Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 16
16 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Kristján Þór Júlíusson skrifar um lífeyr- issjóði Fjárhagsleg endurskipulagning fyrir-tækja er ein forsenda endurreisnar atvinnulífsins. Þar þarf að leggja áherslu á að bjarga sem mestum verðmætum, sam- félaginu til heilla. Þjóðin er enn í sárum eftir efnahagshrunið og reiðin í samfélag- inu gagnvart stjórnvöldum og svokölluðum útrásarvíkingum, er skiljanleg. Við megum hins vegar ekki láta reiðina hamla endurreisnar- starfinu. Nú þurfa lífeyrissjóðir að taka á málum skuldu- nauta sinna. Þar er tekist á um álitamál um hvort sjóðsstjórnirnar eigi að fallast á nauðasamninga eða hvort keyra eigi viðkomandi fyrirtæki í þrot. Gríðar- legar fjárhæðir eru í húfi og glíma lífeyrissjóðanna stendur um hvort og hvernig eigi að endurheimta fjármuni við skuldameðferð fyrirtækja. Miklu skipt- ir fyrir hagsmuni sjóðfélaga hvaða leiðir eru valdar. Stjórnum sjóðanna ber fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni sjóðsfélaga. Eru þeir reiðubúnir til þess að sæta skerðingu réttinda sinna ef önnur sjónarmið en viðskiptalegir hagsmunir eiga að ráða ákvörðunum lífeyrissjóðsins? Fyrsta stóra málið sem snýr að lífeyris- sjóðunum varðar fjárhagslega endurskipu- lagningu Bakkavarar, þar sem stjórnendum er gefinn kostur á því að eignast 25% hlut í fyrirtækinu. Fram hefur komið að skuldir fyrirtækisins nemi 62,5 milljörðum. Þetta eru miklir fjármunir og lífeyrissjóðirnir eru meðal stærstu kröfuhafa. Hvort er mikilvægara fyrir lífeyrissjóð- ina að vinna með öðrum kröfuhöfum að fjár- hagslegri endurskipulagningu fyrirtækja eða keyra fyrirtækin í þrot og tapa þannig tugum milljarða króna sem leiðir til verulegrar skerðingar á lífeyrisgreiðslum, e.t.v. til langs tíma? Rökin verða að vera reiðinni yfirsterkari. Lífeyrissjóðirnir þurfa að standa vörð um hagsmuni sjóðsfélaga og tryggja þeim óskertar lífeyrisgreiðslur í framtíðinni, jafnvel þótt kaldur raunveruleikinn sé að þeir verði að vinna með mönnum sem eiga ef til vill ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta þjóðarinnar. Hlutverk lánveitenda hlýtur að vera að tryggja fjárhagslega hagsmuni sína og þeim ber siðferðis- leg skylda til þess, þótt ákvarðanir kunni að vekja óánægju. Höfundur er alþingismaður. Þó að reiðin kraumi enn í hverj-um kima hér á landi, er margt sem bendir til þess að almenn skynsemi sé að rumska. Reiðin er eldsneyti sem kveikir bæði í réttlætiskenndinni og ofs- topanum. Virkjuð getur hún verið aflgjafi sem spornar við yfir- gangi og óréttlæti, en sé hún laus- beisluð og óhamin í langan tíma, snýst hún gegn þeim sem ber hana í sér. Inn á milli vandlætingarpistla og fræðandi greina um ástand og horfur, þar sem sérfræðing- ar tala hver í sína áttina, birtast nú öðru hvoru jarðbundin og jákvæð skrif um afl samstöðunn- ar á erfiðum tímum, og hvetjandi hugmyndir um virkni og vilja til að vera þátttakandi í þjóðfélagi í mótun. Það er hin hliðin á hrun- inu. En við verðum að vanda okkur. Árið 1936 var líka kreppa á Íslandi. Til er lítill bæklingur sem hinn stórmerki maður og heimspekingur, Guðmundur Finnbogason, sendi frá sér þetta ár. Titillinn er „Úrræði“, en und- irfyrirsögn: „Nokkrar greinar um landsmál“. Bæklingurinn skiptist í stutta og gagnorða kafla. Kaflaheitin sýna að þessi maður horfði yfir sviðið allt: „Sjálfstæð þjóð, Verslunarvið- skipti, Straumhvörf, Bjargráðin, Aðilar framkvæmdanna, Nefnd- ir, Samkeppnin og vísindin, Nýr markaður, Bættar vinnuaðferðir, Innlendur markaður, kostir fjöl- breyttrar framleiðslu, Athugum verslunarskýrslurnar, Dungalum fæðið, Fæðisrannsókn, Matseðill fyrir þjóðina, innfluttar matvörur, Garðyrkjan, Aukning garðyrkju, Klæðnaður, Heimilisiðnaður, Aðilar, Innlend efni, Ullin, Önnur efni, Hallveigarstaðir, Handa- vinnukennsla, Tímarit, Markað- ur, Nefnd, Verksmiðjuiðnaður, Rithöfundar og listamenn, Rit- höfundafjelag, Myndlistarmanna- fjelag, Tónlistarmannafjelag, Stjórnarbót, Stjórnarskráin.