Fréttablaðið - 02.03.2010, Page 25

Fréttablaðið - 02.03.2010, Page 25
karlar og krabbamein ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 5 Tíðni illkynja húðkrabbameina hefur aukist mikið hjá báðum kynjum á undanförnum árum. Ein aðalorsök þess er sól- bruni af völdum útfjólublárr- ar geislunar frá sólinni eða ljósabekkjum og mikils magns sólargeisla í langan tíma. Til að draga úr hættunni ætti að forðast sólina á þeim tíma sem geislun er mest, eða á milli klukkan 11 og 15. Eins ætti að nota sólaráburð með sólvarnarstuðli 15 í það minnsta, forðast ljósabekki og klæða sólina af sér með léttum fatnaði og höttum. Húðsjúkdómalæknar mæla ekki með sólböðum og telja sólbrúnku vera merki um sólskaða í stað þess að vera hraustleikamerki. Þeir mæla frekar með brúnkukremum. - ve● LÆRÐU AÐ ÞEKKJA MERKIN Í amstri dagsins hættir okkur til að gleyma okkur sjálfum. En heilsan er dýrmæt og ekki má líta framhjá þeim merkjum sem líkaminn sendir okkur. Krabbameinsfélag Íslands bendir á eftirfarandi atriði sem taka verður mark á en þau geta verið hættumerki um krabba- mein. ■ Blóð í þvagi, sæði eða saur ■ Aumar eða bólgnar geir- vörtur ■ Þrálát bólga í eitlum ■ Nýir bakverkir sem ekki hverfa ■ Óeðlileg þreyta eða slappleiki ■ Lystarleysi ■ Þú léttist að ástæðulausu ■ Undarlegir hnúðar og bólgur ■ Endurteknar sýkingar Forðast sól um miðbik dags Húðsjúkdómalæknar segja sólbrúnku merki um sólskaða. NORDICPHOTOS/GETTY ● ALGENGUSTU KRABBAMEIN KARLA Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein á lífsleiðinni. Á ára- bilinu 2003-2007 greindust að meðaltali árlega 688 karl- ar og 619 konur með krabba- mein. Hér á eftir fylgir upptaln- ing á krabbameinum raðað eftir árlegum meðalfjölda 2003 til 2007. Algengustu krabbamein karla ■ Blöðruhálskirtill: 210 ■ Lungu: 77 ■ Ristill: 53 ■ Þvagvegir og þvagblaðra: 51 ■ Húðkrabbamein, önnur en sortuæxli: 29 ■ Nýru: 27 ■ Eitilfrumuæxli: 23 ■ Sortuæxli í húð: 20 ■ Magi: 20 ■ Endaþarmur: 20 ● SKEGGIÐ OPNAR UM- RÆÐUNA Á vefsíðunni www. karlarogkrabbamein.is er hægt að skrá sig til leiks í Mottumars Krabbameinsfélagsins. Kepp- endur skrá upplýsingar á vefsíð- una og geta sett inn tíu mynd- ir af sér, á mismunandi stigum skeggvaxtar. Reglurnar eru fáar, aðeins að safna mottu og reyna að vekja athygli vina og vanda- manna og annarra samborgara á málefninu. Bæði er hægt að keppa sem lið, eða í einstakl- ingskeppni, um flottustu mottuna. SagaPro SagaPro SagaPro

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.