Akureyri, í erindi frá 2002. ■ Dreifð stjórnsýsla með miðlægri aðalskrifstofu. Dæmi: Vesturbyggð, Árborg, Skagafjörður, Snæfellsbær. ■ Algerlega dreifð stjórnsýsla (án aðalskrifstofu). Dæmi: Fjarðabyggð. ■ Samþjöppun stjórnsýslu á einn stað. Dæmi: Dalabyggð, Borgarfjarðarsveit – sem síðar varð hluti Borgarbyggðar. ÓLÍK STJÓRNSÝSLA Flest urðu sveitarfélögin árið 1950, en þá voru þau 229. Árið 1990 hófst hrina sameininga, en þá voru sveitarfélögin 204. Minna kortið sýnir skiptingu frá árinu 1994, en þá hafði þeim fækkað um fjórtán. Stærra kortið sýnir skipt- ingu sveitarfélaga í dag, en nú eru sveitarfélög á landinu 77. Stefnt er að enn frekari fækkun í öllum landshlutum. Samkvæmt stefnumót- un ríkis og sveitarfélaga starfar nefnd að því að skoða sveitarfélög í hverjum landshluta og hvernig hægt er að sameina sveitarfélög. Tillögur hennar verða lagðar fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðan fyrir Alþingi. 190 sveitarfélög árið 1994 77 sveitarfélög árið 2010 Mikil fækkun sveitarfélaga Risasveitarfélög? Meðal þess sem rætt hefur verið er að Austur- land verði allt eitt sveitarfélag. Þá hafa heyrst hugmyndir um eitt sveitarfélag á Vestfjörðum. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 50 ilmandi matseðlar. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.