“ Straumhvörf Kaflinn um straumhvörf er áhugaverður og birtist hér í heild. „Og nú eru straumhvörfin komin. Einmitt þegar sambönd og samgöngur þjóða á milli eru orðn- ar fullkomnari en nokkur hefði áður getað gert sér í hugarlund, kemur það í ljós, að þjóðirnar geta ekki komið sjer saman um það skipulag, er þarf til þess að njóta þessara gæða með frjálsum við- skiptum þjóða á milli. Og afleið- ingin verður sú, að hver þjóðin af annarri tekur upp þá stefnu, að búa sem mest að sínu, framleiða sem mest sjálfir af því, sem hún þarfnast, og girða sig tollmúrum, innflutningshöftum og endar svo með vöruskiptaverslun. – Hve lengi þessi ófögnuður stendur, veit enginn, en flestir, sem um þetta rita, virðast sammála um það, að þessi stefna muni eiga sér langan aldur, svo að ekki tjói annað en að laga sig eftir henni. Hvernig erum vjer Íslendingar þá staddir? Vér erum stórskuld- ugir við útlönd. Markaður fyrir útfluttar vörur, sem borið hafa uppi þjóðarskap vorn og viðskipti við önnur lönd, þrengist mjög, svo að oss skortir erlendan gjaldeyri. Atvinnuleysi vex. Hvað eigum vér þá að taka til bragðs?“ Bjargráðin Næsti kafli er um bjargráðin, og þó að þetta sé skrifað fyrir sjötíu og fjórum árum, á allt öðruvísi tímum en við nú lifum, er áhuga- vert að lesa tillögur og skoðanir þessa fjölgefna manns: „Flestir munu undireins sjá í hendi sér aðalráðin, sem til greina gætu komið: 1) að reyna að halda sem lengst í þann markað, sem vjer höfum haft hingað til fyrir útflutnings- vörur vorar; 2)að reyna að finna nýjan markað fyrir þær að sama skapi sem hinn gamli markaður þrengist; 3) að reyna að framleiða nýjar vörur, sem markaður kynni að fást fyrir erlendis, og síðast en ekki síst, 4) að reyna að framleiða alt, sem svarar kostnaði að framleiða fyrir innlendan markað. [...] Aðalatriðið í þessu máli, eins og öðrum, er að fá hæfustu menn, sem völ er á til hverrar framkvæmdarinnar. Það er frum- skilyrði þess að sæmilega takist. Öll stjórnviska kemur fyrst og fremst fram í því, að koma sem víðast rjettum manni á rjettan stað í þjóðfélaginu. Aðalvandinn er að finna það skipulag er tryggir þetta best.“ Svo mörg voru þau orð! Spyrja má hvort við ættum ekki að íhuga svolítið þessa síðustu málsgrein. Erum við vakandi fyrir því að það sé allra hagur að hafa réttan mann á réttum stað í þjóðfélag- inu? Erum við með hæfasta fólk sem völ er á til hverrar fram- kvæmdar, núna þegar mikið ligg- ur við? Því að líkast til er það nefnilega rétt hjá Guðmundi Finn- bogasyni, að það sé frumskilyrði þess að sæmilega takist. Rétt fólk á réttan stað JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Bjargráð Íslands Ábyrgð lífeyrissjóða KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Traustsyfirlýsing formanns Vefritið Smugan tók upp þráðinn í gær eftir stutt hlé, nú í ritstjórn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur. Hún er jafnframt formaður Blaðamannafélags Íslands. Í leiðara skrifar Þóra að aðrir fjölmiðlar séu ekki jafn meðvitaðir um áhrif eignarhalds á trúverðugleika sinn og Smugan; peningaöflin í samfélaginu hafi ráðið sérlega trúnaðarmenn og skoðanabræður sína af vettvangi stjórnmálanna til að stjórna nær allri umræðu í landinu. Hrunið hafi engu breytt um það og meðan ekki sé til stór faglegur fjölmiðill sé þörf á miðlum á borð við Smuguna. Félagar í BÍ hljóta að þakka formanni sínum og málsvara fyrir auðsýnt traust í þeirra garð. Nefndarmenn ræðast við Í kvöldfréttum á Rás 1 á sunnudag var fullyrt að íslenska samninganefndin í Icesave-málinu hefði átt í óform- legum samskiptum