Fréttablaðið - 02.03.2010, Page 24

Fréttablaðið - 02.03.2010, Page 24
 2. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● karlar og krabbamein Líftæknilyfið Avastin kom fyrst á markað árið 2004. Ný aðferð við notkun þess þykir hafa gef- ið góða raun við ristilkrabba- meini. „Með þessari nýju aðferð er mögu- lega verið að gefa einverjum sjúklingum, sem eru komnir á það stig að ristilkrabbameinið hefur dreift sér út í lifrina, nýja von,“ segir Valdís Beck, lyfjafræðing- ur og markaðsfulltrúi heilbrigðis- fyrirtækisins Icepharma/Roche, um líftæknilyfið Avastin. Avastin kom fyrst á markað árið 2004 og segir Valdís meðferðina hafa verið í stöðugri þróun síðan. Niðurstöður úr alþjóðlegum rann- sóknum sem gerðar hafa verið á sjúklingum víðs vegar að, sem birt- ar hafa verið síðustu tvö ár, hafa sýnt fram á árangur þegar lyfið er gefið sjúklingum með meinvörp í lifur. „Þegar ristilkrabbamein er komið í lifrina er það í vissum til- fellum orðinn ólæknandi sjúkdóm- ur. Stundum er hægt að skera þessi meinvörp, til dæmis ef þau eru lítil og á sérstökum stöðum í lifrinni, en ekki ef þau eru komin yfir vissa stærð og hafa dreift sér mjög víða um lifrina,“ segir Valdís. „Með því að nota þessi nýju mótefna- lyf er mögulega verið að minnka meinvörpin umfram það sem ger- ist með hefðbundinni lyfjameðferð, í einhverjum tilfellum er þá hægt að skera meinvörpin burt. Í þeim tilfellum gengst sjúklingurinn undir lyfjameðferð fyrir og eftir skurðaðgerð.“ Að sögn Valdísar er Avastin fyrsta mótefnið sem beitt er gegn ristilkrabbameini. „Verkunarmát- inn er mjög ólíkur verkunarmáta lyfja sem er beitt við sjúkdómnum, en lyfið hefur áhrif á eiginleika æxlis til að nýmynda æðar. Til að æxli geti vaxið þarf það sitt eigið æðanet, til að fá súrefni, losa sig við úrgang og annað, og lyfið hefur áhrif á þetta ferli,“ segir Valdís. Hún segir þessa innleiðingu nýrrar aðferðar krefjast mikillar teymisvinnu hjá mörgum aðilum. Hinn 25. mars næstkomandi kemur til landsins austurrískur skurð- læknir, Pr. Thomas Gruenberger, en hann mun funda með þverfag- legum hópi sérfræðinga sem koma með einum eða öðrum hætti að meðferð ristilkrabbameina. „Hér á landi eru tilfellin líklega undir tíu á ári en mun fleiri í stærri lönd- um. Pr. Gruenberger hefur því mikla reynslu af skurðaðgerðum af þessu tagi. Hann kemur hingað til að miðla af reynslu sinni og und- irbúningur stendur yfir af fullum krafi,“ segir Valdís Beck. - kg Ný aðferð gefur góða raun Karlar drekka nánast þrefalt meira áfengi en konur, eða 72 prósent alls þess áfengis sem neytt er í land- inu, samkvæmt könnun á áfengisvenjum Íslendinga frá árinu 2004. Áfengisneysla er talin hafa margvísleg neikvæð áhrif á heilsuna og þá sérstaklega ef um ofneyslu er að ræða. Það er fituleysanlegt sem gerir það að verk- um að það kemst hratt og auðveldlega úr meltingar- veginum inn í blóðstrauminn og dreifist með honum um allan líkamann. Þannig berst það fljótt til allra líf- færa og getur langvarandi neysla valdið breytingum á líffærum og ýmsum sjúkdómum og kvillum. Rannsóknir gefa sterklega til kynna að áfengis- neyslu fylgi aukin hætta á krabbameini og eykst hún í hlutfalli við umfang neyslunnar. Sérstök hætta er á myndun krabbameins í munni, hálsi, vélinda, lifur og ristli. Að sögn Rafns Jónssonar, verkefnisstjóra áfengis- og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð, er ekki hægt að setja nein viðmið um hættulausa áfengisneyslu né virðist skipta máli hvaða tegund áfengis er neytt. Áhættan er sú sama. Vegna samverkandi þátta auk- ast líkur á myndun krabbameins enn frekar þegar bæði er neytt áfengis og tóbaks. Rafn segir marga trúa því að hófleg neysla léttvíns hafi góð áhrif á heilsuna. „Samkvæmt rannsóknum má finna verndandi áhrif gegn ákveðnum tegundum hjarta- og æðasjúkdóma en þá er einungis um að ræða hóflega neyslu, eða eitt glas fyrir karla og hálft fyrir konur á dag. Enn fremur er aðeins átt við fólk sem er um eða yfir 45 ára.“ - ve Áhættusamt að drekka „Með því að nota þessi nýju mótefnalyf er mögulega verið að minnka meinvörpin umfram það sem gerist með hefðbundinni lyfjameðferð,“ segir Valdís Beck. FRÉTTABLAÐIÐ/ Í ávöxtum og grænmeti eru efni sem gera við frumur líkamans og koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma. Best er að hafa fjölbreytnina að leiðarljósi og borða að minnsta kosti fimm teg- undir ávaxta og græn- metis á dag. Rannsóknir benda til þess að tómatar og tómatafurðir á borð við niðursoðna tómata geti dregið úr hættu á krabbameini í blöðru- hálskirtli og ættu karlmenn því sérstaklega að hafa slíkan kost í huga. Ef mikið af rauðu kjöti, unnum, reyktum og söltum kjötvör- um er á borðum getur það aukið líkur á krabbameini í melting- arvegi en trefjaríkar fæðuteg- undir á borð við gróft korn og baunir geta hins vegar dregið úr ristilkrabbameini. Rannsóknir benda til þess að trefjaríkar fæðutegundir geti dregið úr hættu á ristilkrabbameini og tómatar úr hættu á blöðruhálskirtilskrabbameini. Rannsóknir gefa sterklega til kynna að áfengisneyslu fylgi aukin hætta á krabbameini og þá sérstaklega ef um ofneyslu er að ræða. NORDICPHOTOS/GETTY ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 Fimm skammtar á dag

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.