Fréttablaðið - 02.03.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 02.03.2010, Síða 18
 2. mars 2010 2 SÚKKULAÐI var notað sem lyf á átjándu öld. Því var trúað að það gæti læknað magapínu. Á nítjándu öld var einnig talið að gin gæti læknað magapínu. Sigríður Sara rekur Hársnyrti- stofuna Söru í Grafarvogi en hefur áratuga reynslu af því að hjálpa fólki með ýmiss konar hár- vandamál, svo sem hárlos. Marg- ir viðskiptavina hennar koma sérstaklega til hennar til að fara í djúpnæringu og þá gott höfuðnudd um leið. „Hársvörðurinn verður oft aumur og höfuðleðrið stíft en við það að nudda höfuðið örvast blóðrásin og blóðflæðið eykst til hársekkjanna eða hárrótarinn- ar,“ segir Sigríður Sara en hárlos er að hennar sögn afar algengt vandamál og má oftar en ekki rekja það til streitu. „Nuddið losar um og getur líka haft góð áhrif á höfuðverk, ég veit eins og fyrir sjálfa mig er gott nudd betra en parkódín, fólk ætti að prófa það þegar það situr yfir sjónvarp- inu heima, að ýta, nudda og losa um.“ Sigríður Sara segist yfirleitt ráðleggja fólki sem kemur til hennar með hárlos að byrja á að prófa höfuðnudd áður en farið er út í hluti eins og að setja efni í hárið, þótt þess þurfi stundum með. „Það er algengt að höfuðið gleymist en ég held að nuddið sé ein besta næringin fyrir hárið. Hraðinn er mikill í samfélaginu og við höfum oft lítinn tíma til að staldra við og huga að aumum blettum, og höfuðið verður ekki síður aumt en axlirnar,“ segir Sig- ríður Sara og mælir með því að allir hugi reglulega að höfuðleðr- inu og nuddi það reglulega sjálft eða láti gera það fyrir sig. juliam@frettabladid.is Gott höfuðnudd ein besta hárnæringin Sigríður Sara Sigurðardóttir hárgreiðslumeistari hefur í gegnum árin lagt mikið upp úr góðu höfuðnuddi og segir nuddið það fyrsta sem hún ráðleggi fólki sem á til að mynda við hárlos að glíma. Höfuðið vill oft gleymast í dagsins önn en ekki þarf síður að huga að því en aumum öxlum. NORDICPHOTO/GETTY Sigríður Sara Sigurðardóttir hárgreiðslumeistari hefur nuddað höfuð fólks með góðum árangri og til að mynda unnið á hárlosi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mars tilboð 20% afsláttur af kortum til 10. mars telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Sérstök áhersla lögð á miðjuna – kvið og bak. Hentar öllum aldurshópum og líkamsgerðum. Þú finnur strax árangur eftir fyrstu æfinguna án þess að reyna of mikið á þig. Lokuð 9 vikna námskeið 2x í viku í 60 mínútur: l Þriðjudaga og fimmtudaga kl 6:15 og 7:20. l Miðvikudaga og föstudaga kl 10:00, l Mánudaga og miðvikudaga kl 16:30. Verð kr. 19.900. Barnagæsla - Leikland JSB RopeYoga Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Innritun hafin! Sími 581 3730 Borgartún 24 – Hæðarsmára 6 – Hafnarborg s. 58 58 700 www.madurlifandi.is Fyrirlestrar á næstunni: 03. mars. Ævintýralíf-Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 06.mars. Hláturjóga-Ásta Valdimarsdóttir 09.mars. Góð heilsa er auðveldari en þú heldur-Matti Oswald heilsufræðingur 10.mars. Skemmtileg og auðveld leið að heilbrigðum lísstíl-Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi og Trausti Eysteinsson lífstílsráðgjafi 16.mars. Hvað er málið með aukakílóin- Matti Oswald Heilsufræðingur Rope Yoga www.elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419 Námskeið hefjast 1. og 2.mars. Unglinganámskeið hefst 3.mars Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.