við bresku samninganefndina, „auk þess sem nefndarmenn hafa rætt saman innbyrðis“. Ekki fylgdi sögunni hvort samskipti þeirra í íslensku nefnd- inni hver við annan hafi verið á formleg- um eða óformlegum nótum. Að hampa pungum Í ræðu sinni á landbúnaðarþingi deildi Jón Bjarnason landbúnaðarráð- herra á Símann fyrir auglýsingar sem hann kallaði „húmorslausa 2007- útgáfu í anda útrásarvíkinga þar sem gert er lítið úr hefðbundnum íslensk- um þjóðlegum afurðum“. Þetta er óheppileg samlíking hjá Jóni, því eins og Kristinn Schram þjóðfræðingur hefur bent á gerðu útrásarvíkingarnir einmitt mikið úr þorramatnum og héldu vegleg þorrablót fyrir kollega sína í Bretlandi til að undirstrika meint víkingaeðli sitt. Ætlar Jón að hossa útrásarvíkingum þótt þeir hafi hampað pungum og hákarli? Varla. bergsteinn@frettabladid.is Auglýsingasími Allt sem þú þarft… T annlæknar og tannréttingasérfræðingar eru ekki hluti af sjúkratryggingakerfinu á sama hátt og aðrir læknar. Þetta veldur ýmsum vanda, meðal annars þeim að tann- heilsa fólks, bæði fullorðinna og barna, er að einhverju leyti undir efnahag komin. Önnur birtingarmynd vandans snýr að börnum sem fæðast með skarð í vör og/eða gómi. Þessi börn, og foreldrar þeirra, standa frammi fyrir fjölmörgum aðgerðum á vör, í munnholi og á tönnum. Fyrstu aðgerðirnar eru gerðar af lýtalæknum inni á sjúkrahúsum og eru því foreldrum að kostnaðarlausu, eins og gildir um læknisaðgerðir yfirleitt. Annað er uppi á teningnum þegar kemur að þeim aðgerðum sem gerðar eru af tannlæknum og þær aðgerðir eru iðulega umfangs- miklar og geta teygst yfir langan tíma, jafnvel meira en tíu ár. Um þær aðgerðir gilda reglur um endurgreiðslur og skemmst er frá því að segja að þær endurgreiðslur hrökkva skammt, ekki síst þegar um er að ræða alvarleg tilvik af skarði í vör og gómi. Breytingar þær sem urðu nú um áramót á endurgreiðslum vegna tannréttinga, meðal annars barna með skarð í gómi, breyttu því miður litlu þar um. Þetta er gloppa í kerfinu sem verður að fylla í. Aðeins fáein börn fæðast með skarð í vör og/eða gómi á ári hverju, eða um tíu að meðaltali. Breyting sem fólgin væri í því að ríkið greiddi að fullu kostnað við viðgerð á gómi og tannréttingar þessara barna vegur því sáralítið í rekstri heilbrigðiskerfisins en skiptir hreinlega sköpum fyrir fjárhag heimila þeirra barna sem svona er ástatt um. Það er óviðunandi að þessi heimili búi við slíkt misrétti. Nóg er á börnin lagt sem fæðast með svo sýnilegan og erfiðan galla sem svo aftur kallar á langvarandi læknis- og tannlæknismeðferð, þó að fjölskyldur þeirra standi ekki hreinlega frammi fyrir því að ekki sé hægt að ljúka meðferð af efnahagsástæðum. Íslendingar geta verið stoltir af því að búa við heilbrigðiskerfi sem gefur börnum sem í heiminn koma með fæðingargalla kost á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu þar sem metnaður er lagður í að lækna fæðingargalla og sjúkdóma eins og kostur er, foreldrum að kostnaðarlausu. Það er því óskiljanlegt og óásættanlegt með öllu að börn sem fæðast með klofinn góm skuli ekki sitja við sama borð og njóta sömu þjónustu og önnur börn með fæðingargalla. Fram hefur komið fullur vilji Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðis- ráðherra til að koma til móts við foreldra barna með skarð í vör og gómi. Málið er til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og binda verður vonir við að sú skoðun leiði til þess að börn með skarð í vör og gómi, og foreldrar þeirra, sitji við sama borð og þau börn sem koma í heiminn með aðra fæðingargalla. Ekki verður unað við aðra niðurstöðu en þá að misréttið verði upprætt að fullu. Foreldrar barna með skarð í vör og gómi bera mikinn kostnað. Börn sem verða fyrir mismunun STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.