Fréttablaðið - 02.03.2010, Side 20

Fréttablaðið - 02.03.2010, Side 20
 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 SÆNGUR BARNA ættu ekki að vera of þungar eða stórar. Þá er nauðsynlegt að viðra sængina reglulega og helst láta hreinsa hana eftir þörfum. „Áhuginn á útsaumi hefur reynd- ar alltaf verið til staðar og aldrei horfið,“ segir Alda Sigurðardótt- ir, eigandi Alvörubúðarinnar á Selfossi, en hún teiknar munstur á vöggusett til að sauma út. „Algeng- ast er að ömmurnar saumi út en það er líka alltaf eitthvað um það að stúlkurnar saumi sjálfar.“ Alda hefur teiknað munstur á vöggusett í tuttugu ár en hún er myndlistarmaður að mennt og ólst upp við handavinnu á heimili ömmu sinnar. Einnig hefur móðir Öldu rekið Hannyrðabúðina, sem nú er í Hveragerði, í rúm fjörutíu ár og fór Alda snemma að teikna fyrir hana munstur. „Ég bý bæði til munstur sjálf en eins hef ég unnið upp úr gömlum munstrum. Sömu munstrin hafa verið gegn- umgangandi á vöggusettin þessi tuttugu ár þótt eitthvað hafi bæst við. „Sofðu rótt“ er alltaf mjög vinsælt. Við seljum efnið niður- klippt með teiknuðum útlínum, svo verður fólk að bródera sjálft og sauma rúmfötin saman. Þetta kallast áteiknuð handavinna og er fyrir frjálsan útsaum. Algengt er að sauma munstrin út með kontórsting eða flatsaumi, lykkju- spori og kappmellu.“ Alda opnaði Alvörubúðina á Sel- fossi fyrir sjö árum en auk þess að útbúa vöggusett til útsaums framleiðir Alvörubúðin marg- ar gerðir af handavinnupökkum sem byggja á gömlum íslenskum munstrum og hefðum. Ullarvörur eftir handverksfólk úr nágrenninu er einnig að finna í hillunum svo og indverskt handverk sem Alvöru- búðin flytur sérstaklega inn. Hægt er að skoða þau munstur sem í boði eru á heimasíðunni www.alvara.is. Eins er tekið við pöntunum gegn- um heimasíðuna. heida@frettabladid.is Sofðu rótt á svæflinum Falleg ver eru vinsæl sængurgjöf og hlýleg. Útsaumuð vöggusett eftir ömmur og langömmur ganga gjarnan í erfðir og þykja gersemi enda liggur talsverð vinna bak við saumsporin. Alda Sigurðardóttir segir áhugann á útsaumi aldrei hafa horfið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Algengt er að sauma munstrin með lykkjuspori og kontórsting eins og hér sést eða með flatsaum og kappmellu. MYND/ALDA SIGURÐARDÓTTIR Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður sýnir þróun verka sinna á Kaffi Loka, Lokastíg 28, og í vinnustofu sinni á annarri hæð í sama húsi dagana 5. til 31. mars. Hrönn hefur hannað og hand- málað sængurver, púða, rúmteppi o.fl. fyrir þúsundir íslenskra barna og foreldra þeirra í 20 ár. Á sýningunni verða gömul og margnotuð ver/verk sett í sam- hengi við það nýjasta sem Hrönn er að gera í dag. Efnistök og stíll hafa þróast mikið þó sterk einkenni hönnuðar hafi komið snemma fram. Vinnustofan verður opin gestum í mars, meðan á sýningu stendur. Hægt verður að sjá hvernig hlutirnir verða til, skoða gömul munstur og myndir og spjalla við hönnuðinn. Hönnunar- saga Hrannar er uppfull af litríkum textíl sem hefur fylgt fólki og fjölskyldum í 20 ár. Margir eiga sögur um sængurverið eða púðann sem barnið tók ástfóstri við og vill Hrönn gjarnan fá að heyra sögur frá viðskiptavinum sínum. Kaffihúsið Loki er opið frá 10 til 18 á virkum dögum og laugar- dögum en frá 12 til 18 á sunnudögum. Tuttugu ár í textíl TEXTÍLHÖNNUÐURINN HRÖNN VILHELMSDÓTTIR HELDUR SÝN- INGU Á GÖMLUM OG NÝJUM VERKUM Í KAFFI LOKA Í MARS. Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður. Fermingartilboð 20% afsláttur af hágæða gæsadúnsængum Fatabúðin • Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 Glæsileg fermingartilboð Dún og fiður • Laugavegi 87 101 Reykjavík • sími 511 2004 Handmáluð og þrykkt rúmföt í 20 ár. Íslensk hönnun og handverk fyrir alla fjölskylduna Yndisleg bómull sem þolir mjög vel allan þvott. Hönnun Hrannar Vilhelmsdóttur Textíll • Lokastíg 28 • www.textil.is Sængurverasett frá Småfolk Falleg og tilvalin gjöf fyrir fermingarbarnið Bíbí & blaka • Þönglabakka 6 109 Reykjavík • www.bibiogblaka.is Alda hefur saumað munstur á vöggusett í tuttugu ár. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Föstudaga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.